Fyrrum leikmaður Tennessee State háskólans er í vondum málum eftir að hafa lamið einn af þjálfurum liðsins.
Leikmaðurinn heitir Latrelle Lee og hann missti algjörlega stjórn á sér er styrktarþjálfari liðsins var að reyna að halda honum út af vellinum.
Lee kýldi hann þó nokkrum sinnum þar til þjálfarinn steinlá kylliflatur.
Leikmaðurinn var eðlilega rekinn úr skólanum og þjálfarinn hefur nú farið í mál við hann og segist hafa verið að glíma við veikindi eftir árásina.
Málið verður tekið fyrir þann 8. desember næstkomandi.
Sport