Ítalska sambandið vill að Antonio Conte taki við ítalska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 08:00 Antonio Conte gleymdi kannski að taka sig fyrir leik helgarinnar en hér fagnar hann góðum sigri Chelsea á West Bromwich Albion. Vísir/Getty Ítalir komust ekki á HM í fótbolta eins og við Íslendingar og Ítalir þurfa nú að líta til framtíðar og byggja upp nýtt landslið. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins vill einn mann í starfið fremur en annan. Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, gaf það í skyn í viðtali við Gazzetta Dello Sport í gær að knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Conte, væri efstur á óskalistanum yfir næsta þjálfara landsliðsins. Giampiero Ventura var rekinn sem þjálfari ítalska landsliðsins eftir að Ítalir töpuðu umspilinu á móti Svíum í síðustu viku en Svíarnir komust áfram á 1-0 sigri í fyrri leiknum þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í þeim síðari. Antonio Conte þjálfaði ítalska landsliðið til og með Evrópumótsins 2016 en hætti þá og tók við enska liðinu Chelsea sem hann gerði svo að Englandsmeisturum á sínum fyrsta tímabili. Ventura tók við af Conte en undir hans stjórn missti ítalska landsliðið af HM í fyrsta sinn frá 1958. „[Massimiliano] Allegri, [Roberto] Mancini, [Carlo] Ancelotti. Ég segi að þú sért að hitna,“ sagði Carlo Tavecchio í viðtalinu við Gazzetta Dello Sport og bætti svo við: „og Conte? Eldur,“ sagði Tavecchio en BBC hefur þetta eftir ítalska blaðinu. Massimiliano Allegri er þjálfari Juventus og hann segist vilja taka við landsliðinu en bara ekki nærri því strax. Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, er í starfi hjá Zenit Sankti Pétursborg en Carlo Ancelotti er atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Bayern München. Það hefur verið talsvert skrifað um það að Antonio Conte sé óánægður á Stamford Bridge og því telja menn einhverjar líkur á því að hann gæti komið til baka og tekið við ítalska landsliðinu. Hvort þetta útspil forsetans auki líkurnar á því verður að koma í ljós. Carlo Tavecchio er hinsvegar ekkert að fela það hverjum hann kennir um ófarir ítalska landsliðsins í undankeppni Hm 2018. „Ventura á alls sökina. Hann valdi starfsliðið og hann ber alla ábyrgð. Við hjá sambandinu skiptum okkur aldrei af hans starfi.,“ sagði Tavecchio. HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Ítalir komust ekki á HM í fótbolta eins og við Íslendingar og Ítalir þurfa nú að líta til framtíðar og byggja upp nýtt landslið. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins vill einn mann í starfið fremur en annan. Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, gaf það í skyn í viðtali við Gazzetta Dello Sport í gær að knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Conte, væri efstur á óskalistanum yfir næsta þjálfara landsliðsins. Giampiero Ventura var rekinn sem þjálfari ítalska landsliðsins eftir að Ítalir töpuðu umspilinu á móti Svíum í síðustu viku en Svíarnir komust áfram á 1-0 sigri í fyrri leiknum þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í þeim síðari. Antonio Conte þjálfaði ítalska landsliðið til og með Evrópumótsins 2016 en hætti þá og tók við enska liðinu Chelsea sem hann gerði svo að Englandsmeisturum á sínum fyrsta tímabili. Ventura tók við af Conte en undir hans stjórn missti ítalska landsliðið af HM í fyrsta sinn frá 1958. „[Massimiliano] Allegri, [Roberto] Mancini, [Carlo] Ancelotti. Ég segi að þú sért að hitna,“ sagði Carlo Tavecchio í viðtalinu við Gazzetta Dello Sport og bætti svo við: „og Conte? Eldur,“ sagði Tavecchio en BBC hefur þetta eftir ítalska blaðinu. Massimiliano Allegri er þjálfari Juventus og hann segist vilja taka við landsliðinu en bara ekki nærri því strax. Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, er í starfi hjá Zenit Sankti Pétursborg en Carlo Ancelotti er atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Bayern München. Það hefur verið talsvert skrifað um það að Antonio Conte sé óánægður á Stamford Bridge og því telja menn einhverjar líkur á því að hann gæti komið til baka og tekið við ítalska landsliðinu. Hvort þetta útspil forsetans auki líkurnar á því verður að koma í ljós. Carlo Tavecchio er hinsvegar ekkert að fela það hverjum hann kennir um ófarir ítalska landsliðsins í undankeppni Hm 2018. „Ventura á alls sökina. Hann valdi starfsliðið og hann ber alla ábyrgð. Við hjá sambandinu skiptum okkur aldrei af hans starfi.,“ sagði Tavecchio.
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira