Krefst milljóna fyrir fórnarlamb líkamsárásar og vísar til ófrægingarherferðar Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 07:30 Hjalti Úrsus, faðir Árna, hefur meðal annars gert heimildarmynd um mál sonar síns og sakað saksóknara og lögreglu um dómsmorð. Vísir/Eyþór Réttargæslumaður brotaþola í málinu sem Árni Gils Hjaltason hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í kvartaði undan ófrægingarherferð í garð fórnarlambsins við málflutning í Hæstarétti í gær. Styðuar hann fimm milljón króna bótakröfu meðal annars með gegndarlausri myndbirtingu. Árni Gils áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar en málið var tekið fyrir þar í gærmorgun. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í fjögurra ára fangelsi fyrir að stinga mann í höfuðuð með hníf í átökum þeirra fyrir utan sjoppu í Breiðholti í mars. Hjalti Úrsus Árnason, alfraunamaður og faðir Árna Gils, hefur látið mikil til síns taka í tengslum við mál sonar síns. Þannig hefur hann gert heimildarmynd um málið sem hann hefur birt á Facebook-síðu sinni. Segir hann dómsmorð hafa verið framið á syni sínum. Verjandi Árna Gils gerði að því skóna í morgun að sök hefði verið komi á skjólstæðing sinn í málinu og dró trúverðugleika mannsins sem hlaut áverkana í átökunum í mjög í efa.Birtu myndir af honum á sjúkrahúsi Stefán Karl Kristjánsson, réttargæslumaður brotaþola í málinu, krafðist í gærmorgun fimm milljón króna í miskabætur fyrir hönd skjólstæðings síns. Tiltók hann sérstaklega framferði Hjalta Úrsusar. Hann hefði farið mikinn í fjölmiðlum, útbúið heimildarmyndina og dreift myndum af brotaþola, þar á meðal þar sem hann var á sjúkrahúsi. Brotaþola hafi jafnframt verið lýst sem forföllnum fíkniefnaneytanda og framburður hans dreginn í efa. Það sem Stefán Karl kallaði gegndarlausar myndbirtingar og ófrægingarherferð í garð brotaþola styddi bótakröfuna vegna líkamsárásarinnar. „Ef þetta er látið óátalið má hugsa sér að brotaþolir hræðist það að standa í þessu ferli,‟ sagði lögmaðurinn.Stefán Karl Kristjánsson er réttargæslumaður brotaþola í málinu.Vísir/VilhelmÞó að það væri faðirinn sem stæði í ófrægingarherferðinni þá hefði Árni Gils afhent gögn vitandi til hvers átti að nota þau. Lýsti Stefán Karl því ennfremur að skjólstæðingur sinn hefði átt undir högg að sækja í lífinu. Hann hefði meðal annars flúið borgina út í sveit til að losa sig undan þrýstingi vegna þessa máls. Það hefði valdið honum andlegum erfiðleikum.Sagði að brotaþolinn yrði frægurBrotaþolanum voru dæmdar fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur í héraði. Þegar málflutningi í Hæstarétti lauk í gær nálgaðist Hjalti Úrsus borðið þar sem Stefán Karl sat ásamt saksóknara og réttargæslumanni fórnarlambs í öðru líkamsárásmáli sem Árni Gils var sakfelldur í. Sagði Hjalti Úrsus að skjólstæðingur Stefáns Karls yrði frægur þegar myndir yrðu birtar af honum á næstu dögum. „Getur hann fengið stefgjöld?‟ spurði réttargæslumaðurinn í gamansömum tón á móti.Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Árna Gils Tengdar fréttir Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Réttargæslumaður brotaþola í málinu sem Árni Gils Hjaltason hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í kvartaði undan ófrægingarherferð í garð fórnarlambsins við málflutning í Hæstarétti í gær. Styðuar hann fimm milljón króna bótakröfu meðal annars með gegndarlausri myndbirtingu. Árni Gils áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar en málið var tekið fyrir þar í gærmorgun. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í fjögurra ára fangelsi fyrir að stinga mann í höfuðuð með hníf í átökum þeirra fyrir utan sjoppu í Breiðholti í mars. Hjalti Úrsus Árnason, alfraunamaður og faðir Árna Gils, hefur látið mikil til síns taka í tengslum við mál sonar síns. Þannig hefur hann gert heimildarmynd um málið sem hann hefur birt á Facebook-síðu sinni. Segir hann dómsmorð hafa verið framið á syni sínum. Verjandi Árna Gils gerði að því skóna í morgun að sök hefði verið komi á skjólstæðing sinn í málinu og dró trúverðugleika mannsins sem hlaut áverkana í átökunum í mjög í efa.Birtu myndir af honum á sjúkrahúsi Stefán Karl Kristjánsson, réttargæslumaður brotaþola í málinu, krafðist í gærmorgun fimm milljón króna í miskabætur fyrir hönd skjólstæðings síns. Tiltók hann sérstaklega framferði Hjalta Úrsusar. Hann hefði farið mikinn í fjölmiðlum, útbúið heimildarmyndina og dreift myndum af brotaþola, þar á meðal þar sem hann var á sjúkrahúsi. Brotaþola hafi jafnframt verið lýst sem forföllnum fíkniefnaneytanda og framburður hans dreginn í efa. Það sem Stefán Karl kallaði gegndarlausar myndbirtingar og ófrægingarherferð í garð brotaþola styddi bótakröfuna vegna líkamsárásarinnar. „Ef þetta er látið óátalið má hugsa sér að brotaþolir hræðist það að standa í þessu ferli,‟ sagði lögmaðurinn.Stefán Karl Kristjánsson er réttargæslumaður brotaþola í málinu.Vísir/VilhelmÞó að það væri faðirinn sem stæði í ófrægingarherferðinni þá hefði Árni Gils afhent gögn vitandi til hvers átti að nota þau. Lýsti Stefán Karl því ennfremur að skjólstæðingur sinn hefði átt undir högg að sækja í lífinu. Hann hefði meðal annars flúið borgina út í sveit til að losa sig undan þrýstingi vegna þessa máls. Það hefði valdið honum andlegum erfiðleikum.Sagði að brotaþolinn yrði frægurBrotaþolanum voru dæmdar fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur í héraði. Þegar málflutningi í Hæstarétti lauk í gær nálgaðist Hjalti Úrsus borðið þar sem Stefán Karl sat ásamt saksóknara og réttargæslumanni fórnarlambs í öðru líkamsárásmáli sem Árni Gils var sakfelldur í. Sagði Hjalti Úrsus að skjólstæðingur Stefáns Karls yrði frægur þegar myndir yrðu birtar af honum á næstu dögum. „Getur hann fengið stefgjöld?‟ spurði réttargæslumaðurinn í gamansömum tón á móti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Árna Gils Tengdar fréttir Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30