Píratar útiloka samstarf við Miðflokk og gagnrýna Sigmund Davíð Þórdís Valsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 16:30 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að ekki sé hægt að kalla Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata bandalag þó flokkarnir þrír hafa lýst yfir vilja til að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki ef ekkert verður úr óformlegum viðræðum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sem nú standa yfir. Logi og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. „Við fundum í gær að við eigum mjög góðan samhljóm í mörgum málum sem snúa að frjálsyndi sem snúa að framtíðinni og fyrirhugaðri uppbyggingu og jafnréttismálum. Við töldum nauðsynlegt fyrir Katrínu og Sigurð að fá raunverulegan valkost, vilja þau vinna til hægri eða vinstri. Svo ráða þau auðvitað hvað þau gera.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að sú mögulega ríkisstjórn sem fundar núna geti ekki unnið að bættum vinnubrögðum í stjórnmálum og að ómöglegt sé að stjórnarskrármálið fari í farsælan farveg. „Við fundum það öll að við höfum áhuga á nýrri tegund af því að stunda stjórnmál og nýjum vinnubrögðum og það er líka gagnvart gagnsærri og opinberri stjórnsýslu og að koma stjórnarskránni á einhvern farsælan hátt í höfn. Það er eitthvað sem ég tel að sé ómögulegt í þeim viðræðum sem eru í gangi núna.“Píratar útiloka samstarf með Miðflokki Sigmundar Þórhildur Sunna útilokar að Píratar fari í samstarf með Miðflokknum þó ekki séu margir möguleikar eftir í stjórnarmyndun ef V, B og D takast ekki að mynda ríkisstjórn eftir sínar óformlegu viðræður. Hún segir Pírata hafa verið að tala fyrir breyttum stjórnmálum, auknu gagnsæi, gegn spillingu og að þau vilji einnig að fólk gangist við gjörðum sínum. Hún segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins hafa stofnað nýjan flokk eftir brotthvarf hans frá Framsókn utan um sinn eigin persónuleika. „Það er Framsókn til hróss, öfugt við Sjálfstæðisflokkinn, að þeir reyndu að taka á Panamaskjölunum, reyndu að taka á því sem þar kom upp úr dúrnum og skiptu um formann. Sigmundur gat ekki liðið það og skapaði sinn eigin flokk en hefur aldrei nokkru sinni gengist við því að það að geyma peningana sína í aflandsfélögum og skattaskjólum er bæði siðferðislega ámælisvert en gengur líka gegn okkar grunnstoðum,“ segir Þórhildur. „Okkur finnst að ef að fólk á að teljast hæft til samstarfs þá á það að geta sýnt fram á að geta viðurkennt mistök, það geti beðist afsökunar og tekið aðra afstöðu en að það hafi sjálft aldrei rangt fyrir sér,“ segir Þórhildur og bætir við að það eigi líka við um Sjálfstæðisflokkinn og vísar þá til Uppreist æru málsins. Logi segir að Samfylkingin telji Miðflokkinn ekki vera fyrsta kost í stjórnarmyndun. „Ég get tekið undir með Þórhildi Sunnu að viðfangsefni okkar verður ekki síður að koma á pólitískum stöðugleika og þú kemur honum ekki á nema í rauninni að gefa þeim hlé sem hafa beinlínis orðið valdir að því að hér hafi fallið ríkisstjórnir tvær á rúmu ári.“Sigmundur og Þórhildur Sunna ósammála varðandi Wintris Sigmundur Davíð, sem var næsti gestur Heimis Más í Víglínunni, svarar því neitandi þegar Heimir Már spyr hann hvort hans persónulegu mál flækist ekki fyrir honum sem stjórnmálamanni. „Það er búið að hreinsa þetta mál út úr myndinni á allan þann hátt sem mögulegt er, nú síðast með niðurstöðu skattayfirvalda eftir eitt og hálft ár þar sem niðurstaðan var sú að við höfum ekki bara greitt allt sem átti að greiða heldur meira til,“ segir Sigmundur. Hann segir að þeir sem hanga í þessum málum séu þeir sem byggja ætla á ímyndarstjórnmálum eða persónustjórnmálum. „Þeir sem að hafa verið að setja þetta fyrir sig eins og þessi Pírati hérna sem virtist fyrst og fremst byggja stefnu síns flokks á því sem hún hefur lesið hjá einhverjum bloggdólgum á netinu, þeir munu aldrei sætta sig við neinar skýringar því þá langar ekkert að vinna með skynsemishyggjuflokki,“ segir Sigmundur og vísar þar í Þórhildi Sunnu pírata. Hægt er að horfa á Víglínuna í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Sigmundur segir mögulega ríkisstjórn vera „hræðslubandalag“ Sigmundur segir að mögulega ríkisstjórn VG, B og D muni skipta með sér ráðherrastólum og halda völdum, þrátt fyrir að hafa tapað. 