Viðskipti erlent

Fyrsti stóri fjárfestir Facebook selur flesta hluti sína

Kjartan Kjartansson skrifar
Thiel studdi meðal annars Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra.
Thiel studdi meðal annars Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra. Vísir/AFP
Bandaríski auðjöfurinn Peter Thiel hefur selt þrjá af hverjum fjórum hlutum sínum í samfélagsmiðlarisanum Facebook. Thiel var fyrsti stóri fjárfestirinn sem lagði Facebook til fé á sínum tíma og hefur setið í stjórn fyrirtækisins.

Áður hafði Thiel selt hluti í Facebook fyrir meira en milljarð dollar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Nú hefur hann selt mest af því sem hann átti eftir fyrir um 29 milljónir dollara.

Thiel stofnaði greiðsluþjónustuna PayPal með Elon Musk, eiganda Tesla og SpaceX. Hann fjármagnaði jafnframt meiðyrðamál fjölbragðaglímukappans Hulks Hogan gegn vefmiðlinum Gawker. Sú málsókn leiddi til þess að Gawker var lokað. Vefsíðan hafði birt greinar um Thiel sem reittu hann til reiði, meðal annars um að hann væri samkynhneigður.

Auðkýfingurinn er eini áberandi leiðtoga tækniiðnaðarins í Sílikondalnum sem studdi Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×