Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2017 16:36 Gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að nýtt fjárlagafrumvarp verði smíðað frá grunni. Það hafi verið ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna á fundi formanna allra flokka á fjórða tímanum. Formenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafi sett fram tvo valkosti á fundinum. „Setja fram nýjan ráðherrakafla og breytingartillögur við gamla frumvarpið svo það væri hægt að kalla þingið saman fyrr ef stjórnarandstaðan hefði áhuga á því að gefa sér meiri tíma í fjárlagavinnuna og önnur mál,“ segir Katrín um fyrri kostinn. „Eða leggja fram fullbúið nýtt frumvarp, sem tekur þá lengri tíma, svo að þingið er ekki að koma saman fyrr en fer að nálgast miðjan mánuð, sem er ansi stuttur tími.“Frá fundi formannanna í hádeginu í dag.vísir/ernirLeyst illa á fyrri kostinn Eins og Logi Einarssonar, formaður Samfylkingar, sagði við Vísi eftir fundinn leyst andstöðunni illa á að leggja fram gamla frumvarpið með breytingum. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. „Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig,“ segir Katrín. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að það verði stuttur tími til stefnu, ekki síst líka hvað varðar önnur mál eins og málefni fatlaðra, NPA og fleira. Fólk verður bara að vinna vel þessa daga sem við eigum.“Fundarhöld formanna fóru fram um helgina en formlegar viðræður flokkanna þriggja hafa staðið í tvær vikur.vísir/ernirHefði náðst aukavika í þingstörf Katrín sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún vonaðist til þess að þing gæti komið saman í lok næstu viku. Svo virðist ekki ætla að verða raunin eftir niðurstöðuna af formannafundinum. Formleg vinna við fjárlagafrumvarp geti ekki hafist fyrr en komin sé ný ríkisstjórn. „En við erum auðvitað búin að vera að vinna okkar sýn og tillögur inn í þann grunn sem við höfum. Það tekur síðan tíma eftir að ný ríkisstjórn tekur við að útbúa nýtt frumvarp frá grunni.“ Hefði fyrri kosturinn orðið fyrir valinu telur Katrín að náðst hefði aukavika í þingstörf. Stjórnarandstaðan hafi viljað minni tíma og fullbúið frumvarp. Það sé niðurstaðan. Varðandi ráðherraskipan segir Katrín að umræða um þau skipti hafi hafist í morgun og verði framhaldið í dag og í kvöld. Fram hefur komið í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, að lagt sé upp með það í viðræðunum að Katrín verði forsætisráðherra. Þá hefur Katrín sagst ekki telja nauðsynlegt að fjölga ráðherraembættum.Framundan er fundur á Bessastöðum í fyrramálið klukkan 10:30 með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Kosningar 2017 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að nýtt fjárlagafrumvarp verði smíðað frá grunni. Það hafi verið ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna á fundi formanna allra flokka á fjórða tímanum. Formenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafi sett fram tvo valkosti á fundinum. „Setja fram nýjan ráðherrakafla og breytingartillögur við gamla frumvarpið svo það væri hægt að kalla þingið saman fyrr ef stjórnarandstaðan hefði áhuga á því að gefa sér meiri tíma í fjárlagavinnuna og önnur mál,“ segir Katrín um fyrri kostinn. „Eða leggja fram fullbúið nýtt frumvarp, sem tekur þá lengri tíma, svo að þingið er ekki að koma saman fyrr en fer að nálgast miðjan mánuð, sem er ansi stuttur tími.“Frá fundi formannanna í hádeginu í dag.vísir/ernirLeyst illa á fyrri kostinn Eins og Logi Einarssonar, formaður Samfylkingar, sagði við Vísi eftir fundinn leyst andstöðunni illa á að leggja fram gamla frumvarpið með breytingum. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. „Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig,“ segir Katrín. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að það verði stuttur tími til stefnu, ekki síst líka hvað varðar önnur mál eins og málefni fatlaðra, NPA og fleira. Fólk verður bara að vinna vel þessa daga sem við eigum.“Fundarhöld formanna fóru fram um helgina en formlegar viðræður flokkanna þriggja hafa staðið í tvær vikur.vísir/ernirHefði náðst aukavika í þingstörf Katrín sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún vonaðist til þess að þing gæti komið saman í lok næstu viku. Svo virðist ekki ætla að verða raunin eftir niðurstöðuna af formannafundinum. Formleg vinna við fjárlagafrumvarp geti ekki hafist fyrr en komin sé ný ríkisstjórn. „En við erum auðvitað búin að vera að vinna okkar sýn og tillögur inn í þann grunn sem við höfum. Það tekur síðan tíma eftir að ný ríkisstjórn tekur við að útbúa nýtt frumvarp frá grunni.“ Hefði fyrri kosturinn orðið fyrir valinu telur Katrín að náðst hefði aukavika í þingstörf. Stjórnarandstaðan hafi viljað minni tíma og fullbúið frumvarp. Það sé niðurstaðan. Varðandi ráðherraskipan segir Katrín að umræða um þau skipti hafi hafist í morgun og verði framhaldið í dag og í kvöld. Fram hefur komið í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, að lagt sé upp með það í viðræðunum að Katrín verði forsætisráðherra. Þá hefur Katrín sagst ekki telja nauðsynlegt að fjölga ráðherraembættum.Framundan er fundur á Bessastöðum í fyrramálið klukkan 10:30 með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
Kosningar 2017 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira