Segja Putin spila með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2017 23:30 James Clapper og John Brennan. Vísir/GETTY Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna segja Vladimir Putin, forseta Rússlands, vera að spila með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), og James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, gagnrýna forsetann harðlega fyrir að gera lítið úr þeirri ógn sem þeir segja að stafi af afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir segja enn fremur að Trump sé að leyfa Putin að komast upp með afskipti sín og gagnrýna forsetann harðlega. Trump og Putin ræddust við í gær og eftir samtal þeirra sagði Trump blaðamönnum að Putin hefði sagt að ásakanir um afskipti af kosningum ættu ekki rétt á sér. „Þetta er annað hvort barnsleg hegðun eða fáfræði sem Trump er að sýna gagnavart Putin,“ sagði Brennan í viðtali á CNN í dag. Hann og Clapper voru báðir í viðtalinu.Trump gaf í skyn í dag að hann stæði með leyniþjónustum Bandaríkjanna og þá sérstaklega núverandi yfirmönnum stofnananna, sem hann skipaði í embætti. Niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó ekki breyst frá því að skipt var um yfirmenn þar. Forsetinn dró einnig úr gildi niðurstaðna stofnananna um afskipti Rússa af kosningunum. Washington Post bendir á að Trump virðist hafa reynt að breyta orðum sínum í dag. Mike Pompeo, núverandi yfirmaður CIA, sagði í gær að hann stæði við niðurstöður stofnunarinnar.Sjá einnig: Yfirmaður CIA ósammála TrumpBrennan sagði einnig að lærdómurinn sem Putin muni draga frá samskiptum þeirra sé að hægt sé að spila með Trump með því að nýta hégóma og óöryggi forsetans. Það væri áhyggjuefni og sérstaklega með tilliti til öryggis þjóðarinnar. Clapper sagðist sammála þeirri greiningu.Þeir Brennan og Clapper sögðust hvorugur skilja af hverju Trump vildi ekki segja Putin að Bandaríkin viti hvað Rússar hafi gert. „Ég skil ekki tvísýnina um þetta mál,“ sagði Brennan. „Putin er staðráðin í því að grafa undan kerfi okkar, lýðræði og stöðu í heiminum. Að reyna að mála það einhvern veginn öðruvísi er stórundarlegt. Í rauninni ógnar það Bandaríkjunum.“ Clapper sagði sömuleiðis að það væri ljóst að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum og það væri „furðulegt að Trump vildi ekki sætta sig við það og þrýsta á Putin“. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna segja Vladimir Putin, forseta Rússlands, vera að spila með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), og James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, gagnrýna forsetann harðlega fyrir að gera lítið úr þeirri ógn sem þeir segja að stafi af afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir segja enn fremur að Trump sé að leyfa Putin að komast upp með afskipti sín og gagnrýna forsetann harðlega. Trump og Putin ræddust við í gær og eftir samtal þeirra sagði Trump blaðamönnum að Putin hefði sagt að ásakanir um afskipti af kosningum ættu ekki rétt á sér. „Þetta er annað hvort barnsleg hegðun eða fáfræði sem Trump er að sýna gagnavart Putin,“ sagði Brennan í viðtali á CNN í dag. Hann og Clapper voru báðir í viðtalinu.Trump gaf í skyn í dag að hann stæði með leyniþjónustum Bandaríkjanna og þá sérstaklega núverandi yfirmönnum stofnananna, sem hann skipaði í embætti. Niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó ekki breyst frá því að skipt var um yfirmenn þar. Forsetinn dró einnig úr gildi niðurstaðna stofnananna um afskipti Rússa af kosningunum. Washington Post bendir á að Trump virðist hafa reynt að breyta orðum sínum í dag. Mike Pompeo, núverandi yfirmaður CIA, sagði í gær að hann stæði við niðurstöður stofnunarinnar.Sjá einnig: Yfirmaður CIA ósammála TrumpBrennan sagði einnig að lærdómurinn sem Putin muni draga frá samskiptum þeirra sé að hægt sé að spila með Trump með því að nýta hégóma og óöryggi forsetans. Það væri áhyggjuefni og sérstaklega með tilliti til öryggis þjóðarinnar. Clapper sagðist sammála þeirri greiningu.Þeir Brennan og Clapper sögðust hvorugur skilja af hverju Trump vildi ekki segja Putin að Bandaríkin viti hvað Rússar hafi gert. „Ég skil ekki tvísýnina um þetta mál,“ sagði Brennan. „Putin er staðráðin í því að grafa undan kerfi okkar, lýðræði og stöðu í heiminum. Að reyna að mála það einhvern veginn öðruvísi er stórundarlegt. Í rauninni ógnar það Bandaríkjunum.“ Clapper sagði sömuleiðis að það væri ljóst að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum og það væri „furðulegt að Trump vildi ekki sætta sig við það og þrýsta á Putin“.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27
Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15
Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17