Innlent

Þingflokkunum kynntur sáttmálinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í upphafi fundarins á öðrum tímanum.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í upphafi fundarins á öðrum tímanum. Vísir/Eyþór
Þingflokkar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna funda nú hver fyrir sig þar sem formenn flokkanna kynna innihald stjórnarsáttmála fyrir flokksmönnum sínum. Sáttmálin mun ekki vera fullkomlega tilbúin en á lokametrunum.

Formennirnir þrír, Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, funduðu í morgun og fóru yfir málin. Í framhaldinu ræddu formenn allra flokka framhaldið varðandi hvenær þing komi saman og fjárlög verði rædd.

Katrín Jakobsdóttir sagði í samtali við fréttastofu í morgun að vonir stæðu til að þing gæti komið saman í næstu viku. 

Sigurður Ingi sagði í Bítinu í morgun að stefnt væri á að flokksstofnanir komi saman á miðvikudagskvöld. Flokksstofnanirnar þurfi að samþykkja málefnasamninginn svo af ríkisstjórnarsamstarfinum verði.

Fram kom í Fréttablaðinu í dag að gangi allt eftir sé stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands.

Vinstri Græn á þingflokksfundi sínum á öðrum tímanum.Vísir/Ernir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×