Innlent

Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta Íslands

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson forseti á Bessastöðum.
Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson forseti á Bessastöðum. Vísir/vilhelm
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan 10:30.

Viðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa borið árangur og hafa formenn flokkanna kynnt málefnasamninginn fyrir þingmönnum sínum í gær.

Ekki liggur fyrir hvernig flokkarnir skipti með sér ráðuneytum. Þó liggur fyrir að í viðræðunum hefur verið lagt upp með að Katrín yrði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af því þegar Katrín kom á Bessastaði.

Eftir fundinn með Katrínu kom forseti fram og las upp yfirlýsingu og svaraði spurningum fjölmiðla. 

Í kjölfarið kom Katrín fram og ræddi um næstu skref.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×