Mikil hætta á mjúkum pökkum í ár Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Það verður að teljast afar ólíklegt að Íslendingar fari í jólaköttinn í ár ef marka má söluna sem hefur verið á fatnaði og fylgihlutum síðustu misserin hér á landi. Miðnæturopnanir stóru verslunarmiðstöðvanna tveggja skiluðu mikilli sölu til íslenskra kaupmanna en H&M fékk einnig væna sneið af jólakökunni. Landslagið á fatamarkaðnum hefur breyst mikið síðasta árið með umfangsmiklum breytingum í verslunarmiðstöðvunum tveimur. Þar ber helst að nefna opnun H&M í báðum verslunarmiðstöðvum. Zara lokaði einnig annarri verslun sinni, Lindex hefur opnað fleiri nýjar verslanir og breytt og bætt verslunina í Smáralind. Next hefur að opnað aftur eftir að hafa fært verslun sína og Selected og Jack & Jones eru að opna aftur eftir miklar breytingar í Kringlunni. Í aðdraganda jóla er orðin hefð fyrir því að verslunarmiðstöðvarnar haldi miðnæturopnanir þar sem góð tilboð eru á flestum vörum. Miðvikudaginn 1. nóvember var Miðnæturopnun í Smáralind og Miðnætursprengja Kringlunnar fimmtudaginn 9. nóvember. Samkvæmt úrtaki Meniga áttu fleiri viðskipti sér stað í fatabúðunum í Miðnætursprengju Kringlunnar heldur en Miðnæturopnun Smáralindar. Hlutdeildin í sölu var ólík milli þessara daga og sást þar vel að Zara er aðeins með verslun í annarri verslunarmiðstöðinni en þeir voru með hæsta hlutdeild í sölu fataverslana 1. nóvember en frekar smáir 9. nóvember. Lindex var með hæstu hlutdeild í sölu 9. nóvember enda með þrjár verslanir í Kringlunni. H&M fékk væna sneið af sölunni báða þessa daga en var þó minni en Zara 1. nóvember og Lindex 9. nóvember. Ef marka má reynslu síðustu ára er mjög hátt hlutfall af þeirri fatasölu sem á sér stað fyrir jólin búin áður en desember hefst. Árið 2015 sáum við í gögnum Meniga að í Kringlunni voru 54% af fatasölunni búin áður en desember hófst og í Smáralind voru 55% af fatasölunni búin áður en desember hófst. Það verður því áhugavert að fylgjast með því hvernig salan í desember gengur og hvort hún fari að mestmegnis til H&M. Munu íslenskir kaupmenn fá bita af jólakökunni eða þurfa þeir að láta sér nægja mylsnuna sem fellur af borði sænska fatarisans?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það verður að teljast afar ólíklegt að Íslendingar fari í jólaköttinn í ár ef marka má söluna sem hefur verið á fatnaði og fylgihlutum síðustu misserin hér á landi. Miðnæturopnanir stóru verslunarmiðstöðvanna tveggja skiluðu mikilli sölu til íslenskra kaupmanna en H&M fékk einnig væna sneið af jólakökunni. Landslagið á fatamarkaðnum hefur breyst mikið síðasta árið með umfangsmiklum breytingum í verslunarmiðstöðvunum tveimur. Þar ber helst að nefna opnun H&M í báðum verslunarmiðstöðvum. Zara lokaði einnig annarri verslun sinni, Lindex hefur opnað fleiri nýjar verslanir og breytt og bætt verslunina í Smáralind. Next hefur að opnað aftur eftir að hafa fært verslun sína og Selected og Jack & Jones eru að opna aftur eftir miklar breytingar í Kringlunni. Í aðdraganda jóla er orðin hefð fyrir því að verslunarmiðstöðvarnar haldi miðnæturopnanir þar sem góð tilboð eru á flestum vörum. Miðvikudaginn 1. nóvember var Miðnæturopnun í Smáralind og Miðnætursprengja Kringlunnar fimmtudaginn 9. nóvember. Samkvæmt úrtaki Meniga áttu fleiri viðskipti sér stað í fatabúðunum í Miðnætursprengju Kringlunnar heldur en Miðnæturopnun Smáralindar. Hlutdeildin í sölu var ólík milli þessara daga og sást þar vel að Zara er aðeins með verslun í annarri verslunarmiðstöðinni en þeir voru með hæsta hlutdeild í sölu fataverslana 1. nóvember en frekar smáir 9. nóvember. Lindex var með hæstu hlutdeild í sölu 9. nóvember enda með þrjár verslanir í Kringlunni. H&M fékk væna sneið af sölunni báða þessa daga en var þó minni en Zara 1. nóvember og Lindex 9. nóvember. Ef marka má reynslu síðustu ára er mjög hátt hlutfall af þeirri fatasölu sem á sér stað fyrir jólin búin áður en desember hefst. Árið 2015 sáum við í gögnum Meniga að í Kringlunni voru 54% af fatasölunni búin áður en desember hófst og í Smáralind voru 55% af fatasölunni búin áður en desember hófst. Það verður því áhugavert að fylgjast með því hvernig salan í desember gengur og hvort hún fari að mestmegnis til H&M. Munu íslenskir kaupmenn fá bita af jólakökunni eða þurfa þeir að láta sér nægja mylsnuna sem fellur af borði sænska fatarisans?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar