Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 13. nóvember 2017 14:14 Katrín Jakobsdóttir í þinghúsinu í dag. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. Með því megi reyna að skapa sátt um ákveðna uppbyggingu í samfélaginu sem Vinstri græn leggja áherslu á ef farið yrði í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en eins og greint var frá fyrr í dag samþykkti meirihluti þingflokks VG að fara í formlegar viðræður við þá flokka. Katrín segir að það sé samhljómur hjá flokkunum þremur um að takast á við þau stóru verkefni sem hún telji að hafi ekki aðeins verið aðalmálið í kosningunum nú heldur einnig fyrir ári síðan. Stóru línurnar séu innviðauppbygging og stöðugleiki á vinnumarkaði. Of snemmt að segja til um hvort að hún verði forsætisráðherra „Við töluðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, þar sem við töluðum um menntakerfið, kjör aldraðra og öryrkja og koma á ákveðnum stöðugleika í samfélaginu. Nú erum við búin að kjósa tvö ár í röð og ég tel að þær aðstæður sem uppi eru í stjórnmálum kalli hugsanlega á það að við hugsum út fyrir rammann og jafnvel skoðum samstarf við flokka sem sögulega séð eru auðvitað algjörlega á öndverðum meiði við okkur í Vinstri grænum til að reyna að skapa sátt um þessa samfélagsuppbyggingu og að við setjum þá hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum,“ sagði Katrín eftir þingflokksfundinn í dag þar sem samþykkt var að fara í formlegar viðræður. Vinstri græn hafa ellefu þingmenn á Alþingi en níu þingmenn flokksins samþykktu tillögu Katrínar og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns, um að fara í formlegar viðræður. Tveir þingmenn kusu gegn tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. „Níu þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og það felur bara í sér að láta á það reyna hvort það sé hægt að ná málefnalega saman um stjórnarsamstarf þessara flokka. Náist slíkur samningur kemur hann svo til skoðunar og afgreiðslu þingflokks og flokksráðs Vinstri grænna sem eru þær stofnanir hreyfingarinnar sem ráða þessu,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort að hún yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka, verði hún mynduð, sagði Katrín það ekkert launungarmál að VG vilji leiða stjórnina. Hins vegar sé alltof snemmt að segja til um hvort að það verði raunin. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá klippu af því þegar þingmenn flokkanna þriggja funduðu í þinghúsinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í morgun en Vinstri græn og Framsókn í hádeginu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. Með því megi reyna að skapa sátt um ákveðna uppbyggingu í samfélaginu sem Vinstri græn leggja áherslu á ef farið yrði í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en eins og greint var frá fyrr í dag samþykkti meirihluti þingflokks VG að fara í formlegar viðræður við þá flokka. Katrín segir að það sé samhljómur hjá flokkunum þremur um að takast á við þau stóru verkefni sem hún telji að hafi ekki aðeins verið aðalmálið í kosningunum nú heldur einnig fyrir ári síðan. Stóru línurnar séu innviðauppbygging og stöðugleiki á vinnumarkaði. Of snemmt að segja til um hvort að hún verði forsætisráðherra „Við töluðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, þar sem við töluðum um menntakerfið, kjör aldraðra og öryrkja og koma á ákveðnum stöðugleika í samfélaginu. Nú erum við búin að kjósa tvö ár í röð og ég tel að þær aðstæður sem uppi eru í stjórnmálum kalli hugsanlega á það að við hugsum út fyrir rammann og jafnvel skoðum samstarf við flokka sem sögulega séð eru auðvitað algjörlega á öndverðum meiði við okkur í Vinstri grænum til að reyna að skapa sátt um þessa samfélagsuppbyggingu og að við setjum þá hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum,“ sagði Katrín eftir þingflokksfundinn í dag þar sem samþykkt var að fara í formlegar viðræður. Vinstri græn hafa ellefu þingmenn á Alþingi en níu þingmenn flokksins samþykktu tillögu Katrínar og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns, um að fara í formlegar viðræður. Tveir þingmenn kusu gegn tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. „Níu þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og það felur bara í sér að láta á það reyna hvort það sé hægt að ná málefnalega saman um stjórnarsamstarf þessara flokka. Náist slíkur samningur kemur hann svo til skoðunar og afgreiðslu þingflokks og flokksráðs Vinstri grænna sem eru þær stofnanir hreyfingarinnar sem ráða þessu,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort að hún yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka, verði hún mynduð, sagði Katrín það ekkert launungarmál að VG vilji leiða stjórnina. Hins vegar sé alltof snemmt að segja til um hvort að það verði raunin. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá klippu af því þegar þingmenn flokkanna þriggja funduðu í þinghúsinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í morgun en Vinstri græn og Framsókn í hádeginu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15