Íslenski boltinn

Íslensk kona nýr FIFA dómari | Ísland á nú fleiri alþjóðlega dómara en áður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bríet Bragadóttir.
Bríet Bragadóttir. Vísir/Andri Marinó
Bríet Bragadóttir og Ívar Orri Kristjánsson eru nýir FIFA dómarar en Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú birt nýjan lista yfir alþjóðlega dómara. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Ísland fær tvo nýja dómara og það fjölgar um einn í íslenska FIFA-dómarahópnum sem hefur innihaldið fjóra dómara síðustu ári.

Þetta hefur verið heldur betur flott ár hjá Bríet Bragadóttur því hún varð á nýloknu tímabili fyrsta konan til að dæma bikarúrslitaleik á Íslandi þegar hún dæmdi úrslitaleik ÍBV og Stjörnunnar.

Hún var síðan seinna um haustið kosin besti dómarinn í Pepsi deild kvenna af leikmönnum deildarinnar.

Gunnar Jarl Jónsson hættir sem FIFA-dómari en hann ákvað að leggja flautuna á hilluna eftir tímabilið.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín eru síðan allir áfram í hóp íslensku FIFA-dómaranna.

Andri Vigfússon og Oddur Helgi Guðmundsson eru nýir FIFA-aðstoðardómarar en af þeim lista fara þeir Björn Valdimarsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.   

Annars lítur FIFA listinn fyrir árið 2018 svona út.

FIFA dómarar

Bríet Bragadóttir

Ívar Orri Kristjánsson

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson

Þorvaldur Árnason

Þóroddur Hjaltalín

FIFA aðstoðardómarar

Andri Vigfússon

Birkir Sigurðarson

Bryngeir Valdimarsson

Frosti Viðar Gunnarsson

Gylfi Már Sigurðsson

Jóhann Gunnar Guðmundsson

Oddur Helgi Guðmundsson

Rúna Kristín Stefánsdóttir

Futsal dómari

Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×