Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2017 11:42 Ljóst er að undir niðri hefur kraumað mikil óánægja með væntanlegt ríkisstjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðisflokks sem braust út í gær með látum á vegg Kolbeins Óttarssonar Proppé. Hafi einhver verið farinn að halda að það ríkti almenn ánægja með stjórnarviðræðurnar milli VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, og ekki úr vegi því undanfarna vikuna hefur verið rólegt um þær, þá hefur sá hinn sami farið villur vegar. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður birti stuttan pistil á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann kvartar undan ómaklegum árásum á Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna.Allt er víst leyfilegt í pólitíkinni og það sýnir forystufólk Viðreisnar og Samfylkingar svo sannarlega þessa dagana.... Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Sunday, November 26, 2017 Viðbrögðin urðu mikil og líklega ekki eins og Kolbeinn hafði vænst. Undirliggjandi óánægjan fann sér farveg á Facebookvegg þingmannsins.Skömmin er ykkar Ljóst er að fjölmargir kjósendur VG telja sig illa svikna. Þór Jóhannesson jógakennari talar fyrir þann hóp og dregur ekki af sér: „Skömmin er öll ykkar megin Kolbeinn. ÞIÐ eruð að svíkja mig sem kjósanda VG. ÞIÐ eruð að skrifa upp à ALLA vitleysuna og um margt að veita flokki - sem sér lítið athugavert við meðferðina à barnanauðgaramàlinu - uppreista æru. Þetta eruð ÞIÐ að gera með atkvæði MITT að baki ykkur. Finnst þèr skrítið að VIÐ sèum fúl út í ykkur? Èg meina common Kolbeinn hættu þessu rugli og taktu stöðu með fólkinu sem kaus þig og hættu að agnúast út í þà sem þora að benda à svik ykkar.“Óheiðarleg vinnubrögð Meðal þeirra sem setja ofan í við Kolbein eru stjórnmálamennirnir Pawel Bartoszek, Mörður Árnason, Helgi Hrafn Gunnarsson, Björn Leví Gunnarsson, Svanur Kristjánsson, Einar Kárason, Viktor Orri Valgarðsson og Guðmundur Andri Thorsson svo einhverjir séu nefndir.Víst er að Píratar furða sig mjög á því að VG sé svo áfram um að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.„Já, það er mjög átakanlegt þegar fólk sem er heilan þingvetur og heila kosningabaráttu að spyrða andstæðinga sína saman við Sjálfstæðisflokkinn til að hræða kjósendur frá því að kjósa þá, fær svo eilítið, eilítið bágt fyrir að ganga til samstarfs við hann. Hugur minn er hjá ykkur,“ segir Pawel Viðreisnaraður og háðstónninn leynir sér hvergi.Sjálfstæðisflokkurinn sjálfstætt vandamál Ádrepa Kolbeins fer þveröfugt ofan í Pírata. Helgi Hrafn bendir til að mynda á á að margir hafi kosið VG vegna þess að þeir „trúi því að Sjálfstæðisflokkurinn hreinlega þurfi að fá frí frá valdi, vegna þess að þráseta hans við völdin í landinu, á þingi sem og í stjórnsýslunni, er orðið að sjálfstæði vandamáli í íslenskri pólitík. Eins og ég sagði, þá sé ég sjálfur enga þörf fyrir einhverjar vangaveltur um hvað einhver hefði mögulega getað verið að pæla einhvern tíma. En þú hlýtur að sjá hvers vegna fólk eigi auðveldara með að trúa þessu núna.“ Og þannig gengur dælan á Facebookvegg Kolbeins. Flestir koma af fjöllum hvað varðar umræddar ómaklegar árásir á Katrínu. Rauður þráður er sá að þó VG hafi talað um að ganga óbundin til kosninga hafi þurft talsvert ímyndunarafl til að telja að VG vildi helst í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, ekkert í tali forystufólks hafi bent til þess heldur þvert á móti, og er bent á pistil eftir Kolbein sjálfan því til staðfestingar. Kjósendur hafa þá, með öðrum orðum, verið blekktir.Vonbrigðin sár og áþreifanleg Fríða Bragadóttir segir: „Ég þekki KJ ekki persónulega, en þykist vita að hún sé heiðarleg manneskja. EN, ég er mjög langt frá því að vera eina manneskjan sem kaus VG eingöngu og aðallega til þess að koma xD frá völdum, og vonbrigðin eru sár og áþreifanleg. Þetta var í fyrsta og einnig síðasta sinn sem ég kýs VG.“Meðal þeirra sem vanda um við Kolbein eru Svanur Kristjánsson.Málsvörn VG hefur verið sú að ekki hafi gengið að reyna stjórnarmyndun til vinstri, en flestir sem tjá sig á Facebookvegg Kolbeins eru þeirrar skoðunar að í þeim skammvinnu viðræðum hafi ekki hugur fylgt máli. Bent er á frægar samræður sem Steingrímur J. Sigfússon átti við ungan Sjálfstæðismann í flugvél þar sem hann talaði fjálglega um hversu ákjósanlegt samstarf VG og Sjálfstæðisflokks gæti orðið.VG líkt við sértrúarsöfnuð Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði segir: „Ég varð sjálfur fyrir ítrekuðum og rætnum árásum ýmissa úr Vg fyrir að segja fyrir kosningarnar að talsverðar líkur væru á að Vg færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Ég vissi vel að slík stjórn var gott sem er frágengin í fyrra - nema Samfylkingin neitaði. Þannig að þessi heilagsleiki fer ykkur í forystu Vg mjög illa að mínu mati. Eigum við ekki einnig að rifja upp samtal Steingríms J, við unga Sjálfstæðismanninn fyrir kosningar þegar Steingrímur boðaði þessa stjórn ? P.s. Ekki reyna að snúa allri umræðunni uppí: Ertu með eða móti Katrínu Jakobsdóttur ? Slíkt dugir eflaust mjög vel innan Vg og tryggir samþykki Vg fyrir væntanlegum stjórnarsáttmála. Í almennri umræðu virkar slík persónudýrkun bara sem dæmi um rökþrot og orðræðu stjórnmálaflokks á leið til sértrúarsafnaðar.“Eygló Harðardóttir reynir að miðla málum á hinum logandi Facebookvegg Kolbeins.Þannig að fyrir liggur að ef flokksráð VG, sem mun fjalla um væntanlegan stjórnarsáttmála á miðvikudag, hefur verið farið að binda vonir við að geta verið í friði og spekt með það plagg til undirritunar, þá er það mikill misskilningur.Meira sem sameinar en sundrar Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, sagði í samtali við Vísi fyrir helgi að mjög hafi hægt á úrsögnum úr flokknum. 114 hafa sagt sig úr VG eftir að fyrir lá að fara ætti í stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn, en 44 hafa gengið í flokkinn. Væntanlegur málefnasamningurinn verður kynntur flokksráði en þar sitja um hundrað manns víða að af landinu, en fundurinn verður haldinn í Reykjavík. Eygló Harðardóttir Framsóknarkona og fyrrum ráðherra reynir að rifa seglin og miðla málum á vegg Kolbeins. Segir það alveg rétt að stór „hluti kjósenda vill ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Það er rétt. Hins vegar vill stór hluti kjósenda sjálfstæðisstefnuna í ríkisstjórn en samtals fengu Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn 42,8% atkvæða. Það er mín von að ríkisstjórn undir forystu Katrínar leggi sig fram um að mæta ólíkum sjónarmiðum, miðla málum og finna hvar samstaðan liggur. Það er nefnilega svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar í þessu litla samfélagi okkar.“Kolbeinn var svo sjálfur í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon nú í morgun þar sem þessi hiti var ræddur. Þar segir Kolbeinn að eftir Framsóknarflokkurinn sleit viðræðum stjórnarandstöðuflokkanna svonefndu hafi tónninn breyst og Katrín vænd um að hafa verið í viðræðunum af óheilindum. Hann nefnir Oddnýju Harðardóttur fyrrverandi formann Samfylkingar í því samhengi og svo Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Kolbeinn á mjög erfitt með að sætta sig við þetta, segir að það sé „barnalega augljóst“ að fólk sé að segja hana ljúga. Og fólk eigi þá bara að vera menn til að segja það. Þá hafnar hann því alfarið að eitthvað hafi legið fyrir um það, fyrir kosningar, að farið yrði í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn, fyrsta val var alltaf það að vilja ræða um félagshyggjustjórn. Hann ítrekar að Framsóknarflokkurinn hafi slitið þeim viðræðum. Og það sé vert fyrir þá sem haldi því fram að þetta sé „eitthvað VG-samsæri og lygar“. Varðandi það breiðari ríkisstjórn, þá að fá Flokk fólksins og Viðreisn inní þær viðræður að hann sjálfur vilji taka vara við ýmsum elementum í Flokki fólksins, svo sem Norsku leiðinni svokölluðu í málefnum hælisleitenda. Hann segist gera sér grein fyrir óánægju en bendir á að það séu einnig margir innan VG sem eru sáttir við þessar viðræður. En það er himinn og haf milli þess að vera ósátt við að viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og hitt að bera það upp að VG hafi verið að blekkja og ljúga. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Viðreisn og Samfylkinguna keppast um að bera upp á Katrínu óheilindi, blekkingar og lygar Kolbeinn Óttarsson Proppé segir að forystufólk Viðreisnar og Samfylkingarinnar standi fyrir ósvífnum árásum í garð Katrínar Jakobsdóttur. 26. nóvember 2017 17:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Hafi einhver verið farinn að halda að það ríkti almenn ánægja með stjórnarviðræðurnar milli VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, og ekki úr vegi því undanfarna vikuna hefur verið rólegt um þær, þá hefur sá hinn sami farið villur vegar. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður birti stuttan pistil á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann kvartar undan ómaklegum árásum á Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna.Allt er víst leyfilegt í pólitíkinni og það sýnir forystufólk Viðreisnar og Samfylkingar svo sannarlega þessa dagana.... Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Sunday, November 26, 2017 Viðbrögðin urðu mikil og líklega ekki eins og Kolbeinn hafði vænst. Undirliggjandi óánægjan fann sér farveg á Facebookvegg þingmannsins.Skömmin er ykkar Ljóst er að fjölmargir kjósendur VG telja sig illa svikna. Þór Jóhannesson jógakennari talar fyrir þann hóp og dregur ekki af sér: „Skömmin er öll ykkar megin Kolbeinn. ÞIÐ eruð að svíkja mig sem kjósanda VG. ÞIÐ eruð að skrifa upp à ALLA vitleysuna og um margt að veita flokki - sem sér lítið athugavert við meðferðina à barnanauðgaramàlinu - uppreista æru. Þetta eruð ÞIÐ að gera með atkvæði MITT að baki ykkur. Finnst þèr skrítið að VIÐ sèum fúl út í ykkur? Èg meina common Kolbeinn hættu þessu rugli og taktu stöðu með fólkinu sem kaus þig og hættu að agnúast út í þà sem þora að benda à svik ykkar.“Óheiðarleg vinnubrögð Meðal þeirra sem setja ofan í við Kolbein eru stjórnmálamennirnir Pawel Bartoszek, Mörður Árnason, Helgi Hrafn Gunnarsson, Björn Leví Gunnarsson, Svanur Kristjánsson, Einar Kárason, Viktor Orri Valgarðsson og Guðmundur Andri Thorsson svo einhverjir séu nefndir.Víst er að Píratar furða sig mjög á því að VG sé svo áfram um að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.„Já, það er mjög átakanlegt þegar fólk sem er heilan þingvetur og heila kosningabaráttu að spyrða andstæðinga sína saman við Sjálfstæðisflokkinn til að hræða kjósendur frá því að kjósa þá, fær svo eilítið, eilítið bágt fyrir að ganga til samstarfs við hann. Hugur minn er hjá ykkur,“ segir Pawel Viðreisnaraður og háðstónninn leynir sér hvergi.Sjálfstæðisflokkurinn sjálfstætt vandamál Ádrepa Kolbeins fer þveröfugt ofan í Pírata. Helgi Hrafn bendir til að mynda á á að margir hafi kosið VG vegna þess að þeir „trúi því að Sjálfstæðisflokkurinn hreinlega þurfi að fá frí frá valdi, vegna þess að þráseta hans við völdin í landinu, á þingi sem og í stjórnsýslunni, er orðið að sjálfstæði vandamáli í íslenskri pólitík. Eins og ég sagði, þá sé ég sjálfur enga þörf fyrir einhverjar vangaveltur um hvað einhver hefði mögulega getað verið að pæla einhvern tíma. En þú hlýtur að sjá hvers vegna fólk eigi auðveldara með að trúa þessu núna.“ Og þannig gengur dælan á Facebookvegg Kolbeins. Flestir koma af fjöllum hvað varðar umræddar ómaklegar árásir á Katrínu. Rauður þráður er sá að þó VG hafi talað um að ganga óbundin til kosninga hafi þurft talsvert ímyndunarafl til að telja að VG vildi helst í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, ekkert í tali forystufólks hafi bent til þess heldur þvert á móti, og er bent á pistil eftir Kolbein sjálfan því til staðfestingar. Kjósendur hafa þá, með öðrum orðum, verið blekktir.Vonbrigðin sár og áþreifanleg Fríða Bragadóttir segir: „Ég þekki KJ ekki persónulega, en þykist vita að hún sé heiðarleg manneskja. EN, ég er mjög langt frá því að vera eina manneskjan sem kaus VG eingöngu og aðallega til þess að koma xD frá völdum, og vonbrigðin eru sár og áþreifanleg. Þetta var í fyrsta og einnig síðasta sinn sem ég kýs VG.“Meðal þeirra sem vanda um við Kolbein eru Svanur Kristjánsson.Málsvörn VG hefur verið sú að ekki hafi gengið að reyna stjórnarmyndun til vinstri, en flestir sem tjá sig á Facebookvegg Kolbeins eru þeirrar skoðunar að í þeim skammvinnu viðræðum hafi ekki hugur fylgt máli. Bent er á frægar samræður sem Steingrímur J. Sigfússon átti við ungan Sjálfstæðismann í flugvél þar sem hann talaði fjálglega um hversu ákjósanlegt samstarf VG og Sjálfstæðisflokks gæti orðið.VG líkt við sértrúarsöfnuð Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði segir: „Ég varð sjálfur fyrir ítrekuðum og rætnum árásum ýmissa úr Vg fyrir að segja fyrir kosningarnar að talsverðar líkur væru á að Vg færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Ég vissi vel að slík stjórn var gott sem er frágengin í fyrra - nema Samfylkingin neitaði. Þannig að þessi heilagsleiki fer ykkur í forystu Vg mjög illa að mínu mati. Eigum við ekki einnig að rifja upp samtal Steingríms J, við unga Sjálfstæðismanninn fyrir kosningar þegar Steingrímur boðaði þessa stjórn ? P.s. Ekki reyna að snúa allri umræðunni uppí: Ertu með eða móti Katrínu Jakobsdóttur ? Slíkt dugir eflaust mjög vel innan Vg og tryggir samþykki Vg fyrir væntanlegum stjórnarsáttmála. Í almennri umræðu virkar slík persónudýrkun bara sem dæmi um rökþrot og orðræðu stjórnmálaflokks á leið til sértrúarsafnaðar.“Eygló Harðardóttir reynir að miðla málum á hinum logandi Facebookvegg Kolbeins.Þannig að fyrir liggur að ef flokksráð VG, sem mun fjalla um væntanlegan stjórnarsáttmála á miðvikudag, hefur verið farið að binda vonir við að geta verið í friði og spekt með það plagg til undirritunar, þá er það mikill misskilningur.Meira sem sameinar en sundrar Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, sagði í samtali við Vísi fyrir helgi að mjög hafi hægt á úrsögnum úr flokknum. 114 hafa sagt sig úr VG eftir að fyrir lá að fara ætti í stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn, en 44 hafa gengið í flokkinn. Væntanlegur málefnasamningurinn verður kynntur flokksráði en þar sitja um hundrað manns víða að af landinu, en fundurinn verður haldinn í Reykjavík. Eygló Harðardóttir Framsóknarkona og fyrrum ráðherra reynir að rifa seglin og miðla málum á vegg Kolbeins. Segir það alveg rétt að stór „hluti kjósenda vill ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Það er rétt. Hins vegar vill stór hluti kjósenda sjálfstæðisstefnuna í ríkisstjórn en samtals fengu Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn 42,8% atkvæða. Það er mín von að ríkisstjórn undir forystu Katrínar leggi sig fram um að mæta ólíkum sjónarmiðum, miðla málum og finna hvar samstaðan liggur. Það er nefnilega svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar í þessu litla samfélagi okkar.“Kolbeinn var svo sjálfur í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon nú í morgun þar sem þessi hiti var ræddur. Þar segir Kolbeinn að eftir Framsóknarflokkurinn sleit viðræðum stjórnarandstöðuflokkanna svonefndu hafi tónninn breyst og Katrín vænd um að hafa verið í viðræðunum af óheilindum. Hann nefnir Oddnýju Harðardóttur fyrrverandi formann Samfylkingar í því samhengi og svo Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Kolbeinn á mjög erfitt með að sætta sig við þetta, segir að það sé „barnalega augljóst“ að fólk sé að segja hana ljúga. Og fólk eigi þá bara að vera menn til að segja það. Þá hafnar hann því alfarið að eitthvað hafi legið fyrir um það, fyrir kosningar, að farið yrði í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn, fyrsta val var alltaf það að vilja ræða um félagshyggjustjórn. Hann ítrekar að Framsóknarflokkurinn hafi slitið þeim viðræðum. Og það sé vert fyrir þá sem haldi því fram að þetta sé „eitthvað VG-samsæri og lygar“. Varðandi það breiðari ríkisstjórn, þá að fá Flokk fólksins og Viðreisn inní þær viðræður að hann sjálfur vilji taka vara við ýmsum elementum í Flokki fólksins, svo sem Norsku leiðinni svokölluðu í málefnum hælisleitenda. Hann segist gera sér grein fyrir óánægju en bendir á að það séu einnig margir innan VG sem eru sáttir við þessar viðræður. En það er himinn og haf milli þess að vera ósátt við að viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og hitt að bera það upp að VG hafi verið að blekkja og ljúga.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Viðreisn og Samfylkinguna keppast um að bera upp á Katrínu óheilindi, blekkingar og lygar Kolbeinn Óttarsson Proppé segir að forystufólk Viðreisnar og Samfylkingarinnar standi fyrir ósvífnum árásum í garð Katrínar Jakobsdóttur. 26. nóvember 2017 17:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Segir Viðreisn og Samfylkinguna keppast um að bera upp á Katrínu óheilindi, blekkingar og lygar Kolbeinn Óttarsson Proppé segir að forystufólk Viðreisnar og Samfylkingarinnar standi fyrir ósvífnum árásum í garð Katrínar Jakobsdóttur. 26. nóvember 2017 17:21