Kjósendur VG telja sig illa svikna Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2017 15:05 Líklega eru einhverjir í þessum þingflokki með hiksta núna ef sú þjóðtrú stenst að slíkt sæki að þeim sem talað er illa um. visir/stefán Ekki er ofsagt að segja að nú bulli og kraumi og við að sjóða uppúr víða innan vébanda VG eftir að Vísir greindi frá því að þingflokkurinn hafi samþykkt að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þess má víða sjá stað á Facebook og Twitter. Víst er að margir kjósenda Vinstri hreyfingarinnar töldu sig ekki vera að kjósa flokkinn uppá þau býtti að með því væri verið að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn væri eftir sem áður við völd.Ég, sem kaus VG: pic.twitter.com/cHSjU3Zcsp— Haukur Viðar (@hvalfredsson) November 13, 2017 Og, í raun höfðu kjósendur enga ástæðu til að telja svo vera. Nú er til þess að gera nýlegur pistill sem þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, skrifaði og birti á Vísi, farinn á flug í netheimum. Pistillinn birtist 20. september og þar segir meðal annars: „Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum.“ Kolbeinn er einn þeirra þingmanna sem samþykkti að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar. Og keppast menn við að rifja upp svigurmæli í garð Sjálfstæðismanna úr röðum VG nú um stundir. Í aðdraganda kosninga lánuð ýmsir nafn sitt á auglýsingu þar sem segir: „Við teljum að Katrín Jakobsdóttir sé best til þess fallin að veita nýrri ríkisstjórn forystu.“ Ekki er loku fyrir það skotið en fullvíst má telja að þetta sé ekki forystan sem menn sáu fyrir sér. Þannig segist einn þeirra, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku, vissulega hafa skrifað uppá það fyrir kosningar ... „að ég treysti Katrínu Jakobsdóttur best til að veita nýrri ríkisstjórn forystu. Það er enn mín skoðun. En ég sagði líka að enginn heiðarlegur flokksforingi og flokkur gæti farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða Miðflokknum - það væri siðferðilega ekki verjandi. Það er líka enn mín skoðun.“ Hér fyrir neðan má orðsendingar frá ýmsum sem eru sannarlega ekki kátir með nýjustu tíðindi, þeirra á meðal flokksbundnir og jafnvel frambjóðendur flokksins.Ég kaus femínískasta flokkinn sem í boði var eftir #höfumhátt og femínískar byltingar undanfarinna ára. Ég bara trúi því ekki að sá flokkur ætli svo að mynda ríkisstjórn með stjórnmálafólkinu sem kom verst af öllum fram við þolendur.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 13, 2017 Hér er hægt að skrá sig í Samfylkinguna: https://t.co/vRy9AcNpt5— Samfylkingin (@Samfylkingin) November 13, 2017 Ég skráði mig í fyrsta sinn í flokk fyrir nýafstaðnar kosningar. Nú virðist ég ætla að fá það rækilega í kollinn. Bjarni Ben er hrappur, punktur. Fuck samstarf við D. Þjónn, það situr vinstriflokkur í súpunni minni.— KØTT GRĀ PJE (@KottGraPje) November 11, 2017 Kosningar 2017 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Ekki er ofsagt að segja að nú bulli og kraumi og við að sjóða uppúr víða innan vébanda VG eftir að Vísir greindi frá því að þingflokkurinn hafi samþykkt að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þess má víða sjá stað á Facebook og Twitter. Víst er að margir kjósenda Vinstri hreyfingarinnar töldu sig ekki vera að kjósa flokkinn uppá þau býtti að með því væri verið að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn væri eftir sem áður við völd.Ég, sem kaus VG: pic.twitter.com/cHSjU3Zcsp— Haukur Viðar (@hvalfredsson) November 13, 2017 Og, í raun höfðu kjósendur enga ástæðu til að telja svo vera. Nú er til þess að gera nýlegur pistill sem þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, skrifaði og birti á Vísi, farinn á flug í netheimum. Pistillinn birtist 20. september og þar segir meðal annars: „Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum.“ Kolbeinn er einn þeirra þingmanna sem samþykkti að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar. Og keppast menn við að rifja upp svigurmæli í garð Sjálfstæðismanna úr röðum VG nú um stundir. Í aðdraganda kosninga lánuð ýmsir nafn sitt á auglýsingu þar sem segir: „Við teljum að Katrín Jakobsdóttir sé best til þess fallin að veita nýrri ríkisstjórn forystu.“ Ekki er loku fyrir það skotið en fullvíst má telja að þetta sé ekki forystan sem menn sáu fyrir sér. Þannig segist einn þeirra, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku, vissulega hafa skrifað uppá það fyrir kosningar ... „að ég treysti Katrínu Jakobsdóttur best til að veita nýrri ríkisstjórn forystu. Það er enn mín skoðun. En ég sagði líka að enginn heiðarlegur flokksforingi og flokkur gæti farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða Miðflokknum - það væri siðferðilega ekki verjandi. Það er líka enn mín skoðun.“ Hér fyrir neðan má orðsendingar frá ýmsum sem eru sannarlega ekki kátir með nýjustu tíðindi, þeirra á meðal flokksbundnir og jafnvel frambjóðendur flokksins.Ég kaus femínískasta flokkinn sem í boði var eftir #höfumhátt og femínískar byltingar undanfarinna ára. Ég bara trúi því ekki að sá flokkur ætli svo að mynda ríkisstjórn með stjórnmálafólkinu sem kom verst af öllum fram við þolendur.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 13, 2017 Hér er hægt að skrá sig í Samfylkinguna: https://t.co/vRy9AcNpt5— Samfylkingin (@Samfylkingin) November 13, 2017 Ég skráði mig í fyrsta sinn í flokk fyrir nýafstaðnar kosningar. Nú virðist ég ætla að fá það rækilega í kollinn. Bjarni Ben er hrappur, punktur. Fuck samstarf við D. Þjónn, það situr vinstriflokkur í súpunni minni.— KØTT GRĀ PJE (@KottGraPje) November 11, 2017
Kosningar 2017 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira