Þegar tæpir tveir mánuðir eru í að Evrópumeistaramótið í handbolta hefjist í Króatíu er enn allt í óreiðu í kringum keppnishöllina þar sem leikir Íslands eiga að fara fram.
Áætlað hafði verið að leikið yrði í Split, Varazdin, Porec og Zagreb. Hins vegar þykir ólíklegt að það verði svo, þar sem keppnishöllin í Split er enn langt frá því að verða keppnishæf.
A-riðill keppninnar, sem Ísland er í ásamt Svíum, Serbum og gestgjöfum Króata, á að vera leikinn í Split.
Á morgun, miðvikudaginn 22. nóvember, þarf króatíska handknattleikssambandið að kynna fyrir EHF lista yfir keppnisborgir og segja til um stöðu keppnishallanna.
Það er allt til reiðu í hinum borgunum þremur, en framkvæmdir hafa vart átt sér stað í Split. Eigendur hallarinnar eru gjaldþrota og er höllin aðeins keppnishæf endrum og sinnum.
Völlurinn sjálfur er heill og tilbúinn til notkunar, en stór hluti hallarinnar og allt ytra umhverfi hennar er undirtekið af byggingarframkvæmdum sem ekki hafa hreyfst í mörg ár.
Líklegast er að þeir leikir sem áttu að vera í Split verði einfaldlega færðir til borgarinnar Osijek, sem var einn keppnisstaða Heimsmeistaramótsins 2009, frekar en að EHF taki sénsinn og treysti á að ráðamenn í Split nái að koma sér saman um fjármagn fyrir framkvæmdirnar.
Opnunarleikur mótsins, viðureign Króata og Serba, á að fara fram samkvæmt dagskrá í Split þann 12. janúar.
Höllin sem Ísland leikur í ónothæf
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn



„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti