Fjöldamorðið í Srebrenica: Vilja fá staðfest að verkefnið hafi verið ómögulegt Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2017 13:00 Grafreitur og minnisvarði um fjöldamorðið í Srebrenica. Vísir/Getty Hollenskir hermenn sem sendir voru til friðargæslu í bænum Srebrenica sumarið 1995 hafa um árabil verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir versta fjöldamorð Evrópu frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú sækjast minnst 220 fyrrverandi meðlimir herdeildarinnar sem gengur undir nafninu „Dutchbat“ eftir bótum frá ríkinu og að viðurkennt verði að verkefnið sem þeim hafi verið úthlutað hafi verið ómögulegt. Hershöfðinginn fyrrverandi Ratko Mladic var í gær dæmdur af Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í málefnum fyrrum Júgóslavíu fyrir aðild sína að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal fjöldamorðsins í Srebrenica þar sem um átta þúsund menn og drengir voru myrtir og komið fyrir í fjöldagröfum. Útskýringarmyndband BBC um fjöldamorðið sem birt var 2015.Friðargæsluliðar voru sendir til Srebrenica sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu sem átakalaust svæði árið 1993. Þangað hafði mikill fjöldi múslima sem höfðu verið reknir frá öðrum hlutum Bosníu flúið og leitað skjóls. Friðargæsluliðarnir, sem höfðu verið sendir án nægilegs búnaðar og undirbúnings til að tryggja öryggi á svæðinu hörfuðu undan vel vopnuðum og vönum hermönnum Mladic. Friðargæsluliðarnir voru sigraðir þann 11. júlí 1995.Samkvæmt upprifjun Business Insider hafði fjöldamorðið verið skipulagt fyrir fram. Serbar höfðu tekið fjölmörg þorp múslima á svæðinu umhverfis Srebrenica og rekið fólk þaðan til bæjarins. Þar að auki höfðu þeir skotið á svæðið úr sprengjuvörpum. Ratko Mladic ræðir hér að neðan við flóttamenn og fjölmiðla í Srebrenica degi áður en morðin byrjuðu. Þá sagði hann að fólkið yrði flutt á brott og þau væru örugg. Konur og börn voru flutt af svæðinu en um átta þúsund menn og drengir urðu eftir svo þeir gætu verið „yfirheyrðir“.Sameinuðu þjóðirnar töldu þörf á sex þúsund friðargæsluliðum á svæðinu, en hollensku hermennirnir voru einungis um sex hundruð.Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar komst dómstóll í Hollandi að þeirri niðurstöðu á árinu að hollenska ríkið bæri að hluta til ábyrgð á dauða 350 manna sem höfðu leitað skjóls hjá friðargæsluliðunum. Þeir voru afhentir hermönnum Mladic eftir að þeir höfðu tekið 30 friðargæsluliða í gíslingu.Ríkinu var gert að greiða fjölskyldum mannanna bætur. AFP segir fjölmargar heimildir fyrir því að ríkisstjórn Hollands á þeim tíma hafi tekið að sér friðargæsluverkefnið eingöngu á grundvelli hugsjóna og án þess að skoða hvort að verkefnið væri í raun mögulegt.Mynd frá 1. mars 1994 sem sýnir hollenskan friðargæsluliða ræða við heimamenn í Bosníu.Vísir/AFPFyrrverandi varnarmálaráðherra Hollands, Jeanine Hennis-Plasschaert, viðurkenndi í fyrra að friðargæsluliðarnir hefðu verið sendir án undirbúnings, búnaðar og upplýsinga til þess að vernda frið sem var ekki lengur til staðar. „Þetta var óraunhæft verkefni við ómögulegar aðstæður,“ sagði hún. Einn hermaður Dutchbat sem AFP ræddi við fyrir tveimur árum segist sjá verulega eftir loforði sem hann gaf. „Ég var 21 árs og kunni tungumálið ekki vel,“ sagði Edo van den Berg. „Ég reyndi samt að róa íbúa með því að segja: Við erum hér, þetta verður allt í lagi. Þetta fór ekki vel. Ég hefði aldrei átt að lofa það að allt yrði í lagi.“ Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira
Hollenskir hermenn sem sendir voru til friðargæslu í bænum Srebrenica sumarið 1995 hafa um árabil verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir versta fjöldamorð Evrópu frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú sækjast minnst 220 fyrrverandi meðlimir herdeildarinnar sem gengur undir nafninu „Dutchbat“ eftir bótum frá ríkinu og að viðurkennt verði að verkefnið sem þeim hafi verið úthlutað hafi verið ómögulegt. Hershöfðinginn fyrrverandi Ratko Mladic var í gær dæmdur af Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í málefnum fyrrum Júgóslavíu fyrir aðild sína að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal fjöldamorðsins í Srebrenica þar sem um átta þúsund menn og drengir voru myrtir og komið fyrir í fjöldagröfum. Útskýringarmyndband BBC um fjöldamorðið sem birt var 2015.Friðargæsluliðar voru sendir til Srebrenica sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu sem átakalaust svæði árið 1993. Þangað hafði mikill fjöldi múslima sem höfðu verið reknir frá öðrum hlutum Bosníu flúið og leitað skjóls. Friðargæsluliðarnir, sem höfðu verið sendir án nægilegs búnaðar og undirbúnings til að tryggja öryggi á svæðinu hörfuðu undan vel vopnuðum og vönum hermönnum Mladic. Friðargæsluliðarnir voru sigraðir þann 11. júlí 1995.Samkvæmt upprifjun Business Insider hafði fjöldamorðið verið skipulagt fyrir fram. Serbar höfðu tekið fjölmörg þorp múslima á svæðinu umhverfis Srebrenica og rekið fólk þaðan til bæjarins. Þar að auki höfðu þeir skotið á svæðið úr sprengjuvörpum. Ratko Mladic ræðir hér að neðan við flóttamenn og fjölmiðla í Srebrenica degi áður en morðin byrjuðu. Þá sagði hann að fólkið yrði flutt á brott og þau væru örugg. Konur og börn voru flutt af svæðinu en um átta þúsund menn og drengir urðu eftir svo þeir gætu verið „yfirheyrðir“.Sameinuðu þjóðirnar töldu þörf á sex þúsund friðargæsluliðum á svæðinu, en hollensku hermennirnir voru einungis um sex hundruð.Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar komst dómstóll í Hollandi að þeirri niðurstöðu á árinu að hollenska ríkið bæri að hluta til ábyrgð á dauða 350 manna sem höfðu leitað skjóls hjá friðargæsluliðunum. Þeir voru afhentir hermönnum Mladic eftir að þeir höfðu tekið 30 friðargæsluliða í gíslingu.Ríkinu var gert að greiða fjölskyldum mannanna bætur. AFP segir fjölmargar heimildir fyrir því að ríkisstjórn Hollands á þeim tíma hafi tekið að sér friðargæsluverkefnið eingöngu á grundvelli hugsjóna og án þess að skoða hvort að verkefnið væri í raun mögulegt.Mynd frá 1. mars 1994 sem sýnir hollenskan friðargæsluliða ræða við heimamenn í Bosníu.Vísir/AFPFyrrverandi varnarmálaráðherra Hollands, Jeanine Hennis-Plasschaert, viðurkenndi í fyrra að friðargæsluliðarnir hefðu verið sendir án undirbúnings, búnaðar og upplýsinga til þess að vernda frið sem var ekki lengur til staðar. „Þetta var óraunhæft verkefni við ómögulegar aðstæður,“ sagði hún. Einn hermaður Dutchbat sem AFP ræddi við fyrir tveimur árum segist sjá verulega eftir loforði sem hann gaf. „Ég var 21 árs og kunni tungumálið ekki vel,“ sagði Edo van den Berg. „Ég reyndi samt að róa íbúa með því að segja: Við erum hér, þetta verður allt í lagi. Þetta fór ekki vel. Ég hefði aldrei átt að lofa það að allt yrði í lagi.“
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir fyrir væntanlegt vopnahlé Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Sjá meira