Hækkandi sjávarmál leysir kjarnorkuúrgang úr læðingi Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2017 15:30 Hvelfingin lítur helst út eins og fljúgandi diskur. Myndin var tekin árið 1980 þegar smíði hvelfingarinnar var nýlokið. Vísir/AFP Sjór er byrjaður að flæða inn í hvelfingu með miklu magni geislavirks úrgangs frá Bandaríkjaher á afskekktu rifi í miðju Kyrrahafi. Ástæðan er hækkandi yfirborð sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar og er geislavirku efnin byrjuð að berast út úr hvelfingunni. Alls er talið að um 85.000 rúmmetrar af geislavirkum úrgangi sé geymdur í risavaxinni steinsteypuhvelfingu á Runit-eyju á Enewetak-rifi vestur af Marshall-eyjum, miðja vegu á milli Havaí og Ástralíu. Bandaríkjaher kom úrganginum fyrir í sprengjugíg eftir tugi tilrauna með kjarnorkuvopn á 8. áratug síðustu aldar, að því er kemur fram í umfjöllun áströlsku ABC-fréttastöðvarinnar. Verkfræðingar hersins innsigluðu gíginn með hálfs metra þykkri steypu áður en herinn hafði sig á brott. Nú fer yfirborð sjávar hins vegar hækkandi eftir því sem jörðin hlýnar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Bandaríska orkumálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að geislavirku efnin væru byrjuð að berast út úr hvelfingunni vegna ágangs sjávar.85,000 cubic meters of radioactive waste are buried under a dome on a Marshall Island atoll. Sea level rise is starting to undermine it https://t.co/SwaEKI3qDi pic.twitter.com/vJzXg4F3Mf— Brian L Kahn (@blkahn) November 27, 2017 Eins og verðandi grafreiturÍ frétt ABC kemur fram að Bandaríkjaher sprengdi alls 43 kjarnorkusprengjur í kringum eyjaklasanna á 5. og 6. áratugnum. Sumar sprenginganna gereyddu heilu eyjunum. Áður höfðu íbúar Enewetak-rifsins verið fluttir til annarrar eyju Marshall-eyjanna. Íbúarnir fengu ekki að snúa aftur heim til sín fyrir en þremur áratugum seinna. Þrátt fyrir að þakið yfir gígnum sé steinsteypt gerðu Bandaríkjamenn enga tilraun til að húða botn gígsins. Úrgangurinn hvílir nú aðeins á jarðveginum sem hækkandi hafið gengur æ meira á. Sprungur er sagðar komnar í hvelfinguna og skolar sjó yfir hana í stormum. Bandarísk stjórnvöld telja að jafnvel þó að geislavirku efnin sleppi út þá hafi það ekki mikla breytingu í för með sér fyrir mengunina á svæðinu. Íbúarnir óttast hins vegar að úti verði um byggðina ef til þess kemur að hvelfingin bresti endanlega. „Þetta er eins og grafreitur fyrir okkur sem bíður þess að verða,‟ segir Christina Aningi, yfirkennari við eina skólanna á Enewetak-rifinu. Loftslagsmál Marshall-eyjar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Sjór er byrjaður að flæða inn í hvelfingu með miklu magni geislavirks úrgangs frá Bandaríkjaher á afskekktu rifi í miðju Kyrrahafi. Ástæðan er hækkandi yfirborð sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar og er geislavirku efnin byrjuð að berast út úr hvelfingunni. Alls er talið að um 85.000 rúmmetrar af geislavirkum úrgangi sé geymdur í risavaxinni steinsteypuhvelfingu á Runit-eyju á Enewetak-rifi vestur af Marshall-eyjum, miðja vegu á milli Havaí og Ástralíu. Bandaríkjaher kom úrganginum fyrir í sprengjugíg eftir tugi tilrauna með kjarnorkuvopn á 8. áratug síðustu aldar, að því er kemur fram í umfjöllun áströlsku ABC-fréttastöðvarinnar. Verkfræðingar hersins innsigluðu gíginn með hálfs metra þykkri steypu áður en herinn hafði sig á brott. Nú fer yfirborð sjávar hins vegar hækkandi eftir því sem jörðin hlýnar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Bandaríska orkumálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að geislavirku efnin væru byrjuð að berast út úr hvelfingunni vegna ágangs sjávar.85,000 cubic meters of radioactive waste are buried under a dome on a Marshall Island atoll. Sea level rise is starting to undermine it https://t.co/SwaEKI3qDi pic.twitter.com/vJzXg4F3Mf— Brian L Kahn (@blkahn) November 27, 2017 Eins og verðandi grafreiturÍ frétt ABC kemur fram að Bandaríkjaher sprengdi alls 43 kjarnorkusprengjur í kringum eyjaklasanna á 5. og 6. áratugnum. Sumar sprenginganna gereyddu heilu eyjunum. Áður höfðu íbúar Enewetak-rifsins verið fluttir til annarrar eyju Marshall-eyjanna. Íbúarnir fengu ekki að snúa aftur heim til sín fyrir en þremur áratugum seinna. Þrátt fyrir að þakið yfir gígnum sé steinsteypt gerðu Bandaríkjamenn enga tilraun til að húða botn gígsins. Úrgangurinn hvílir nú aðeins á jarðveginum sem hækkandi hafið gengur æ meira á. Sprungur er sagðar komnar í hvelfinguna og skolar sjó yfir hana í stormum. Bandarísk stjórnvöld telja að jafnvel þó að geislavirku efnin sleppi út þá hafi það ekki mikla breytingu í för með sér fyrir mengunina á svæðinu. Íbúarnir óttast hins vegar að úti verði um byggðina ef til þess kemur að hvelfingin bresti endanlega. „Þetta er eins og grafreitur fyrir okkur sem bíður þess að verða,‟ segir Christina Aningi, yfirkennari við eina skólanna á Enewetak-rifinu.
Loftslagsmál Marshall-eyjar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira