Mannréttindalögfræðingur gagnrýnir dóm í máli Áslaugar harðlega Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 13:23 Ragnar Aðalsteinsson, einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands segir dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar skelfilegan. Vísir/GVA Einn reyndasti mannréttindalögfræðingur Íslands gagnrýnir harðlega dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar, daufblindrar konu sem ekki fær túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu. Áslaug Ýr Hjartardóttir tapaði máli sínu í Hæstarétti í vikunni þar sem hún sóttist eftir því að fá túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblinda greidda af íslenska ríkinu. Í dóminum voru notuð þau rök að ekki væri til nægilegt fjármagn í túlkasjóði. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, segir að ákvæði um félagsleg réttindi í 76. grein hafi verið sett í stjórnarskrá árið 1995 og lifað góðu lífi fram yfir aldarmótin. „Síðan hefur farið að halla undan fæti og það endar með þessum dómi sem er satt að segja skelfilegur vegan þess að Hæstiréttur segir í dóminum, með því að staðfesta héraðsdóminn að fjárveitingarvald Alþingis geti trompað mannréttindi stjórnarskrár.“ Í dóminum var sannarlega sagt að Áslaug nyti verndar ákvæðisins. En þrátt fyrir það væri ekki hægt að framfylgja þeim réttindum. Ragnar segir fordæmisgildi dómsins geta orðið að þetta gildi um öll önnur mannréttindi. „Ef að til að mynda maður yrði ranglega sviptur frelsi í þrjú ár þá gæti hann ekki átt bótarétt á hendur ríkinu sökum þess að það er ekki nein sérstök fjárveiting til þess að greiða bæturnar og svo framvegis,“ segir Ragnar. Ragnar segir að það fyrirfinnist enginn svona dómur í heiminum. Lögmenn á Íslandi hljóti að velta fyrir sér hvort þeir eigi að hætta að berjast fyrir mannréttindum borgara fyrir dómstólum. „Ég held að við munum ekki gera það, ég held að við munum líta svo á að þarna hafi orðið mistök og við munum reyna að loka augunum fyrir þessum dómi og láta eins og hann hafi aldrei gengið.“ Ragnar telur eðlilegt að málið fari fyrir mannréttindadómstól en það þurfi að ganga enn lengra. „Til dæmis það að við setjum okkur nýja stjórnarskrá til þess að tryggja mannréttindi borgaranna betur en gert hefur verið þannig að dómstólar geti ekki komist hjá því að virða mannréttindi með þessum hætti, þ.e.a.s. dómstólar hafa fyrst og fremst vanvirt hin félagslegu réttindi borgaranna en hafa haldið áfram að viðurkenna eignaréttindi,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Tengdar fréttir Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Einn reyndasti mannréttindalögfræðingur Íslands gagnrýnir harðlega dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar, daufblindrar konu sem ekki fær túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu. Áslaug Ýr Hjartardóttir tapaði máli sínu í Hæstarétti í vikunni þar sem hún sóttist eftir því að fá túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblinda greidda af íslenska ríkinu. Í dóminum voru notuð þau rök að ekki væri til nægilegt fjármagn í túlkasjóði. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, segir að ákvæði um félagsleg réttindi í 76. grein hafi verið sett í stjórnarskrá árið 1995 og lifað góðu lífi fram yfir aldarmótin. „Síðan hefur farið að halla undan fæti og það endar með þessum dómi sem er satt að segja skelfilegur vegan þess að Hæstiréttur segir í dóminum, með því að staðfesta héraðsdóminn að fjárveitingarvald Alþingis geti trompað mannréttindi stjórnarskrár.“ Í dóminum var sannarlega sagt að Áslaug nyti verndar ákvæðisins. En þrátt fyrir það væri ekki hægt að framfylgja þeim réttindum. Ragnar segir fordæmisgildi dómsins geta orðið að þetta gildi um öll önnur mannréttindi. „Ef að til að mynda maður yrði ranglega sviptur frelsi í þrjú ár þá gæti hann ekki átt bótarétt á hendur ríkinu sökum þess að það er ekki nein sérstök fjárveiting til þess að greiða bæturnar og svo framvegis,“ segir Ragnar. Ragnar segir að það fyrirfinnist enginn svona dómur í heiminum. Lögmenn á Íslandi hljóti að velta fyrir sér hvort þeir eigi að hætta að berjast fyrir mannréttindum borgara fyrir dómstólum. „Ég held að við munum ekki gera það, ég held að við munum líta svo á að þarna hafi orðið mistök og við munum reyna að loka augunum fyrir þessum dómi og láta eins og hann hafi aldrei gengið.“ Ragnar telur eðlilegt að málið fari fyrir mannréttindadómstól en það þurfi að ganga enn lengra. „Til dæmis það að við setjum okkur nýja stjórnarskrá til þess að tryggja mannréttindi borgaranna betur en gert hefur verið þannig að dómstólar geti ekki komist hjá því að virða mannréttindi með þessum hætti, þ.e.a.s. dómstólar hafa fyrst og fremst vanvirt hin félagslegu réttindi borgaranna en hafa haldið áfram að viðurkenna eignaréttindi,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.
Tengdar fréttir Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00
Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00