Handbolti

Riðill Íslendinga fer fram í Split

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir okkar munu spila í Spaladium-höllinni í Split eins og til stóð.
Strákarnir okkar munu spila í Spaladium-höllinni í Split eins og til stóð. vísir/eyþór
Riðilinn sem Ísland er í á EM í Króatíu verður spilaður í Split, eins og gert hafði verið ráð fyrir.

Óvissa ríkti um hvort leikirnir í A-riðli gætu farið fram í Spaladium-höllinni í Split. Hún er í slæmu ásigkomulagi, eigendur hallarinnar eru gjaldþrota og óttast var að færa þyrfti leikina í A-riðlinum til Osijek.

Í svari við fyrirspurn RÚV sagði J.J. Rowland, fjölmiðlafulltrúi EHF, að riðilinn yrði leikinn í Split.

„Ég hef heyrt af þessum fréttum en ég get fullvissað þig um að engin breyting verður á leikstað A-riðils á EM. Riðillinn verður leikinn í Split og Spaladium-höllinni. Samkvæmt mínum upplýsingum verður skrifað undir alla nauðsynlega samninga þar að lútandi fyrir lok vikunnar,“ sagði Rowland.

Auk Íslands eru Króatía, Serbía og Svíþjóð í A-riðlinum. Upphafsleikur EM er viðureign Króata og Serba 12. janúar. Seinna sama dag mætast Íslendingar og Svíar.


Tengdar fréttir

Höllin sem Ísland leikur í ónothæf

Þegar tæpir tveir mánuðir eru í að Evrópumeistaramótið í handbolta hefjist í Króatíu er enn allt í óreiðu í kringum keppnishöllina þar sem leikir Íslands eiga að fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×