11. nóvember 2017 14:28 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að ekki sé hægt að kalla Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata bandalag þó flokkarnir þrír hafa lýst yfir vilja til að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki ef ekkert verður úr óformlegum viðræðum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sem nú standa yfir. Logi og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. „Við fundum í gær að við eigum mjög góðan samhljóm í mörgum málum sem snúa að frjálsyndi sem snúa að framtíðinni og fyrirhugaðri uppbyggingu og jafnréttismálum. Við töldum nauðsynlegt fyrir Katrínu og Sigurð að fá raunverulegan valkost, vilja þau vinna til hægri eða vinstri. Svo ráða þau auðvitað hvað þau gera.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að sú mögulega ríkisstjórn sem fundar núna geti ekki unnið að bættum vinnubrögðum í stjórnmálum og að ómöglegt sé að stjórnarskrármálið fari í farsælan farveg. „Við fundum það öll að við höfum áhuga á nýrri tegund af því að stunda stjórnmál og nýjum vinnubrögðum og það er líka gagnvart gagnsærri og opinberri stjórnsýslu og að koma stjórnarskránni á einhvern farsælan hátt í höfn. Það er eitthvað sem ég tel að sé ómögulegt í þeim viðræðum sem eru í gangi núna.“Píratar útiloka samstarf með Miðflokki Sigmundar Þórhildur Sunna útilokar að Píratar fari í samstarf með Miðflokknum þó ekki séu margir möguleikar eftir í stjórnarmyndun ef V, B og D takast ekki að mynda ríkisstjórn eftir sínar óformlegu viðræður. Hún segir Pírata hafa verið að tala fyrir breyttum stjórnmálum, auknu gagnsæi, gegn spillingu og að þau vilji einnig að fólk gangist við gjörðum sínum. Hún segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins hafa stofnað nýjan flokk eftir brotthvarf hans frá Framsókn utan um sinn eigin persónuleika. „Það er Framsókn til hróss, öfugt við Sjálfstæðisflokkinn, að þeir reyndu að taka á Panamaskjölunum, reyndu að taka á því sem þar kom upp úr dúrnum og skiptu um formann. Sigmundur gat ekki liðið það og skapaði sinn eigin flokk en hefur aldrei nokkru sinni gengist við því að það að geyma peningana sína í aflandsfélögum og skattaskjólum er bæði siðferðislega ámælisvert en gengur líka gegn okkar grunnstoðum,“ segir Þórhildur. „Okkur finnst að ef að fólk á að teljast hæft til samstarfs þá á það að geta sýnt fram á að geta viðurkennt mistök, það geti beðist afsökunar og tekið aðra afstöðu en að það hafi sjálft aldrei rangt fyrir sér,“ segir Þórhildur og bætir við að það eigi líka við um Sjálfstæðisflokkinn og vísar þá til Uppreist æru málsins. Logi segir að Samfylkingin telji Miðflokkinn ekki vera fyrsta kost í stjórnarmyndun. „Ég get tekið undir með Þórhildi Sunnu að viðfangsefni okkar verður ekki síður að koma á pólitískum stöðugleika og þú kemur honum ekki á nema í rauninni að gefa þeim hlé sem hafa beinlínis orðið valdir að því að hér hafi fallið ríkisstjórnir tvær á rúmu ári.“Sigmundur og Þórhildur Sunna ósammála varðandi Wintris Sigmundur Davíð, sem var næsti gestur Heimis Más í Víglínunni, svarar því neitandi þegar Heimir Már spyr hann hvort hans persónulegu mál flækist ekki fyrir honum sem stjórnmálamanni. „Það er búið að hreinsa þetta mál út úr myndinni á allan þann hátt sem mögulegt er, nú síðast með niðurstöðu skattayfirvalda eftir eitt og hálft ár þar sem niðurstaðan var sú að við höfum ekki bara greitt allt sem átti að greiða heldur meira til,“ segir Sigmundur. Hann segir að þeir sem hanga í þessum málum séu þeir sem byggja ætla á ímyndarstjórnmálum eða persónustjórnmálum. „Þeir sem að hafa verið að setja þetta fyrir sig eins og þessi Pírati hérna sem virtist fyrst og fremst byggja stefnu síns flokks á því sem hún hefur lesið hjá einhverjum bloggdólgum á netinu, þeir munu aldrei sætta sig við neinar skýringar því þá langar ekkert að vinna með skynsemishyggjuflokki,“ segir Sigmundur og vísar þar í Þórhildi Sunnu pírata. Hægt er að horfa á Víglínuna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Sigmundur segir mögulega ríkisstjórn vera „hræðslubandalag“ Sigmundur segir að mögulega ríkisstjórn VG, B og D muni skipta með sér ráðherrastólum og halda völdum, þrátt fyrir að hafa tapað. 11. nóvember 2017 14:28 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Sigmundur segir mögulega ríkisstjórn vera „hræðslubandalag“ Sigmundur segir að mögulega ríkisstjórn VG, B og D muni skipta með sér ráðherrastólum og halda völdum, þrátt fyrir að hafa tapað. 11. nóvember 2017 14:28
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00