Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í Þýskalandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2017 19:00 Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Forseti Þýskalands kallaði í dag eftir því að flokkarnir færu aftur að samningaborðinu. Ríkisstjórnarsamstarf blokkar Kristilegra demókrata (CDU/CSU, Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja hefur verið kallað Jamaíkastjórnin eða Jamaíkabandalagið og er það skírskotun til lita í merkjum flokkanna sem eru þeir sömu og í þjóðfána Jamaíka. Önnur umferð stjórnarmyndunarviðræðna þessara flokka hófst á föstudag. Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi lá svo fyrir að flokkarnir þrír myndu ekki ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Tæpir tveir mánuðir eru frá þingkosningunum 24. september. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fjölmiðla í Berlín í dag. „Við stöndum frammi fyrir fordæmislausum aðstæðum sem hafa ekki sést í Þýskalandi í 70 ár. Nú reynir á stjórnmálaflokkana sem aldrei fyrr. Stjórnarmyndun er alltaf erfitt ferli baráttu og deilna en verkefnið að mynda stjórn er sennilega æðsta verkefni sem kjósendur fela flokkunum í hverju lýðræðisríki. Og þetta verkefni er enn fyrir hendi,“ sagði Steinmeier í dag. Hann bað flokkanna um að axla ábyrgð og snúa aftur að samningaborðinu. Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi flutti hingað til lands frá Þýskalandi um aldamótin síðustu.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonSabine Leskopf varaborgarfulltrúi er fædd í Þýskalandi en flutti hingað til lands um aldamótin. „Þetta er útfrá stjórnarskránni frekar flókið af því að í Þýskalandi þarf að kjósa fyrst kanslara. Ef það gengur ekki upp með hreinum meirihluta þarf að kjósa aftur og aftur. Svo er þetta svolítið ákvörðun forsetans, hvað hann gerir, hvort hann tilnefni kanslara í minnihlutastjórn eða hvort kosið verði á ný. En þingið getur ekki leyst sjálft sig upp. Það gengur ekki,“ segir Sabine. Forseti Þýskalands getur tilnefnt kanslara í minnihlutastjórn ef flokkarnir koma sér ekki saman um kanslaraefni. Frank Walter-Steinmeier er ekki spenntur fyrir því enda hefur það aldrei verið gert áður. Martin Schulz leiðtogi Jafnaðarmanna hefur útilokað samstarf með Kristilegum demókrötum. Það er því ekki ósennilegt að boðað verði til nýrra kosninga í Þýskalandi. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Forseti Þýskalands kallaði í dag eftir því að flokkarnir færu aftur að samningaborðinu. Ríkisstjórnarsamstarf blokkar Kristilegra demókrata (CDU/CSU, Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja hefur verið kallað Jamaíkastjórnin eða Jamaíkabandalagið og er það skírskotun til lita í merkjum flokkanna sem eru þeir sömu og í þjóðfána Jamaíka. Önnur umferð stjórnarmyndunarviðræðna þessara flokka hófst á föstudag. Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi lá svo fyrir að flokkarnir þrír myndu ekki ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Tæpir tveir mánuðir eru frá þingkosningunum 24. september. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fjölmiðla í Berlín í dag. „Við stöndum frammi fyrir fordæmislausum aðstæðum sem hafa ekki sést í Þýskalandi í 70 ár. Nú reynir á stjórnmálaflokkana sem aldrei fyrr. Stjórnarmyndun er alltaf erfitt ferli baráttu og deilna en verkefnið að mynda stjórn er sennilega æðsta verkefni sem kjósendur fela flokkunum í hverju lýðræðisríki. Og þetta verkefni er enn fyrir hendi,“ sagði Steinmeier í dag. Hann bað flokkanna um að axla ábyrgð og snúa aftur að samningaborðinu. Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi flutti hingað til lands frá Þýskalandi um aldamótin síðustu.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonSabine Leskopf varaborgarfulltrúi er fædd í Þýskalandi en flutti hingað til lands um aldamótin. „Þetta er útfrá stjórnarskránni frekar flókið af því að í Þýskalandi þarf að kjósa fyrst kanslara. Ef það gengur ekki upp með hreinum meirihluta þarf að kjósa aftur og aftur. Svo er þetta svolítið ákvörðun forsetans, hvað hann gerir, hvort hann tilnefni kanslara í minnihlutastjórn eða hvort kosið verði á ný. En þingið getur ekki leyst sjálft sig upp. Það gengur ekki,“ segir Sabine. Forseti Þýskalands getur tilnefnt kanslara í minnihlutastjórn ef flokkarnir koma sér ekki saman um kanslaraefni. Frank Walter-Steinmeier er ekki spenntur fyrir því enda hefur það aldrei verið gert áður. Martin Schulz leiðtogi Jafnaðarmanna hefur útilokað samstarf með Kristilegum demókrötum. Það er því ekki ósennilegt að boðað verði til nýrra kosninga í Þýskalandi.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira