Fótbolti

Napoli gefur ekkert eftir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jorginho skorar eina mark leiksins gegn Udinese.
Jorginho skorar eina mark leiksins gegn Udinese. vísir/getty
Napoli er enn ósigrað á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar en í dag vann liðið 0-1 útisigur á Udinese.

Ítalski landsliðsmaðurinn Jorginho skoraði sigurmarkið á 33. mínútu. Hann fylgdi þá eftir sinni eigin vítaspyrnu sem Simone Scuffet, markvörður Udinese, varði.

Emil Hallfreðsson er enn frá vegna meiðsla hjá Udinese sem er í 15. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.

Juventus, sem vann 3-0 sigur á Crotone, er í 3. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Napoli. Mario Mandzukic, Mattia De Sciglio og Mehdi Benatia skoruðu mörk Juventus í kvöld.

Roma gerði aðeins 1-1 janftefli við Genoa og sömu úrslit urðu í leik Lazio og Fiorentina. Þá gerðu AC Milan og Torino markalaust jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×