Mál Árna Gils

Hjalti Úrsus segir bótakröfuna nema tugum milljóna króna
Sonur Hjalta, Árni Gils, lést í sumar aðeins 29 ára gamall. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í fangelsi og sat nærri 300 daga í einagrun, gæsluvarðhaldi og fangavist, þar til honum var sleppt eftir að í ljós komu gríðarlegar brotalamir í málinu.

Árni Gils borinn til grafar
Útför Árna Gils Hjaltasonar verður gerð frá Grafarvogskirkju í Reykjavík klukkan 13 í dag. Hann lést fyrr ímánuðinum, 29 ára að aldri.

Árni Gils er látinn
Árni Gils Hjaltason er látinn, tuttugu og níu ára að aldri, en hann var fæddur 3. október 1992.

Hjalti Úrsus heldur því fram að lögregla ljúgi til um blóðprufu í máli sonar hans
Hjalti Úrsus Árnason segir að vænta megi skaðabótakröfu á hendur íslenska ríkinu af áður óþekktri stærðargráðu í hliðstæðum málum.

„Við erum að undirbúa risaskaðabótamál í Geirfinnsstíl“
„Þetta segir okkur hvað er að gerast í héraðdómi og er auðvitað áfellisdómur á þetta kerfi,“ segir Hjalti Úrsus Árnason. Árni Gils Hjaltason sonur hans var í dag sýknaður í Landsrétti af ákæru um tilraun til manndráps en málið hefur velkst um í dómskerfinu í á fimmta ár.

Árni Gils sýknaður í Landsrétti
Landsréttur sýknaði í dag Árna Gils Hjaltason af ákæru um tilraun til manndráps. Hann hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraði.

Tafir við málsmeðferð milduðu dóminn yfir Árna Gils
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir Árna Gils Hjaltasyni. Árni var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Málið hefur lengi dvalið í dómskerfinu og hefur í tvígang fallið dómur yfir Árna, fyrst árið 2017. Í fyrstu atrennu ómerkti Hæstiréttur hins vegar dóm héraðsdóms og vísaði málinu aftur heim í hérað.

Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi
Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps.

Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils
Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“
Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði.

Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni
Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn.

„Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“
Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu
Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Þjarmaði að réttarmeinafræðingnum við aðalmeðferð í máli Árna Gils
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Undirbúa skaðabótamál en Árni Gils sætir enn ákæru fyrir tilraun til manndráps
Framundan er afplánun hjá Árna vegna dóms í öðru líkamsárásarmáli.

Hjalti fagnar frelsi Árna
Árni Gils Hjaltason laus eftir 277 daga í gæsluvarðhaldi.

Hæstiréttur sendir mál Árna Gils aftur heim í hérað
Árni Gils Hjaltason hlaut fjögurra ára dóm í héraði fyrir tilraun til manndráps.

Krefst milljóna fyrir fórnarlamb líkamsárásar og vísar til ófrægingarherferðar
Réttargæslumaður brotaþola í líkamsárásmáli Árna Gil Hjaltasonar kvartar undan "gegndarlausum myndbirtingum‟ og "ófrægingarherferð‟ Hjalta Úrsusar.

Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun
Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun.

Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf
Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn.

Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu
Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps.