Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2017 10:24 Það tók þrjá tíma fyrir björgunarsveitarmenn að komast upp Holtavörðuheiði frá Hvammstanga. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Landsbjorg. Átján björgunarsveitarmenn unnu að því að losa bíla sem sátu fastir á Holtavörðuheiði í nótt. Gunnar Örn Jakobsson, formaður björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga, stýrði aðgerðunum en útkall barst um klukkan tvö í nótt. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga og upp á Holtavörðuheiði, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra löng leið. Norðan megin á heiðinni var einn bíll sem hafði keyrt út af og þurfti að bjarga honum. Aðrir bílar sem voru fastir voru sunnan megin á heiðinni og höfðu hópast í kringum vörubíla sem höfðu fests á heiðinni. Auk björgunarsveitarmanna frá Hvammstanga voru björgunarsveitarmenn frá Akranesi, Reykholti og Borgarnesi að störfum á heiðinni. Þeir voru að týnast inn á níunda tímanum í morgun eftir að hafa unnið í þó nokkurn tíma við ekkert skyggni á Holtavörðuheiði. Aðstoða ökumenn víðsvegar um landið Björgunarsveitarmenn á Norðurlandi og Vesturlandi hafa í morgun aðstoðað ökumenn sem hafa lent í vandræðum víðs vegar um svæðið vegna færðar og veðurs. Til að mynda fór einn bíll út af í Önundarfirði á Vestfjörðum og þá hafa aðrir lent í vandræðum vegna hálku. Það sem af er degi hafa þrjú snjóflóð fallið, tvö við Ólafsfjarðarveg og eitt í Eyrarhlíð við Ísafjörð. Í gær féll snjóflóð utan þéttbýlis á Siglufirði og eitt í gærkvöldi við Ólafsfjarðarveg. Tvö snjóflóð féllu einnig í Súðavíkurhlíð í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar var Siglufjarðarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaðir í nótt vegna snjóflóðahætta en meta á ástandi í birtingu. Einnig er lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar.Snjóar fram á hádegi Samkvæmt veðurspá sem birtist á vef Vegagerðarinnar mun snjóa fram undir hádegi. Vestanlands og vestantil á Norðurlandi lægir mikið um tíma. Hvessir aftur um miðjan daginn með NA-átt og skafrenningi og að mestu án snjókomu. Frá Eyjafirði og austur úr verður viðvarandi éljagangur, blástur og blinda í dag. Í Öræfum versnar snögglega á milli kl. 12 og 13 og hríðarbylur verður til að byrja með. Snarpir sviptivindar allt 40-45 m/s í hviðum, einkum á kaflanum frá Skaftafelli austur fyrir Svínafell. Lægir ekki að gagni fyrr en í nótt.Færð og aðstæður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar:Hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og flughálka er á milli Kleifaheiðar og Brjánslækjar. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi.Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur.Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en þæfingsfærð og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Átján björgunarsveitarmenn unnu að því að losa bíla sem sátu fastir á Holtavörðuheiði í nótt. Gunnar Örn Jakobsson, formaður björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga, stýrði aðgerðunum en útkall barst um klukkan tvö í nótt. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga og upp á Holtavörðuheiði, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra löng leið. Norðan megin á heiðinni var einn bíll sem hafði keyrt út af og þurfti að bjarga honum. Aðrir bílar sem voru fastir voru sunnan megin á heiðinni og höfðu hópast í kringum vörubíla sem höfðu fests á heiðinni. Auk björgunarsveitarmanna frá Hvammstanga voru björgunarsveitarmenn frá Akranesi, Reykholti og Borgarnesi að störfum á heiðinni. Þeir voru að týnast inn á níunda tímanum í morgun eftir að hafa unnið í þó nokkurn tíma við ekkert skyggni á Holtavörðuheiði. Aðstoða ökumenn víðsvegar um landið Björgunarsveitarmenn á Norðurlandi og Vesturlandi hafa í morgun aðstoðað ökumenn sem hafa lent í vandræðum víðs vegar um svæðið vegna færðar og veðurs. Til að mynda fór einn bíll út af í Önundarfirði á Vestfjörðum og þá hafa aðrir lent í vandræðum vegna hálku. Það sem af er degi hafa þrjú snjóflóð fallið, tvö við Ólafsfjarðarveg og eitt í Eyrarhlíð við Ísafjörð. Í gær féll snjóflóð utan þéttbýlis á Siglufirði og eitt í gærkvöldi við Ólafsfjarðarveg. Tvö snjóflóð féllu einnig í Súðavíkurhlíð í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar var Siglufjarðarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaðir í nótt vegna snjóflóðahætta en meta á ástandi í birtingu. Einnig er lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar.Snjóar fram á hádegi Samkvæmt veðurspá sem birtist á vef Vegagerðarinnar mun snjóa fram undir hádegi. Vestanlands og vestantil á Norðurlandi lægir mikið um tíma. Hvessir aftur um miðjan daginn með NA-átt og skafrenningi og að mestu án snjókomu. Frá Eyjafirði og austur úr verður viðvarandi éljagangur, blástur og blinda í dag. Í Öræfum versnar snögglega á milli kl. 12 og 13 og hríðarbylur verður til að byrja með. Snarpir sviptivindar allt 40-45 m/s í hviðum, einkum á kaflanum frá Skaftafelli austur fyrir Svínafell. Lægir ekki að gagni fyrr en í nótt.Færð og aðstæður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar:Hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og flughálka er á milli Kleifaheiðar og Brjánslækjar. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi.Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur.Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en þæfingsfærð og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14