Fjöldamorðið í Srebrenica: Vilja fá staðfest að verkefnið hafi verið ómögulegt Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2017 13:00 Grafreitur og minnisvarði um fjöldamorðið í Srebrenica. Vísir/Getty Hollenskir hermenn sem sendir voru til friðargæslu í bænum Srebrenica sumarið 1995 hafa um árabil verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir versta fjöldamorð Evrópu frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú sækjast minnst 220 fyrrverandi meðlimir herdeildarinnar sem gengur undir nafninu „Dutchbat“ eftir bótum frá ríkinu og að viðurkennt verði að verkefnið sem þeim hafi verið úthlutað hafi verið ómögulegt. Hershöfðinginn fyrrverandi Ratko Mladic var í gær dæmdur af Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í málefnum fyrrum Júgóslavíu fyrir aðild sína að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal fjöldamorðsins í Srebrenica þar sem um átta þúsund menn og drengir voru myrtir og komið fyrir í fjöldagröfum. Útskýringarmyndband BBC um fjöldamorðið sem birt var 2015.Friðargæsluliðar voru sendir til Srebrenica sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu sem átakalaust svæði árið 1993. Þangað hafði mikill fjöldi múslima sem höfðu verið reknir frá öðrum hlutum Bosníu flúið og leitað skjóls. Friðargæsluliðarnir, sem höfðu verið sendir án nægilegs búnaðar og undirbúnings til að tryggja öryggi á svæðinu hörfuðu undan vel vopnuðum og vönum hermönnum Mladic. Friðargæsluliðarnir voru sigraðir þann 11. júlí 1995.Samkvæmt upprifjun Business Insider hafði fjöldamorðið verið skipulagt fyrir fram. Serbar höfðu tekið fjölmörg þorp múslima á svæðinu umhverfis Srebrenica og rekið fólk þaðan til bæjarins. Þar að auki höfðu þeir skotið á svæðið úr sprengjuvörpum. Ratko Mladic ræðir hér að neðan við flóttamenn og fjölmiðla í Srebrenica degi áður en morðin byrjuðu. Þá sagði hann að fólkið yrði flutt á brott og þau væru örugg. Konur og börn voru flutt af svæðinu en um átta þúsund menn og drengir urðu eftir svo þeir gætu verið „yfirheyrðir“.Sameinuðu þjóðirnar töldu þörf á sex þúsund friðargæsluliðum á svæðinu, en hollensku hermennirnir voru einungis um sex hundruð.Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar komst dómstóll í Hollandi að þeirri niðurstöðu á árinu að hollenska ríkið bæri að hluta til ábyrgð á dauða 350 manna sem höfðu leitað skjóls hjá friðargæsluliðunum. Þeir voru afhentir hermönnum Mladic eftir að þeir höfðu tekið 30 friðargæsluliða í gíslingu.Ríkinu var gert að greiða fjölskyldum mannanna bætur. AFP segir fjölmargar heimildir fyrir því að ríkisstjórn Hollands á þeim tíma hafi tekið að sér friðargæsluverkefnið eingöngu á grundvelli hugsjóna og án þess að skoða hvort að verkefnið væri í raun mögulegt.Mynd frá 1. mars 1994 sem sýnir hollenskan friðargæsluliða ræða við heimamenn í Bosníu.Vísir/AFPFyrrverandi varnarmálaráðherra Hollands, Jeanine Hennis-Plasschaert, viðurkenndi í fyrra að friðargæsluliðarnir hefðu verið sendir án undirbúnings, búnaðar og upplýsinga til þess að vernda frið sem var ekki lengur til staðar. „Þetta var óraunhæft verkefni við ómögulegar aðstæður,“ sagði hún. Einn hermaður Dutchbat sem AFP ræddi við fyrir tveimur árum segist sjá verulega eftir loforði sem hann gaf. „Ég var 21 árs og kunni tungumálið ekki vel,“ sagði Edo van den Berg. „Ég reyndi samt að róa íbúa með því að segja: Við erum hér, þetta verður allt í lagi. Þetta fór ekki vel. Ég hefði aldrei átt að lofa það að allt yrði í lagi.“ Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Hollenskir hermenn sem sendir voru til friðargæslu í bænum Srebrenica sumarið 1995 hafa um árabil verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir versta fjöldamorð Evrópu frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú sækjast minnst 220 fyrrverandi meðlimir herdeildarinnar sem gengur undir nafninu „Dutchbat“ eftir bótum frá ríkinu og að viðurkennt verði að verkefnið sem þeim hafi verið úthlutað hafi verið ómögulegt. Hershöfðinginn fyrrverandi Ratko Mladic var í gær dæmdur af Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í málefnum fyrrum Júgóslavíu fyrir aðild sína að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal fjöldamorðsins í Srebrenica þar sem um átta þúsund menn og drengir voru myrtir og komið fyrir í fjöldagröfum. Útskýringarmyndband BBC um fjöldamorðið sem birt var 2015.Friðargæsluliðar voru sendir til Srebrenica sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu sem átakalaust svæði árið 1993. Þangað hafði mikill fjöldi múslima sem höfðu verið reknir frá öðrum hlutum Bosníu flúið og leitað skjóls. Friðargæsluliðarnir, sem höfðu verið sendir án nægilegs búnaðar og undirbúnings til að tryggja öryggi á svæðinu hörfuðu undan vel vopnuðum og vönum hermönnum Mladic. Friðargæsluliðarnir voru sigraðir þann 11. júlí 1995.Samkvæmt upprifjun Business Insider hafði fjöldamorðið verið skipulagt fyrir fram. Serbar höfðu tekið fjölmörg þorp múslima á svæðinu umhverfis Srebrenica og rekið fólk þaðan til bæjarins. Þar að auki höfðu þeir skotið á svæðið úr sprengjuvörpum. Ratko Mladic ræðir hér að neðan við flóttamenn og fjölmiðla í Srebrenica degi áður en morðin byrjuðu. Þá sagði hann að fólkið yrði flutt á brott og þau væru örugg. Konur og börn voru flutt af svæðinu en um átta þúsund menn og drengir urðu eftir svo þeir gætu verið „yfirheyrðir“.Sameinuðu þjóðirnar töldu þörf á sex þúsund friðargæsluliðum á svæðinu, en hollensku hermennirnir voru einungis um sex hundruð.Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar komst dómstóll í Hollandi að þeirri niðurstöðu á árinu að hollenska ríkið bæri að hluta til ábyrgð á dauða 350 manna sem höfðu leitað skjóls hjá friðargæsluliðunum. Þeir voru afhentir hermönnum Mladic eftir að þeir höfðu tekið 30 friðargæsluliða í gíslingu.Ríkinu var gert að greiða fjölskyldum mannanna bætur. AFP segir fjölmargar heimildir fyrir því að ríkisstjórn Hollands á þeim tíma hafi tekið að sér friðargæsluverkefnið eingöngu á grundvelli hugsjóna og án þess að skoða hvort að verkefnið væri í raun mögulegt.Mynd frá 1. mars 1994 sem sýnir hollenskan friðargæsluliða ræða við heimamenn í Bosníu.Vísir/AFPFyrrverandi varnarmálaráðherra Hollands, Jeanine Hennis-Plasschaert, viðurkenndi í fyrra að friðargæsluliðarnir hefðu verið sendir án undirbúnings, búnaðar og upplýsinga til þess að vernda frið sem var ekki lengur til staðar. „Þetta var óraunhæft verkefni við ómögulegar aðstæður,“ sagði hún. Einn hermaður Dutchbat sem AFP ræddi við fyrir tveimur árum segist sjá verulega eftir loforði sem hann gaf. „Ég var 21 árs og kunni tungumálið ekki vel,“ sagði Edo van den Berg. „Ég reyndi samt að róa íbúa með því að segja: Við erum hér, þetta verður allt í lagi. Þetta fór ekki vel. Ég hefði aldrei átt að lofa það að allt yrði í lagi.“
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira