Gæti tekið þessa viku að skrifa stjórnarsáttmálann Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2017 18:30 Formenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu áfram að skrifa málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag en sú vinna gæti tekið alla þessa viku. Ekki er búið að skipta ráðuneytum á milli flokkanna en gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Í dag er vika síðan að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hófust en það var mánudaginn 13. nóvember, daginn sem þingflokkarnir samþykktu að hefja formlegar viðræður. Í dag eru 23 dagar frá alþingiskosningum. Sigurður Ingi Jóhannsson var mættur fyrstur á fund formanna flokka í ráðherrabústaðnum í morgun. „Við ætlum að vanda okkur. Þetta skiptir máli og við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi. Við sjáum alveg til enda og það eru engin stórmál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það hvað þarf að gera svo við göngum öll í takt frá fyrsta degi,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir fengu í síðustu viku sérfræðinga til fundar við sig. Meðal annars landlækni og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að þessir fundir hafi reynst gagnlegir. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir. Það liggur fyrir til að mynda gagnvart vinnumarkaðnum að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það væri möguleiki á því að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við. Þannig að já, þetta hafa verið mjög gagnlegir fundir,“ segir Katrín. Formenn flokkanna segjast öll bjartsýn á að það takist að ljúka gerð málefnasamnings nýrrar ríkisstjórnar þótt það gæti tekið alla þessa viku. „Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til þess að nýta þær einstöku aðstæður til þess að byggja upp landið og ná árangri við sókn í átt að betri lífskjörum. Það má ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifærið glatist í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Formenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu áfram að skrifa málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag en sú vinna gæti tekið alla þessa viku. Ekki er búið að skipta ráðuneytum á milli flokkanna en gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Í dag er vika síðan að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hófust en það var mánudaginn 13. nóvember, daginn sem þingflokkarnir samþykktu að hefja formlegar viðræður. Í dag eru 23 dagar frá alþingiskosningum. Sigurður Ingi Jóhannsson var mættur fyrstur á fund formanna flokka í ráðherrabústaðnum í morgun. „Við ætlum að vanda okkur. Þetta skiptir máli og við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi. Við sjáum alveg til enda og það eru engin stórmál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það hvað þarf að gera svo við göngum öll í takt frá fyrsta degi,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir fengu í síðustu viku sérfræðinga til fundar við sig. Meðal annars landlækni og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að þessir fundir hafi reynst gagnlegir. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir. Það liggur fyrir til að mynda gagnvart vinnumarkaðnum að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það væri möguleiki á því að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við. Þannig að já, þetta hafa verið mjög gagnlegir fundir,“ segir Katrín. Formenn flokkanna segjast öll bjartsýn á að það takist að ljúka gerð málefnasamnings nýrrar ríkisstjórnar þótt það gæti tekið alla þessa viku. „Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til þess að nýta þær einstöku aðstæður til þess að byggja upp landið og ná árangri við sókn í átt að betri lífskjörum. Það má ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifærið glatist í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira