Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 17:09 Forsetinn býst við því að niðurstöður í viðræðunum verði ljósar í lok vikunnar. Vísir/Eyþór Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður og samninga um ríkisstjórnarsamstarf, gerð stjórnarsáttmála og skipan ráðherraembætta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forseta Íslands. Þar segir að viðræðurnar hefjist nú þegar og þess sé að vænta að undir lok vikunnar liggi fyrir hvort þær skili tilætluðum árangri. Af þessu má draga þá ályktun að enginn einn leiðtogi muni eiga fund með forsetanum og fá umboð til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna heldur muni flokkarnir koma sér saman um hver leiði samstarfið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði fyrr í dag að lagt væri upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði forsætisráðherra.Tilkynning forsetans í heild sinni:Síðustu daga hafa leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs rætt sín á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Eftir samráð við þingmenn og aðra í röðum flokkanna hafa formenn þeirra tjáð mér að þeir séu reiðubúnir til formlegra viðræðna og samninga um ríkisstjórnarsamstarf, gerð stjórnarsáttmála og skipan ráðherraembætta.Þær viðræður munu hefjast nú þegar og er þess að vænta að undir lok vikunnar liggi fyrir hvort þær skila tilætluðum árangri. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Segir líklegt að það skýrist í dag hvort að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 12:10 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Logi: Auðvelt að segja nei við stjórnarmyndun fjórflokksins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið auðvelt að hafna aðkomu að þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú eru að hefjast. 13. nóvember 2017 16:46 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður og samninga um ríkisstjórnarsamstarf, gerð stjórnarsáttmála og skipan ráðherraembætta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forseta Íslands. Þar segir að viðræðurnar hefjist nú þegar og þess sé að vænta að undir lok vikunnar liggi fyrir hvort þær skili tilætluðum árangri. Af þessu má draga þá ályktun að enginn einn leiðtogi muni eiga fund með forsetanum og fá umboð til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna heldur muni flokkarnir koma sér saman um hver leiði samstarfið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði fyrr í dag að lagt væri upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði forsætisráðherra.Tilkynning forsetans í heild sinni:Síðustu daga hafa leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs rætt sín á milli um möguleika á myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Eftir samráð við þingmenn og aðra í röðum flokkanna hafa formenn þeirra tjáð mér að þeir séu reiðubúnir til formlegra viðræðna og samninga um ríkisstjórnarsamstarf, gerð stjórnarsáttmála og skipan ráðherraembætta.Þær viðræður munu hefjast nú þegar og er þess að vænta að undir lok vikunnar liggi fyrir hvort þær skila tilætluðum árangri.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Segir líklegt að það skýrist í dag hvort að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 12:10 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Logi: Auðvelt að segja nei við stjórnarmyndun fjórflokksins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið auðvelt að hafna aðkomu að þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú eru að hefjast. 13. nóvember 2017 16:46 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Segir líklegt að það skýrist í dag hvort að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 12:10
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Logi: Auðvelt að segja nei við stjórnarmyndun fjórflokksins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið auðvelt að hafna aðkomu að þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú eru að hefjast. 13. nóvember 2017 16:46