Smitvarnir innfluttra hunda Árni Stefán Árnason skrifar 20. nóvember 2017 12:44 Lágvær umræða á sér nú stað um innflutningsmál hunda en hundar, sem fluttir eru til landsins þurfa að fara í 28 daga einangrun í sóttkví þar sem tekin eru úr þeim sýni í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þeir séu ekki smitberar smitsjúkdóma eða beri með sér sníkjudýr. Þessi umræða mun senn taka endi án árangurs. Það er háttur íslenskrar umræðu um ýmiskonar málefni. Út hefur verið gefin löng skýrsla Félags ábyrgra hundeigenda, sem ég hef skimað. Atriði í skýrslunni hefur Matvælastofnun gagnrýnt. Þá gagnrýni hef ég líka skimað. Ég hef 27 ára reynslu af innflutningi hunda, hef ásamt öðrum með rökum barist fyrir að henni verði aflétt m.a. með fjöldaundirrituðu rökstuddu bænaskjali afhent forseta Alþingis fyrir tveimur árum. Það hefur engan árangur borið þar, sem Alþingi hefur ekki áhuga á þessu máli, því miður. Mínir hundar hafa allir komið frá Englandi. Þar í landi lýsa sérfræðingar undrun yfir háttalagi íslenskra yfirvalda og greina má háðungslegt bros í andliti þeirra þegar hundur ætlaður til útflutnings til Íslands birtist á læknastofum til meðhöndlunar samkvæmt þeim kröfum, sem Matvælastofnun gerir. Dýralækningar og rannsóknir á smitsjúdómum og öll meðferð er mjög háþróuð í Englandi. Hver ræður lengd sóttkvíar á Íslandi? Það er yfirdýralæknir samkvæmt lögum um innflutning á hundum. Af einhverjum ástæðu telur yfirdýralæknir sig vita betur en allir aðrir í kringum í þessum efnum. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Matvælastofnun munu hundar vistaðir í eingangrun til að tryggja að blóðsýni sýni að þeir beri ekki með sér hestainnflúensu eða ef sníkjudýr finnast í saur eða feldi þá hljóti það meðhöndlun. Hvorugt kallar á 28 daga einangrun einstaklinga af þessari tegund, þar sem þeir eru sviptir flestum eðlislægum þörfum sínum og mörgu fleiru , sem þeir eru vanir og þarfnast þvert á kröfu laga um velferð dýra. Semsagt og samkvæmt MAST er verið að tryggja hagsmuni hrosseigendasamfélagsins á Íslandi með þessari athæfi, sem ég kalla sóttkví. Sníkjudýrameðferð er auðveldlega hægt að framkvæma í heimahúsi. Í skýrslu FÁH er aðbúnaður og atlæti í sóttkvínni í Höfnum gagnrýndur. Reynslu minnar vegna hef ég skoðun á báðu. Aðbúnaður er ekki til fyrirmyndar í skilningi athafnarýmis og stenst vart reglur dýravelferðarlaga. Hundarnir, einkum þeir sem hafa eðlislæga þörf fyrir mikið athafnarými eru með öllu sviptir því. Um atlætið gildir allt annað en það er líka gagnrýnt í skýrslunni. Mín skoðun er sú að atlætið sé hið besta. Mín tilfinning er sú að rekstaraðilar sinni dýrunum með þeim félagsskap sem hvert dýr kallar á. Allir mínir hundar, sem eru af meðalstórri veiðihundategund, sem eru miklar félagsverur hafa lokið vist sinni með sóma. Ég tel að rekstaraðilar hafi sinnt þörf minna hunda af alúð. Hafið er yfir allan vafa að einangrun fyrir hunda á að vera barns síns tíma, þó með einum mikilvægum fyrirvara. Gæta verður gaumgæfilega að svindlurum. Til eru illa innrættir aðilar, einkum austantjalds, sem virðast ekki hika við að svindla pappíra um heilbrigðisvottun og sprautumeðferðir. Því þyrftu stjórnvöld að setja upp nýja áætlun og regluverk þar, sem tekið er tillit til þess að það eru til svartir sauðir í þessum bransa, sem bera litla sem enga virðingu fyrir dýravelferð. Sá hluti þeirra hunda, sem kemur frá áreiðanlegum aðilum ætti hins vegar ekki að þurfa að þola þann feril sem lagður er á þá og eigendur þeirra eins og reglur kveða nú á um. Meðalhófs á að gæta í öllum stjórnsýsluákvörðunum. Það er meginregla stjórnsýslulaga. 28 daga einangrun er ekki meðalhóf þegar leysa má mál með mildari hætti til að ná lögmætum árangri. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Sjá meira
Lágvær umræða á sér nú stað um innflutningsmál hunda en hundar, sem fluttir eru til landsins þurfa að fara í 28 daga einangrun í sóttkví þar sem tekin eru úr þeim sýni í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þeir séu ekki smitberar smitsjúkdóma eða beri með sér sníkjudýr. Þessi umræða mun senn taka endi án árangurs. Það er háttur íslenskrar umræðu um ýmiskonar málefni. Út hefur verið gefin löng skýrsla Félags ábyrgra hundeigenda, sem ég hef skimað. Atriði í skýrslunni hefur Matvælastofnun gagnrýnt. Þá gagnrýni hef ég líka skimað. Ég hef 27 ára reynslu af innflutningi hunda, hef ásamt öðrum með rökum barist fyrir að henni verði aflétt m.a. með fjöldaundirrituðu rökstuddu bænaskjali afhent forseta Alþingis fyrir tveimur árum. Það hefur engan árangur borið þar, sem Alþingi hefur ekki áhuga á þessu máli, því miður. Mínir hundar hafa allir komið frá Englandi. Þar í landi lýsa sérfræðingar undrun yfir háttalagi íslenskra yfirvalda og greina má háðungslegt bros í andliti þeirra þegar hundur ætlaður til útflutnings til Íslands birtist á læknastofum til meðhöndlunar samkvæmt þeim kröfum, sem Matvælastofnun gerir. Dýralækningar og rannsóknir á smitsjúdómum og öll meðferð er mjög háþróuð í Englandi. Hver ræður lengd sóttkvíar á Íslandi? Það er yfirdýralæknir samkvæmt lögum um innflutning á hundum. Af einhverjum ástæðu telur yfirdýralæknir sig vita betur en allir aðrir í kringum í þessum efnum. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Matvælastofnun munu hundar vistaðir í eingangrun til að tryggja að blóðsýni sýni að þeir beri ekki með sér hestainnflúensu eða ef sníkjudýr finnast í saur eða feldi þá hljóti það meðhöndlun. Hvorugt kallar á 28 daga einangrun einstaklinga af þessari tegund, þar sem þeir eru sviptir flestum eðlislægum þörfum sínum og mörgu fleiru , sem þeir eru vanir og þarfnast þvert á kröfu laga um velferð dýra. Semsagt og samkvæmt MAST er verið að tryggja hagsmuni hrosseigendasamfélagsins á Íslandi með þessari athæfi, sem ég kalla sóttkví. Sníkjudýrameðferð er auðveldlega hægt að framkvæma í heimahúsi. Í skýrslu FÁH er aðbúnaður og atlæti í sóttkvínni í Höfnum gagnrýndur. Reynslu minnar vegna hef ég skoðun á báðu. Aðbúnaður er ekki til fyrirmyndar í skilningi athafnarýmis og stenst vart reglur dýravelferðarlaga. Hundarnir, einkum þeir sem hafa eðlislæga þörf fyrir mikið athafnarými eru með öllu sviptir því. Um atlætið gildir allt annað en það er líka gagnrýnt í skýrslunni. Mín skoðun er sú að atlætið sé hið besta. Mín tilfinning er sú að rekstaraðilar sinni dýrunum með þeim félagsskap sem hvert dýr kallar á. Allir mínir hundar, sem eru af meðalstórri veiðihundategund, sem eru miklar félagsverur hafa lokið vist sinni með sóma. Ég tel að rekstaraðilar hafi sinnt þörf minna hunda af alúð. Hafið er yfir allan vafa að einangrun fyrir hunda á að vera barns síns tíma, þó með einum mikilvægum fyrirvara. Gæta verður gaumgæfilega að svindlurum. Til eru illa innrættir aðilar, einkum austantjalds, sem virðast ekki hika við að svindla pappíra um heilbrigðisvottun og sprautumeðferðir. Því þyrftu stjórnvöld að setja upp nýja áætlun og regluverk þar, sem tekið er tillit til þess að það eru til svartir sauðir í þessum bransa, sem bera litla sem enga virðingu fyrir dýravelferð. Sá hluti þeirra hunda, sem kemur frá áreiðanlegum aðilum ætti hins vegar ekki að þurfa að þola þann feril sem lagður er á þá og eigendur þeirra eins og reglur kveða nú á um. Meðalhófs á að gæta í öllum stjórnsýsluákvörðunum. Það er meginregla stjórnsýslulaga. 28 daga einangrun er ekki meðalhóf þegar leysa má mál með mildari hætti til að ná lögmætum árangri. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun