Fótbolti

Zlatan ekki sá besti í fyrsta sinn í áratug

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zlatan er kominn aftur á völlinn eftir erfið meiðsli.
Zlatan er kominn aftur á völlinn eftir erfið meiðsli. vísir/getty
Þau undur og stórmerki urðu að Zlatan Ibrahimovic var ekki útnefndur besti leikmaður Svíþjóðar í gær. Zlatan hafði fengið þessi verðlaun 10 ár í röð og 11 sinnum alls.

Í ár varð varnarmaðurinn Andreas Granqvist fyrir valinu. Hann tók við fyrirliðabandinu hjá sænska landsliðinu eftir að Zlatan lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í fyrra.

Granqvist, sem er 32 ára, spilaði vel í undankeppni HM 2018 og átti svo stóran þátt í því að Svíar tryggðu sér farseðilinn til Rússlands með sigri á Ítölum í umspili.

Granqvist hefur leikið með Krasnodar síðan 2013. Hann var um tíma samherji Ragnars Sigurðsson hjá rússneska liðinu.

Zlatan fór þó ekki tómhentur heim af verðlaunahátíðinni í gær því hann var valinn besti sóknarmaðurinn fyrir frammistöðu sína með Manchester United.

Zlatan sneri aftur á völlinn eftir krossbandaslit þegar United vann 4-1 sigur á Newcastle United á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Zlatan: Ljón jafna sig ekki eins og menn

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Manchester United, sneri til baka úr þrálátum meiðslum í gær þegar United tók á móti Newcastle á Old Trafford.

Pogba og Lukaku skoruðu í sigri United

Manchester United tók á móti Newcastle United í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir leikinn var Manchester United í 3.sæti deildarinnar með 23 stig á meðan Newcastle sat í 9.sæti með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×