„Þurfum að láta stjórnmálin ganga upp núna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2017 19:53 Formenn flokkanna þriggja voru mættir í sjónvarpssal í kvöld. Vísir/Anton Formenn stjórnarflokkanna þriggja vonast til þess að með stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sé pólitískum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum lokið. Traust og skilningur ríki á milli leiðtoga flokkanna sem muni hjálpa til við úrlausn þeirra mála sem upp geti komið á kjörtímabilinu. Leiðtogar flokkanna voru gestir Heimis Más Péturssonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum í dag. Athygli vekur að í ríkisstjórnina sitja tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Var Katrín spurð að því hvort að hún myndi ná að hafa tökin á þeim tveimur, mönnum sem væru vanir að stjórna? „Ég hef nú bara ekki nokkrar áhyggjur af því,“ svaraði Katrín sem er aðeins önnur konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra Íslands. Hún segir það alveg skýrt að stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja beri þess merki að hér séu ólíkir flokkar á ferð. „Þar af leiðandi er hann svolítið öðruvísi en þeir stjórnarsáttmálar sem að ég hef lesið. Það er ekki þessi skýra vinstri eða hægri áhersla. Hins vegar mjög skýr áhersla á þau sameiginlegu verkefni sem við viljum ráðast í.“Formennirnir þrír þegar þeir kynntu sáttmálann í morgun.vísir/eyþórÞá segir hún það liggja fyrir að flokkarnir hafi ólíka sýn á ákveðin mál en samtalið sem átti sér stað á milli flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðunum hafi verið gott og það muni skipta sköpum þegar komið að því að taka á erfiðum verkefnum. „Við brennum auðvitað öll fyrir okkar pólitík og hún er mjög ólík. En það er líka mikilvægt í pólitík að geta leyft sér það að takast á um þau mál sem við erum ósammála um en vera um leið sammála um hinar stærri línur ef fólk er sammála um það að þjóni stærri hagsmunum en endilega hagsmunum hvers flokks fyrir sig,“ sagði KatrínMinna spennustig eftir kosningarnar Formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Katrínar og sagði að hið þriggja vikna samtal á milli flokkanna hafi verið skynsamlegt. Þá hafi andrúmsloftið eftir kosningarnar nú verið öðruvísi en eftir kosningarnar á síðasta ári, þrátt fyrir að harkalega hafi verið tekist á fyrir kosningarnar. Þetta andrúmsloft hafi auðveldað stjórnarmyndun. „En þegar upp var staðið fannst mér samtalið sem átti sér stað eftir kosningar bera þess mjög merki að það finna allir að við þurfum að láta stjórnmálin ganga upp núna fyrir þjóðina. Með þennan meðbyr sem við höfum á svo mörgum sviðum til þess að gera betur þá hjálpaði það. Það að kjósa tvisvar á einu ári er að hafa áhrif á þetta samtal,“ sagði Bjarni. Svöruðum kallinu Sigurður Ingi Jóhannesson tók undir orð Bjarna og Katrínar en bætti við að margir upplifi það að hægt væri að gera betur og þá sérsaklega þegar kæmi að uppbyggingu menntakerfisins, í heilbrigðismálum og í samgöngumálum. Við þær aðstæður væri mikilvæg að leggja til hliðar ágreiningsefni flokkanna.„Aðstæður á íslenskri pólítik kalla kannski á að við reynum að finna á hvað það er sem sameinar okkur til þess að geta gert nákvæmlega þetta sem fólkið hefur verið að kalla eftir,“ sagði Sigurður Ingi.„Hér koma þrír ólíkir flokkar, vissulega stærstu flokkarnir á þingi, sem spanna hið pólitíska litrof frá hægri til vinstri og segja: „Já við treystum okkur í það.““ Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna þriggja vonast til þess að með stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sé pólitískum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum lokið. Traust og skilningur ríki á milli leiðtoga flokkanna sem muni hjálpa til við úrlausn þeirra mála sem upp geti komið á kjörtímabilinu. Leiðtogar flokkanna voru gestir Heimis Más Péturssonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum í dag. Athygli vekur að í ríkisstjórnina sitja tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Var Katrín spurð að því hvort að hún myndi ná að hafa tökin á þeim tveimur, mönnum sem væru vanir að stjórna? „Ég hef nú bara ekki nokkrar áhyggjur af því,“ svaraði Katrín sem er aðeins önnur konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra Íslands. Hún segir það alveg skýrt að stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja beri þess merki að hér séu ólíkir flokkar á ferð. „Þar af leiðandi er hann svolítið öðruvísi en þeir stjórnarsáttmálar sem að ég hef lesið. Það er ekki þessi skýra vinstri eða hægri áhersla. Hins vegar mjög skýr áhersla á þau sameiginlegu verkefni sem við viljum ráðast í.“Formennirnir þrír þegar þeir kynntu sáttmálann í morgun.vísir/eyþórÞá segir hún það liggja fyrir að flokkarnir hafi ólíka sýn á ákveðin mál en samtalið sem átti sér stað á milli flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðunum hafi verið gott og það muni skipta sköpum þegar komið að því að taka á erfiðum verkefnum. „Við brennum auðvitað öll fyrir okkar pólitík og hún er mjög ólík. En það er líka mikilvægt í pólitík að geta leyft sér það að takast á um þau mál sem við erum ósammála um en vera um leið sammála um hinar stærri línur ef fólk er sammála um það að þjóni stærri hagsmunum en endilega hagsmunum hvers flokks fyrir sig,“ sagði KatrínMinna spennustig eftir kosningarnar Formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Katrínar og sagði að hið þriggja vikna samtal á milli flokkanna hafi verið skynsamlegt. Þá hafi andrúmsloftið eftir kosningarnar nú verið öðruvísi en eftir kosningarnar á síðasta ári, þrátt fyrir að harkalega hafi verið tekist á fyrir kosningarnar. Þetta andrúmsloft hafi auðveldað stjórnarmyndun. „En þegar upp var staðið fannst mér samtalið sem átti sér stað eftir kosningar bera þess mjög merki að það finna allir að við þurfum að láta stjórnmálin ganga upp núna fyrir þjóðina. Með þennan meðbyr sem við höfum á svo mörgum sviðum til þess að gera betur þá hjálpaði það. Það að kjósa tvisvar á einu ári er að hafa áhrif á þetta samtal,“ sagði Bjarni. Svöruðum kallinu Sigurður Ingi Jóhannesson tók undir orð Bjarna og Katrínar en bætti við að margir upplifi það að hægt væri að gera betur og þá sérsaklega þegar kæmi að uppbyggingu menntakerfisins, í heilbrigðismálum og í samgöngumálum. Við þær aðstæður væri mikilvæg að leggja til hliðar ágreiningsefni flokkanna.„Aðstæður á íslenskri pólítik kalla kannski á að við reynum að finna á hvað það er sem sameinar okkur til þess að geta gert nákvæmlega þetta sem fólkið hefur verið að kalla eftir,“ sagði Sigurður Ingi.„Hér koma þrír ólíkir flokkar, vissulega stærstu flokkarnir á þingi, sem spanna hið pólitíska litrof frá hægri til vinstri og segja: „Já við treystum okkur í það.““
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira