Þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknar funda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 13:23 Frá þingflokksfundi Vinstri grænna sem hófst upp úr klukkan 13 í dag. vísir/anton brink Þingflokksfundir Vinstri grænna og Framsóknarflokksins eru hafnir í Alþingishúsinu. Sjálfstæðismenn funduðu í Valhöll í morgun. Á fundunum verður farið yfir stöðuna í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna sem staðið hafa yfir síðustu daga en búist er við því að Vinstri græn muni taka formlega afstöðu til þess hvort að fara eigi í formlegar viðræður við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokks um hvort fara eigi í slíkar viðræður eður ei en þingflokkurinn fundaði í fjóra tíma um málið í gær. Ákveðið var að fresta fundinum til morguns en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að fundurinn hefði verið þungur. „Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ sagði Katrín og bætti við að mikil umræða hefði skapast á fundinum. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns.“Frá fundi Framsóknar sem einnig hófst í þinghúsinu upp úr klukkan 13.vísir/anton brinkÞingflokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru með samtals 35 þingmenn. Vika er síðan Framsókn sleit stjórnarmyndunarviðræðum við VG, Samfylkinguna og Pírata og Katrín skilaði síðar þann sama dag umboði til stjórnarmyndunar til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Síðan þá hefur enginn verið með formlegt stjórnarmyndunarumboð en óformlegar þreifingar um myndun ríkisstjórnar hafa staðið yfir á milli flokkanna þriggja. Funduðu formennirnir meðal annars um helgina á leynistað úti á landi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann væri bjartsýnn á að flokkarnir gætu náð saman og myndað sterka ríkisstjórn. Þannig hefði þeim tekist í samtölum síðastliðna daga að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um fyrir kosningar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Þingflokksfundir Vinstri grænna og Framsóknarflokksins eru hafnir í Alþingishúsinu. Sjálfstæðismenn funduðu í Valhöll í morgun. Á fundunum verður farið yfir stöðuna í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna sem staðið hafa yfir síðustu daga en búist er við því að Vinstri græn muni taka formlega afstöðu til þess hvort að fara eigi í formlegar viðræður við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokks um hvort fara eigi í slíkar viðræður eður ei en þingflokkurinn fundaði í fjóra tíma um málið í gær. Ákveðið var að fresta fundinum til morguns en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að fundurinn hefði verið þungur. „Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ sagði Katrín og bætti við að mikil umræða hefði skapast á fundinum. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns.“Frá fundi Framsóknar sem einnig hófst í þinghúsinu upp úr klukkan 13.vísir/anton brinkÞingflokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru með samtals 35 þingmenn. Vika er síðan Framsókn sleit stjórnarmyndunarviðræðum við VG, Samfylkinguna og Pírata og Katrín skilaði síðar þann sama dag umboði til stjórnarmyndunar til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Síðan þá hefur enginn verið með formlegt stjórnarmyndunarumboð en óformlegar þreifingar um myndun ríkisstjórnar hafa staðið yfir á milli flokkanna þriggja. Funduðu formennirnir meðal annars um helgina á leynistað úti á landi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann væri bjartsýnn á að flokkarnir gætu náð saman og myndað sterka ríkisstjórn. Þannig hefði þeim tekist í samtölum síðastliðna daga að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um fyrir kosningar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21
Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15