Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 18:59 Mótmælin byrjuðu í Barcelona en dreifðust svo um héraðið. Vísir/AFP Hundruð þúsunda manna ganga nú um götur Katalóníu og krefjast þess að leiðtogum héraðsins verði sleppt úr fangelsi. Fjöldi háttsettra embættismanna í Katalóníu hafa verið fangelsaðir vegna tilrauna þeirra til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Mótmælin byrjuðu í Barcelona en dreifðust svo um héraðið. Mótmælendurnir veifa fánum Katalóníu og kalla orðið frelsi ítrekað. Einnig hafa mótmælendur sést með borða sem á stendur „SOS Lýðræði“. AFP fréttaveitan segir lögregluna áætla að um 750 þúsund manns taki þátt í mótmælunum í Barcelona.Samkvæmt frétt Reuters hafa deilur komið upp á milli sjálfstæðisfylkinga í Katalóníu og einnig á milli leiðtoga fylkinganna og grasrótar þeirra. Carme Forcadell, forseta héraðsþings Katalóníu, var sleppt úr fangelsi fyrir helgi. Henni var sleppt eftir að hann samþykkti að afneita sjálfstæðishreyfingunni og mun hún því ekki geta barist fyrir sjálfstæði í kosningunum sem halda á í Katalóníu í desember. Flokki Carles Puigdemont, sem er nú í Belgíu, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegan framboðslista með annarri sjálfstæðisfylkingu og varaforseti Katalóníu, Oriol Junqueras, mun leiða flokk sinn, Esquerra Republicana, úr fangelsi. Alls sitja átta meðlimir í ríkisstjórn Katalóníu, sem yfirvöld Spánar hafa fellt niður, í fangelsi. Sex hefur verið sleppt gegn tryggingu og Puigdemont og fjórir aðrir eru í Belgíu að berjast gegn því að vera framseldir til Spánar. Þeir segjast ekki vilja fara þangað þar sem muni ekki fá sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar sem fólkið á yfir höfði sér varða, meðal annars, uppreisn, landráð og valdníðslu.Mótmælendurnir veifa fánum Katalóníu og kalla orðið frelsi ítrekað. Einnig hafa mótmælendur sést með borða sem á stendur „SOS Lýðræði“.Vísir/AFP Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Ákæra leiðtoga Katalóna fyrir uppreisn Spænskir saksóknarar hafa tilkynnt um ákærur á hendur leiðtogum héraðsstjórnar Katalóníu sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins á föstudag. 30. október 2017 12:31 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Hundruð þúsundir gengu gegn aðskilnaði Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag voru margir sem kölluðu eftir því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, yrði handtekinn. 29. október 2017 22:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Hundruð þúsunda manna ganga nú um götur Katalóníu og krefjast þess að leiðtogum héraðsins verði sleppt úr fangelsi. Fjöldi háttsettra embættismanna í Katalóníu hafa verið fangelsaðir vegna tilrauna þeirra til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Mótmælin byrjuðu í Barcelona en dreifðust svo um héraðið. Mótmælendurnir veifa fánum Katalóníu og kalla orðið frelsi ítrekað. Einnig hafa mótmælendur sést með borða sem á stendur „SOS Lýðræði“. AFP fréttaveitan segir lögregluna áætla að um 750 þúsund manns taki þátt í mótmælunum í Barcelona.Samkvæmt frétt Reuters hafa deilur komið upp á milli sjálfstæðisfylkinga í Katalóníu og einnig á milli leiðtoga fylkinganna og grasrótar þeirra. Carme Forcadell, forseta héraðsþings Katalóníu, var sleppt úr fangelsi fyrir helgi. Henni var sleppt eftir að hann samþykkti að afneita sjálfstæðishreyfingunni og mun hún því ekki geta barist fyrir sjálfstæði í kosningunum sem halda á í Katalóníu í desember. Flokki Carles Puigdemont, sem er nú í Belgíu, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegan framboðslista með annarri sjálfstæðisfylkingu og varaforseti Katalóníu, Oriol Junqueras, mun leiða flokk sinn, Esquerra Republicana, úr fangelsi. Alls sitja átta meðlimir í ríkisstjórn Katalóníu, sem yfirvöld Spánar hafa fellt niður, í fangelsi. Sex hefur verið sleppt gegn tryggingu og Puigdemont og fjórir aðrir eru í Belgíu að berjast gegn því að vera framseldir til Spánar. Þeir segjast ekki vilja fara þangað þar sem muni ekki fá sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar sem fólkið á yfir höfði sér varða, meðal annars, uppreisn, landráð og valdníðslu.Mótmælendurnir veifa fánum Katalóníu og kalla orðið frelsi ítrekað. Einnig hafa mótmælendur sést með borða sem á stendur „SOS Lýðræði“.Vísir/AFP
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Ákæra leiðtoga Katalóna fyrir uppreisn Spænskir saksóknarar hafa tilkynnt um ákærur á hendur leiðtogum héraðsstjórnar Katalóníu sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins á föstudag. 30. október 2017 12:31 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Hundruð þúsundir gengu gegn aðskilnaði Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag voru margir sem kölluðu eftir því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, yrði handtekinn. 29. október 2017 22:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22
Ákæra leiðtoga Katalóna fyrir uppreisn Spænskir saksóknarar hafa tilkynnt um ákærur á hendur leiðtogum héraðsstjórnar Katalóníu sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins á föstudag. 30. október 2017 12:31
Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48
Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00
Hundruð þúsundir gengu gegn aðskilnaði Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag voru margir sem kölluðu eftir því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, yrði handtekinn. 29. október 2017 22:00