Brotist inn til foreldra Höskuldar: Kom upp reiði sem ég hef aldrei kynnst áður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2017 11:15 Höskuldur Gunnlaugsson í leik með Breiðabliki. vísir/andri marinó Höskuldur Gunnlaugsson segir frá innbroti á heimili fjölskyldu hans í Kópavogi á Facebook-síðu sinni en Vísir hafði áður greint frá atvikinu. Faðir hans, Gunnlaugur Sigurðsson, lenti í átökum við innbrotsþjóf eftir að hafa reynt í rólegheitum að ræða við hann. Eftir að innbrotsþjófurinn kýldi Gunnlaug og braut í honum tönn ákvað Gunnlaugur að reyna að halda honum þar til lögreglan mætti á svæðið. „Mér fannst mér dálítið klént að láta hann fara fyrst hann var búinn að brjóta úr mér tönn,“ sagði Gunnlaugur. Hann hafði þjófinn undir en sá síðarnefndi náði að teygja sig í stein og slá Gunnlaug með honum. Í framhaldinu komust þeir í burtu, meðal annars með fartölvu af heimilinu, en lögregla hafði hendur í hári þeirra. Gunnlaugur hlaut nokkra áverka, meðal annars missti hann meðvitund og nokkrar tennur. Höskuldur, sem er uppalinn í Breiðabliki og leikur nú með Halmstad í Svíþjóð, segir hann að hann hafi fundið fyrir reiði sem hann hafi aldrei kynnst áður. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hefna og ég var við það að hafa samband við alla mína „óprúðustu“ vini og kunningja til að svara með sama hætti og þessir menn höfðu gert.“ Faðir hans náði hins vegar að róa Höskuld og að málið væri komið í hendur yfirvalda. „Mikið sem ég óska þess að ég hefði getað verið á staðnum, en pabbi gamli, sem nýverið varð 67 ára gamall, var allur hinn hressasti í gær,“ segir Höskuldur. Sonurinn lauk færslunni á tilvitnun í föður sinn, sem var ánægður með að hafa haldið í við sér yngri menn. „Þrátt fyrir að vera nokkuð illa farin líkamlega þá lyfti það upp sálinni að finna það að maður getur ennþá tekist á og það við menn á besta aldri.“ Færslu hans má lesa hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson segir frá innbroti á heimili fjölskyldu hans í Kópavogi á Facebook-síðu sinni en Vísir hafði áður greint frá atvikinu. Faðir hans, Gunnlaugur Sigurðsson, lenti í átökum við innbrotsþjóf eftir að hafa reynt í rólegheitum að ræða við hann. Eftir að innbrotsþjófurinn kýldi Gunnlaug og braut í honum tönn ákvað Gunnlaugur að reyna að halda honum þar til lögreglan mætti á svæðið. „Mér fannst mér dálítið klént að láta hann fara fyrst hann var búinn að brjóta úr mér tönn,“ sagði Gunnlaugur. Hann hafði þjófinn undir en sá síðarnefndi náði að teygja sig í stein og slá Gunnlaug með honum. Í framhaldinu komust þeir í burtu, meðal annars með fartölvu af heimilinu, en lögregla hafði hendur í hári þeirra. Gunnlaugur hlaut nokkra áverka, meðal annars missti hann meðvitund og nokkrar tennur. Höskuldur, sem er uppalinn í Breiðabliki og leikur nú með Halmstad í Svíþjóð, segir hann að hann hafi fundið fyrir reiði sem hann hafi aldrei kynnst áður. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hefna og ég var við það að hafa samband við alla mína „óprúðustu“ vini og kunningja til að svara með sama hætti og þessir menn höfðu gert.“ Faðir hans náði hins vegar að róa Höskuld og að málið væri komið í hendur yfirvalda. „Mikið sem ég óska þess að ég hefði getað verið á staðnum, en pabbi gamli, sem nýverið varð 67 ára gamall, var allur hinn hressasti í gær,“ segir Höskuldur. Sonurinn lauk færslunni á tilvitnun í föður sinn, sem var ánægður með að hafa haldið í við sér yngri menn. „Þrátt fyrir að vera nokkuð illa farin líkamlega þá lyfti það upp sálinni að finna það að maður getur ennþá tekist á og það við menn á besta aldri.“ Færslu hans má lesa hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45