Lífeyrissjóður unga fólksins Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Fyrir okkur sem eigum einhverja áratugi í eftirlaun eru lífeyrismál ekki beint vinsælasta umræðuefnið. Okkur hættir til að þykja fyrirkomulag greiðslna Tryggingastofnunar einkamál eldra fólks og aðalfundir lífeyrissjóðanna samkomur þeirra sem eru að taka út peninga og óviðkomandi þeim sem leggja þá inn. Við höfum hins vegar ekki efni á því. Þeir fjármunir sem við komum til með að lifa á á lífeyrisaldri geta komið úr ýmsum áttum. Það geta verið launatekjur, söluhagnaður vegna flutnings í ódýrara húsnæði, arfur, úttekt séreignarsparnaðar eða greiðslur frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun svo eitthvað sé nefnt. Þó það sé kannski ekki skemmtilegt þurfum við að byrja snemma að undirbúa efri árin og þá komumst við fljótt að því að það er allt of mikil áhætta að ætla að treysta á „kerfið“. Við höfum lengi vitað að aldursskipting þjóðarinnar er að breytast. Íslendingar á lífeyrisaldri eru í dag um 14 prósent þjóðarinnar en samkvæmt spá Hagstofunnar nær hlutfallið 26 prósentum árið 2066. Það þriggja stoða lífeyriskerfi sem við búum hér við mun því sinna sífellt stærra hlutverki. Með lífeyrissjóðunum söfnum við réttindum og tryggjum okkur meðal annars fyrir örorku og langlífi. Með hjálp vinnuveitenda söfnum við valfrjálsum séreignarsparnaði sem er að fullu laus til úttektar við sextugt og Tryggingastofnun millifærir hluta skatttekna hvers árs til þeirra lífeyrisþega sem lægstar hafa tekjurnar. Greiðslur frá lífeyrissjóðum einar og sér munu ekki duga til þess að tryggja okkur góðar tekjur við starfslok. Ef við ætlum okkur að hafa það gott á efri árunum verðum við því að gera eitthvað meira. Þeir sem leggja ekkert fyrir aukalega munu þurfa að treysta á að Tryggingastofnun bæti þeim hluta tekjutapsins. Við núverandi aldursskiptingu þjóðarinnar er nógu mikið rifist og barist um tilfærslu skattfjár til málaflokksins. Hvernig höldum við að þetta verði þegar lífeyrisþegar verða hlutfallslega tvöfalt fleiri en þeir eru nú? Vonandi verður þetta allt í lagi en það er best að treysta ekki á það. Verum dugleg að greiða í séreignarsparnað og leggja fyrir þar að auki, ef við höfum til þess svigrúm. Vöndum okkur svo við ávöxtun þessa mikilvæga sparnaðar. Ef greiðsluþátttaka eykst og geta ríkisins til greiðslu almannatrygginga verður minni þegar við förum sjálf á eftirlaun höfum við eitthvert fjárhagslegt svigrúm og kannski þurfa tekjur okkar ekki að lækka svo mikið þegar við förum af vinnumarkaði. Ef allt fer hins vegar á besta veg munum við hafa safnað sparnaði sem gerir okkur kleift að hafa það ennþá betra. Og við töpum ekkert á því. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem eigum einhverja áratugi í eftirlaun eru lífeyrismál ekki beint vinsælasta umræðuefnið. Okkur hættir til að þykja fyrirkomulag greiðslna Tryggingastofnunar einkamál eldra fólks og aðalfundir lífeyrissjóðanna samkomur þeirra sem eru að taka út peninga og óviðkomandi þeim sem leggja þá inn. Við höfum hins vegar ekki efni á því. Þeir fjármunir sem við komum til með að lifa á á lífeyrisaldri geta komið úr ýmsum áttum. Það geta verið launatekjur, söluhagnaður vegna flutnings í ódýrara húsnæði, arfur, úttekt séreignarsparnaðar eða greiðslur frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun svo eitthvað sé nefnt. Þó það sé kannski ekki skemmtilegt þurfum við að byrja snemma að undirbúa efri árin og þá komumst við fljótt að því að það er allt of mikil áhætta að ætla að treysta á „kerfið“. Við höfum lengi vitað að aldursskipting þjóðarinnar er að breytast. Íslendingar á lífeyrisaldri eru í dag um 14 prósent þjóðarinnar en samkvæmt spá Hagstofunnar nær hlutfallið 26 prósentum árið 2066. Það þriggja stoða lífeyriskerfi sem við búum hér við mun því sinna sífellt stærra hlutverki. Með lífeyrissjóðunum söfnum við réttindum og tryggjum okkur meðal annars fyrir örorku og langlífi. Með hjálp vinnuveitenda söfnum við valfrjálsum séreignarsparnaði sem er að fullu laus til úttektar við sextugt og Tryggingastofnun millifærir hluta skatttekna hvers árs til þeirra lífeyrisþega sem lægstar hafa tekjurnar. Greiðslur frá lífeyrissjóðum einar og sér munu ekki duga til þess að tryggja okkur góðar tekjur við starfslok. Ef við ætlum okkur að hafa það gott á efri árunum verðum við því að gera eitthvað meira. Þeir sem leggja ekkert fyrir aukalega munu þurfa að treysta á að Tryggingastofnun bæti þeim hluta tekjutapsins. Við núverandi aldursskiptingu þjóðarinnar er nógu mikið rifist og barist um tilfærslu skattfjár til málaflokksins. Hvernig höldum við að þetta verði þegar lífeyrisþegar verða hlutfallslega tvöfalt fleiri en þeir eru nú? Vonandi verður þetta allt í lagi en það er best að treysta ekki á það. Verum dugleg að greiða í séreignarsparnað og leggja fyrir þar að auki, ef við höfum til þess svigrúm. Vöndum okkur svo við ávöxtun þessa mikilvæga sparnaðar. Ef greiðsluþátttaka eykst og geta ríkisins til greiðslu almannatrygginga verður minni þegar við förum sjálf á eftirlaun höfum við eitthvert fjárhagslegt svigrúm og kannski þurfa tekjur okkar ekki að lækka svo mikið þegar við förum af vinnumarkaði. Ef allt fer hins vegar á besta veg munum við hafa safnað sparnaði sem gerir okkur kleift að hafa það ennþá betra. Og við töpum ekkert á því. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun