H&M brennir meira af nýjum fatnaði en áður hefur komið fram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2017 14:00 H&M er ein stærsta fataverslunarkeðja heims. Vísir/Getty Sænski fatarisinn H&M brenndi allt að nítján tonnum af nýjum fatnaði í brennsluofnum í Våsteras í Svíþjóð á síðasta ári. Fyrirtækið hefur undanfarið fimm ár sent ný föt til brennslu í Våsteras í sérstaklega smíðuðum gámum. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning. Áður hefur komið fram að fyrirtækið brenndi að meðaltali tólf tonnum af nýjum fötum í Danmörku á ári hverju. H&M hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. Hefur fyrirtækið hvatt viðskiptavini sína til að safna saman gömlum fötum sínum til að þau geti öðlast nýtt líf, annað hvort þannig að einhver annar geti notað þau, eða þá að þau séu endurunnin. Þannig hefur fyrirtækið unnið til verðlauna fyrir auglýsingu þar sem segir að eina reglan þegar kemur að tísku sé að fötin eigi að endurvinna. Sjálft segir fyrirtækið að þau föt sem séu brennd hafi ýmist skemmst í flutningum, orðið fyrir rakaskemmdum eða innihaldi ákveðið efni í hættulegu magni. Fötin sem séu brennd séu föt sem ekki sé hægt að selja í verslunum. Fyrirtækið hefur heitið því að fyrir árið 2020 muni það hætta að nota hættuleg efni við framleiðslu á fatnaði og hlotið lof fyrir. Í þætti Uppdrag Granskning er rætt við Karolina Skog, umhverfisráðherra Svíþjóðar, vegna málsins. Setur hún spurningamerki við það að H&M framleiði föt sem innihaldi það mikið magn hættulegra efna að ekki sé hægt að selja þau. Í umfjöllun Upprag Granskning kemur fram að það magn fatnaðar sem er brennt á vegum H&M í Svíþjóð samsvari 50 þúsund gallabuxum. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar Svíþjóðar segir að það sé algjörlega óásættanlegt að H&M brenni nýjum fatnaði. Fyrirtæki á borð við H&M verði að gera sitt til að tryggja að mistök séu ekki gerð við framleiðslu á fötum sem verði til þess að farga þurfi hluta af þeim. „Það að fötin séu brennd er algjörlega viðurstyggilegt,“ sagði Anders Törngren, sérfræðingur Umhverfisstofnunar Svíþjóðar. Fjallað er um málið á vef SVT en umfjöllun Uppdrag Granskning um H&M er á dagskrá SVT í kvöld. Tengdar fréttir H&M fargar mörgum tonnum af nýjum fötum á ári hverju Þetta kemur fram í fréttaskýringaþætti danska TV2. Fatarisinn hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. 15. október 2017 07:48 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Sænski fatarisinn H&M brenndi allt að nítján tonnum af nýjum fatnaði í brennsluofnum í Våsteras í Svíþjóð á síðasta ári. Fyrirtækið hefur undanfarið fimm ár sent ný föt til brennslu í Våsteras í sérstaklega smíðuðum gámum. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning. Áður hefur komið fram að fyrirtækið brenndi að meðaltali tólf tonnum af nýjum fötum í Danmörku á ári hverju. H&M hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. Hefur fyrirtækið hvatt viðskiptavini sína til að safna saman gömlum fötum sínum til að þau geti öðlast nýtt líf, annað hvort þannig að einhver annar geti notað þau, eða þá að þau séu endurunnin. Þannig hefur fyrirtækið unnið til verðlauna fyrir auglýsingu þar sem segir að eina reglan þegar kemur að tísku sé að fötin eigi að endurvinna. Sjálft segir fyrirtækið að þau föt sem séu brennd hafi ýmist skemmst í flutningum, orðið fyrir rakaskemmdum eða innihaldi ákveðið efni í hættulegu magni. Fötin sem séu brennd séu föt sem ekki sé hægt að selja í verslunum. Fyrirtækið hefur heitið því að fyrir árið 2020 muni það hætta að nota hættuleg efni við framleiðslu á fatnaði og hlotið lof fyrir. Í þætti Uppdrag Granskning er rætt við Karolina Skog, umhverfisráðherra Svíþjóðar, vegna málsins. Setur hún spurningamerki við það að H&M framleiði föt sem innihaldi það mikið magn hættulegra efna að ekki sé hægt að selja þau. Í umfjöllun Upprag Granskning kemur fram að það magn fatnaðar sem er brennt á vegum H&M í Svíþjóð samsvari 50 þúsund gallabuxum. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar Svíþjóðar segir að það sé algjörlega óásættanlegt að H&M brenni nýjum fatnaði. Fyrirtæki á borð við H&M verði að gera sitt til að tryggja að mistök séu ekki gerð við framleiðslu á fötum sem verði til þess að farga þurfi hluta af þeim. „Það að fötin séu brennd er algjörlega viðurstyggilegt,“ sagði Anders Törngren, sérfræðingur Umhverfisstofnunar Svíþjóðar. Fjallað er um málið á vef SVT en umfjöllun Uppdrag Granskning um H&M er á dagskrá SVT í kvöld.
Tengdar fréttir H&M fargar mörgum tonnum af nýjum fötum á ári hverju Þetta kemur fram í fréttaskýringaþætti danska TV2. Fatarisinn hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. 15. október 2017 07:48 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
H&M fargar mörgum tonnum af nýjum fötum á ári hverju Þetta kemur fram í fréttaskýringaþætti danska TV2. Fatarisinn hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. 15. október 2017 07:48