Óvissan um Andrés og Rósu „ekki vandamál í okkar augum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 10:33 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins kynnti sáttmálann fyrir flokksmönnum sínum í gærkvöldi. Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki áhyggjur af þeirri óvissu sem er varðandi meirihluta nýrrar ríkisstjórnar. Tveir þingmenn Vinstri grænna styðja ekki stjórnarsáttmálann og eftir á að koma í ljós hvort þingmennirnir að baki ríkisstjórninni verði þá 33 eða 35. „Ég veit ekki hvort það séu vonbrigði,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður, á kynningarfundi formannanna í Listasafni Íslands í morgun, um útspil þingmannanna tveggja, Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur. Formennirnir hefðu allir kosið að hafa alla þingmennina á bak við sig. „Þetta er ekki vandamál í okkar augum,“ bætti Framsóknarformaðurinn við. Minnti hann á að skoðun þingmannanna tveggja á samstarfi flokkanna hefði legið fyrir við upphaf viðræðna flokkanna. Bjarni Benediktsson sagðist mjög vongóður um að ríkisstjórnin yrði verkmikil og næði að sinna mikilvægum verkefnum fyrir þjóðfélagið. „Þetta sýnir auðvitað mikinn styrk ef það fer þannig að við höfum ekki styrk allra þingmanna þessara flokka, að vera samt með ágætan meirihluta með þriggja flokka samstarfi,“ sagði Bjarni. Ákveði Andrés Ingi og Rósa Björk að styðja ekki ríkisstjórnina hefur stjórnin 33 þingmenn af 63. Fyrri ríkisstjórn Sjálftæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafði 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta. Bjarni sagðist ekki gera athugasemdir við að þingmenn annarra flokka lýstu sínum skoðunum.Vísir fylgist með gangi mála í stjórnmálunum í allan dag í Vaktinni. Kosningar 2017 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki áhyggjur af þeirri óvissu sem er varðandi meirihluta nýrrar ríkisstjórnar. Tveir þingmenn Vinstri grænna styðja ekki stjórnarsáttmálann og eftir á að koma í ljós hvort þingmennirnir að baki ríkisstjórninni verði þá 33 eða 35. „Ég veit ekki hvort það séu vonbrigði,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður, á kynningarfundi formannanna í Listasafni Íslands í morgun, um útspil þingmannanna tveggja, Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur. Formennirnir hefðu allir kosið að hafa alla þingmennina á bak við sig. „Þetta er ekki vandamál í okkar augum,“ bætti Framsóknarformaðurinn við. Minnti hann á að skoðun þingmannanna tveggja á samstarfi flokkanna hefði legið fyrir við upphaf viðræðna flokkanna. Bjarni Benediktsson sagðist mjög vongóður um að ríkisstjórnin yrði verkmikil og næði að sinna mikilvægum verkefnum fyrir þjóðfélagið. „Þetta sýnir auðvitað mikinn styrk ef það fer þannig að við höfum ekki styrk allra þingmanna þessara flokka, að vera samt með ágætan meirihluta með þriggja flokka samstarfi,“ sagði Bjarni. Ákveði Andrés Ingi og Rósa Björk að styðja ekki ríkisstjórnina hefur stjórnin 33 þingmenn af 63. Fyrri ríkisstjórn Sjálftæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafði 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta. Bjarni sagðist ekki gera athugasemdir við að þingmenn annarra flokka lýstu sínum skoðunum.Vísir fylgist með gangi mála í stjórnmálunum í allan dag í Vaktinni.
Kosningar 2017 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira