Þriðjungslíkur á að vél taki starfið þitt Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 06:27 Angela Merkel má gera ráð fyrir því að hlutfallslega fleiri landar hennar muni missa vinnuna heldur en Narendra Modi. Vísir/Getty Allt að 800 milljón manns munu hafa misst vinnuna í hendur sjálfvirkra vélmenna árið 2030. Aukin sjálfvirkni mun þannig hafa bein áhrif á næstum fimmtung allra starfa í heiminum næsta áratuginn. Þetta eru niðurstöður umfangsmikillar skýrslu sem ráðgjafastofnunin McKinsey Global Institute kynnti á dögunum. Rannsóknin tók til 46 ríkja og næstum 800 starfsgreina. Þar kemur fram að um þriðjungur alls vinnuafls í ríkari löndum á borð við Þýskaland og Bandaríkin mun þurfa á róa á önnur mið og að störf sem lúta að matvælaframleiðslu og stjórnun véla muni nær algjörlega hverfa. Störfum í fátækari löndum, sem ekki hafa bolmagnið til að fjárfesta í dýrum vélum, mun síður fækka. Þannig er áætlað að aðeins 9 prósent vinnuafls í Indland muni missa vinnuna í hendur véla fram til ársins 2030.Barþjónar geta andað rólega Í skýrslu McKinsey kemur að sama skapi fram að læknar, lögfræðingar, kennarar og barþjónar ættu ekki að þurfa óttast vélvæðinguna enda muni þeirra störf ekki hverfa á næstunni. Pípulagingamenn, garðyrkjufræðingar og fólk í ummönnunarstörfum getur einnig andað rólega. Hins vegar ættu hvers kyns aðstoðarmenn, sem og bókhaldarar, mögulega að fara að hugsa sér til hreyfings. Vélmennavæðingunni muni þó fylgja ýmis störf að mati rannsakendanna, rétt eins og gerðist með tilkomu heimilistölvunnar þegar fjöldamörg þjónustu- og viðhaldsstörf spruttu fram á sjónarsviðið. Engu að síður er það mat skýrsluhöfunda að stjórnvöld, jafnt í ríkari sem fátækari löndum, ættu að huga að endurþjálfun mannauðs - fyrr en síðar. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Allt að 800 milljón manns munu hafa misst vinnuna í hendur sjálfvirkra vélmenna árið 2030. Aukin sjálfvirkni mun þannig hafa bein áhrif á næstum fimmtung allra starfa í heiminum næsta áratuginn. Þetta eru niðurstöður umfangsmikillar skýrslu sem ráðgjafastofnunin McKinsey Global Institute kynnti á dögunum. Rannsóknin tók til 46 ríkja og næstum 800 starfsgreina. Þar kemur fram að um þriðjungur alls vinnuafls í ríkari löndum á borð við Þýskaland og Bandaríkin mun þurfa á róa á önnur mið og að störf sem lúta að matvælaframleiðslu og stjórnun véla muni nær algjörlega hverfa. Störfum í fátækari löndum, sem ekki hafa bolmagnið til að fjárfesta í dýrum vélum, mun síður fækka. Þannig er áætlað að aðeins 9 prósent vinnuafls í Indland muni missa vinnuna í hendur véla fram til ársins 2030.Barþjónar geta andað rólega Í skýrslu McKinsey kemur að sama skapi fram að læknar, lögfræðingar, kennarar og barþjónar ættu ekki að þurfa óttast vélvæðinguna enda muni þeirra störf ekki hverfa á næstunni. Pípulagingamenn, garðyrkjufræðingar og fólk í ummönnunarstörfum getur einnig andað rólega. Hins vegar ættu hvers kyns aðstoðarmenn, sem og bókhaldarar, mögulega að fara að hugsa sér til hreyfings. Vélmennavæðingunni muni þó fylgja ýmis störf að mati rannsakendanna, rétt eins og gerðist með tilkomu heimilistölvunnar þegar fjöldamörg þjónustu- og viðhaldsstörf spruttu fram á sjónarsviðið. Engu að síður er það mat skýrsluhöfunda að stjórnvöld, jafnt í ríkari sem fátækari löndum, ættu að huga að endurþjálfun mannauðs - fyrr en síðar.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent