Logi: Auðvelt að segja nei við stjórnarmyndun fjórflokksins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. nóvember 2017 16:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og arkítekt. Vísir/Eyþór Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið auðvelt að hafna aðkomu að þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú eru að hefjast. Vinstri græn vildu fá Samfylkinguna inn í viðræðurnar til að styrkja þann meirihluta sem slík stjórn myndi hafa. Svo fór þó ekki og eru Vinstri græn á leið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Það var auðvelt að segja nei við hugmyndinni um stjórnarmyndun gamla fjórflokksins. Þar fengu skynsemin og hjartað bæði að láta sína skoðun í ljós og voru sammála um að slík stjórn væri ekki svar við áskorun stjórnmálanna, næstu árin,“ skrifar Logi á Facebook. Hann segir að sú áskorun snúist um að auka félagslegan jöfnuð auk þess sem að bregðast þurfi við þeim atburðum sem leiddu til falls síðustu tveggja ríkisstjórna og vísar þar til þeirra upplýsinga sem komu fram í Panama-skjölunum sem og málum sem tengjast veitingu uppreist æru. Það sé forsenda þess að komið verði á pólitískum stöðugleika og sú ríkisstjórn sem nú sé í burðarliðnum sé ekki vænleg til árangurs. „Ríkisstjórn frá miðju til vinstri er að mínu mati líklegust til að takast það,“ skrifar Logi en hann hefur á undanförnum dögum unnið að því að faá Viðreisn, Pírata og Flokk fólksins til liðs við sig svo bjóða mætti þeim flokkum sem nú er á leið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn upp á annan valkost. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið auðvelt að hafna aðkomu að þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú eru að hefjast. Vinstri græn vildu fá Samfylkinguna inn í viðræðurnar til að styrkja þann meirihluta sem slík stjórn myndi hafa. Svo fór þó ekki og eru Vinstri græn á leið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Það var auðvelt að segja nei við hugmyndinni um stjórnarmyndun gamla fjórflokksins. Þar fengu skynsemin og hjartað bæði að láta sína skoðun í ljós og voru sammála um að slík stjórn væri ekki svar við áskorun stjórnmálanna, næstu árin,“ skrifar Logi á Facebook. Hann segir að sú áskorun snúist um að auka félagslegan jöfnuð auk þess sem að bregðast þurfi við þeim atburðum sem leiddu til falls síðustu tveggja ríkisstjórna og vísar þar til þeirra upplýsinga sem komu fram í Panama-skjölunum sem og málum sem tengjast veitingu uppreist æru. Það sé forsenda þess að komið verði á pólitískum stöðugleika og sú ríkisstjórn sem nú sé í burðarliðnum sé ekki vænleg til árangurs. „Ríkisstjórn frá miðju til vinstri er að mínu mati líklegust til að takast það,“ skrifar Logi en hann hefur á undanförnum dögum unnið að því að faá Viðreisn, Pírata og Flokk fólksins til liðs við sig svo bjóða mætti þeim flokkum sem nú er á leið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn upp á annan valkost.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43