Mætti leikara með typpið úti í búningsklefanum: „Við höfum sjö mínútur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2017 20:43 Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir hefur sagt frá kynferðisflegri áreitni í leikhúsinu. Vísir/Anton Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. Hún segir að þjóðþekktur leikari hafi káfað á henni í miðri sýningu og birst nakinn í búningsklefa hennar. 548 konur innan sviðlista og kvikmyndagerðar hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Hafa þær gert 62 sögur um slíkt opinberar. Sara Martí sagði sögu sína í Kastljósinu á RÚV í kvöld. Þar greindi hún frá því að þegar hún var nýútskrifuð úr leiklistarskóla hafi hún fengið hlutverk í barnasýningu í stóru leikhhúsi. Þar hafi leikari einn tekið vel á móti henni, sýnt henni leikhúsið og kynnt hana fyrir starfsfólkinu. Svo gerist það að þegar við frumsýnum byrja alls konar skrýtnir hlutir að gerast á miðjum sýningum. Við erum kannski í hópsenu fyrir framan heilan sal af fólki þar sem ég finn fyrir einhverju káfi á rassinum á mér og maður er ekkert í neinni aðstöðu til að gera eitt né neitt í svoleiðis aðstæðum,“ sagði Sara Martí. Nokkrum sýningum síðar hafi leikarinn þó fært sinn enn frekar upp á skaftið en þegar Sara Martí fór inn í búningsklefa sinn til þess að skipta búning beið leikarinn hennar þar inni. „Þar er þessi, að ég hélt vinur minn, inn á búningsherberginu mínu, búinn að klæða sig úr með typpið úti og segir: „Við höfum sjö mínútur““. Sagði Sara Martí að við þetta hafi hún lamast og orðið mjög hrædd, enda hafi sýningin enn verið í gangi. Til þess að losna undan leikaranum hafi hún sagt við leikarinn að einhver gæti hafa séð hann fara inn. Því næst hafi hún gripið búninginn sem hún þurfti á að halda og farið út. Hún sagðist ekki hafa sagt neinum frá þessu, fyrr en nú, af ótta við viðbrögðin, þá hafi hún ekki viljað taka slaginn gegn þessum þekkta og vinsæla leikara. „Ég gat ekki sagt, að mér fannst, neinum frá þessu. Ég var bara nýútskrifuð, búin að vinna þarna í kortér. Hann var vinsælasti maðurinn á svæðinu, með rosalega háan status og ótrúlega vel liðinn. Mér fannst ég ekkert hafa í hann og að ég yrði bara stimpluð sem erfiða, vesenis nýja leikkonan.“ MeToo Kynferðisofbeldi Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. Hún segir að þjóðþekktur leikari hafi káfað á henni í miðri sýningu og birst nakinn í búningsklefa hennar. 548 konur innan sviðlista og kvikmyndagerðar hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Hafa þær gert 62 sögur um slíkt opinberar. Sara Martí sagði sögu sína í Kastljósinu á RÚV í kvöld. Þar greindi hún frá því að þegar hún var nýútskrifuð úr leiklistarskóla hafi hún fengið hlutverk í barnasýningu í stóru leikhhúsi. Þar hafi leikari einn tekið vel á móti henni, sýnt henni leikhúsið og kynnt hana fyrir starfsfólkinu. Svo gerist það að þegar við frumsýnum byrja alls konar skrýtnir hlutir að gerast á miðjum sýningum. Við erum kannski í hópsenu fyrir framan heilan sal af fólki þar sem ég finn fyrir einhverju káfi á rassinum á mér og maður er ekkert í neinni aðstöðu til að gera eitt né neitt í svoleiðis aðstæðum,“ sagði Sara Martí. Nokkrum sýningum síðar hafi leikarinn þó fært sinn enn frekar upp á skaftið en þegar Sara Martí fór inn í búningsklefa sinn til þess að skipta búning beið leikarinn hennar þar inni. „Þar er þessi, að ég hélt vinur minn, inn á búningsherberginu mínu, búinn að klæða sig úr með typpið úti og segir: „Við höfum sjö mínútur““. Sagði Sara Martí að við þetta hafi hún lamast og orðið mjög hrædd, enda hafi sýningin enn verið í gangi. Til þess að losna undan leikaranum hafi hún sagt við leikarinn að einhver gæti hafa séð hann fara inn. Því næst hafi hún gripið búninginn sem hún þurfti á að halda og farið út. Hún sagðist ekki hafa sagt neinum frá þessu, fyrr en nú, af ótta við viðbrögðin, þá hafi hún ekki viljað taka slaginn gegn þessum þekkta og vinsæla leikara. „Ég gat ekki sagt, að mér fannst, neinum frá þessu. Ég var bara nýútskrifuð, búin að vinna þarna í kortér. Hann var vinsælasti maðurinn á svæðinu, með rosalega háan status og ótrúlega vel liðinn. Mér fannst ég ekkert hafa í hann og að ég yrði bara stimpluð sem erfiða, vesenis nýja leikkonan.“
MeToo Kynferðisofbeldi Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00