Loka þinghaldi á meðan réttarmeinafræðingur gefur skýrslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 11:30 Sveinn Gestur Tryggvason í hvítum bol ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, þegar málið var þingfest í síðasta mánuði. Vísir/Anton Brink Fjölmiðlafólki og öðrum gestum verður vísað úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á eftir þegar réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz gefur skýrslu í málinu ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni. Er það ákvörðun dómarans Guðjóns St. Marteinssonar að vísa fólki úr sal þar sem hann telur að lýsingarnar gætu valdið óhug. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jóns Aspar þann 7. júní síðastliðinn á heimili hins látna að Æsustöðum í Mosfellsdal. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan 10:15 í morgun þar sem Sveinn Gestur hefur gefið skýrslu. Áður en að skýrslutöku Sveins Gests kom héldu dómari, saksóknari og verjandi á vettvang árásarinnar og tóku hann út. Því næst var haldið í héraðsdóm þar sem mikið fjölmenni var bætt, bæði úr stétt fjölmiðlamanna og sömuleiðis ættingjar og vinir hins látna og ákærða. Þurfti að fjölga sætum í dómssal vegna þessa. Fordæmi eru fyrir því að dómarar víki blaðamönnum og öðrum gestum úr sal í umfangsmiklum sakamálum. Er skemmst að minnast þess þegar dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen ákvað að loka þinghaldi á meðan sami réttarmeinafræðingur, Sebastian Kuntz, gæfi skýrslu þar sem áverkar á líki Birnu Brjánsdóttur væru til umfjöllunar. Ákvörðunin sætti nokkurri gagnrýni og sagði formaður Blaðamannafélagsins að sterk rök þyrftu að vera til að loka þinghaldi. Það væri skiljanlegt í málum er vörðuðu kynferðisbrot eða brot gegn börnum. Meginreglan væri sú að þinghald ætti að vera opið.Uppfært klukkan 15:20 Áður stóð að þinghald yrði lokað á meðan læknir bæri skýrslu. Hið rétta er réttarmeinafræðingur. Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Fjölmiðlafólki og öðrum gestum verður vísað úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á eftir þegar réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz gefur skýrslu í málinu ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni. Er það ákvörðun dómarans Guðjóns St. Marteinssonar að vísa fólki úr sal þar sem hann telur að lýsingarnar gætu valdið óhug. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jóns Aspar þann 7. júní síðastliðinn á heimili hins látna að Æsustöðum í Mosfellsdal. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan 10:15 í morgun þar sem Sveinn Gestur hefur gefið skýrslu. Áður en að skýrslutöku Sveins Gests kom héldu dómari, saksóknari og verjandi á vettvang árásarinnar og tóku hann út. Því næst var haldið í héraðsdóm þar sem mikið fjölmenni var bætt, bæði úr stétt fjölmiðlamanna og sömuleiðis ættingjar og vinir hins látna og ákærða. Þurfti að fjölga sætum í dómssal vegna þessa. Fordæmi eru fyrir því að dómarar víki blaðamönnum og öðrum gestum úr sal í umfangsmiklum sakamálum. Er skemmst að minnast þess þegar dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen ákvað að loka þinghaldi á meðan sami réttarmeinafræðingur, Sebastian Kuntz, gæfi skýrslu þar sem áverkar á líki Birnu Brjánsdóttur væru til umfjöllunar. Ákvörðunin sætti nokkurri gagnrýni og sagði formaður Blaðamannafélagsins að sterk rök þyrftu að vera til að loka þinghaldi. Það væri skiljanlegt í málum er vörðuðu kynferðisbrot eða brot gegn börnum. Meginreglan væri sú að þinghald ætti að vera opið.Uppfært klukkan 15:20 Áður stóð að þinghald yrði lokað á meðan læknir bæri skýrslu. Hið rétta er réttarmeinafræðingur.
Tengdar fréttir Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02