Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2017 19:25 Billy Baldwin er næstyngstur fjögurra Baldwin-bræðra. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti er með „svarta beltið“ þegar kemur að ásökunum um kynferðislegt misferli. Þetta segir leikarinn Billy Baldwin sem fullyrðir jafnframt að Trump hafi reynt við konuna sína og boðið henni í þyrluferð til Atlantic-borgar. Fréttir um ásakanir um kynferðislega áreitni valdamanna í garð kvenna hafa verið afar áberandi víða um heim undanfarnar vikur. Á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um áreitni er Al Franken, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, vakti athygli á nýjum ásökunum gegn Franken á Twitter. Þrátt fyrir Trump eldri hafi sjálfur verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni átti sonurinn líklega ekki von á viðbrögðunum sem hann fékk frá einum Baldwin-bræðranna. „Pabbi þinn er með fimmtu gráðu svarta beltisins þegar kemur að ásökunum um kynferðislegt misferli,” tísti Billy Baldwin á móti. Hann er bróðir Alec Baldwin sem hefur meðal annars leikið Trump eldri í gamanþættinum Saturday Night Live við góðan orðstír. Tíst Billy Baldwin til Donalds Trump yngri.Skjáskot Baldwin lét þetta þó ekki nægja heldur rifjaði hann upp sögu af Trump forseta. „Ég hélt einu sinni samkvæmi á Plaza-hótelinu…faðir þinn mætti óboðinn og reyndi við konuna mína…bauð henni í þyrluna sína til Atlantic-borgar,“ tístir Baldwin. Tilburðir Trump virðast þó ekki hafa borið mikinn árangur ef marka má Baldwin. „Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn. Your Dad is a 5th degree black belt when it comes to sexual impropriety allegations.In fact… I once had a party at the Plaza Hotel… your father showed up uninvited & hit on my wife… invited her on his helicopter to Atlantic City.She showed his fat ass the door.#TrumpRussia https://t.co/A8BInetbbZ— Billy Baldwin (@BillyBaldwin) November 23, 2017 Donald Trump MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er með „svarta beltið“ þegar kemur að ásökunum um kynferðislegt misferli. Þetta segir leikarinn Billy Baldwin sem fullyrðir jafnframt að Trump hafi reynt við konuna sína og boðið henni í þyrluferð til Atlantic-borgar. Fréttir um ásakanir um kynferðislega áreitni valdamanna í garð kvenna hafa verið afar áberandi víða um heim undanfarnar vikur. Á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um áreitni er Al Franken, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, vakti athygli á nýjum ásökunum gegn Franken á Twitter. Þrátt fyrir Trump eldri hafi sjálfur verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni átti sonurinn líklega ekki von á viðbrögðunum sem hann fékk frá einum Baldwin-bræðranna. „Pabbi þinn er með fimmtu gráðu svarta beltisins þegar kemur að ásökunum um kynferðislegt misferli,” tísti Billy Baldwin á móti. Hann er bróðir Alec Baldwin sem hefur meðal annars leikið Trump eldri í gamanþættinum Saturday Night Live við góðan orðstír. Tíst Billy Baldwin til Donalds Trump yngri.Skjáskot Baldwin lét þetta þó ekki nægja heldur rifjaði hann upp sögu af Trump forseta. „Ég hélt einu sinni samkvæmi á Plaza-hótelinu…faðir þinn mætti óboðinn og reyndi við konuna mína…bauð henni í þyrluna sína til Atlantic-borgar,“ tístir Baldwin. Tilburðir Trump virðast þó ekki hafa borið mikinn árangur ef marka má Baldwin. „Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn. Your Dad is a 5th degree black belt when it comes to sexual impropriety allegations.In fact… I once had a party at the Plaza Hotel… your father showed up uninvited & hit on my wife… invited her on his helicopter to Atlantic City.She showed his fat ass the door.#TrumpRussia https://t.co/A8BInetbbZ— Billy Baldwin (@BillyBaldwin) November 23, 2017
Donald Trump MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira