Sóknin er besta vörnin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Það var sérlega ánægjulegt að lesa fréttina af sauðfjárbændunum í Árdal í Kelduhverfi á dögunum sem ákváðu að vinna allt sitt kjöt sjálf í haust og taka sölumálin í sínar eigin hendur. Þannig tókst þeim að selja alla sína lambakjötsframleiðslu á aðeins tveim dögum, alls 130 skrokka, og að sögn bændanna fengu þau meira en 100% hærra verð fyrir hvert kíló af dilkakjötinu miðað við verðskrá sinnar afurðastöðvar, að frádregnum öllum tilkostnaði. Þó að þessi leið sé eflaust ekki öllum bændum fær í núverandi árferði þá er þetta lítið dæmi um hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi og stjórnmálamenn eru ekki að þvælast fyrir að óþörfu. Það sama mætti segja um afurðastöðvarnar en umhverfi þeirra þarfnast endurskoðunar þannig að þær styðji betur við bæði bændur og neytendur. Fleiri dæmi væri hægt að nefna um ýmis úrræði sauðfjárbænda síðustu vikur eftir að bændaforystan hafnaði aðstoð stjórnvalda vegna alvarlegrar stöðu greinarinnar. Umræðan, sem upphaflega snerist að mestu um mögulegt inngrip hins opinbera og harða gagnrýni á undirritaða færðist á endanum yfir í afar uppbyggilega umræðu um hvað greinin gæti gert sjálf til að bæta meðal annars vöruþróun og markaðssetningu. Vonandi tekst komandi ríkisstjórn að byggja á því samtali og bæta þannig starfsumhverfi greinarinnar til framtíðar þannig að nauðsynlegur stuðningur við greinina nýtist bændum og neytendum sem best. Tækifærin eru sannarlega til staðar en á þessu sviði eins og fleirum þarf að ráðast að rót vandans og hætta að setja kíkinn fyrir blinda augað. Hið sama gildir um mjólkuriðnaðinn á Íslandi sem stendur traustum fótum og er í miklum sóknarhug samanber viðtal við forstjóra MS og formann atvinnuveganefndar hins markaðssinnaða Sjálfstæðisflokks þar sem hann lýsir metnaðarfullum útrásardraumum fyrirtækisins. Fyrirtæki, sem nýtur einokunaraðstöðu innanlands og hefur burði í slíkar fyrirætlanir hlýtur að teljast tilbúið til að losa sig við hjálpardekkin sem reyndust nauðsynleg fyrir greinina til að hagræða sem skyldi á sínum tíma. Með því á ég auðvitað við að rétt sé að færa greinina undir almenn samkeppnislög og tryggja þannig að allir sitji við sama borð. Það er ekki þar með sagt að greinin geti ekki nýtt sér undanþáguákvæði, líkt og gert er á fjarskiptamarkaði og víðar en í þeim efnum þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig í samstarfi við Samkeppniseftirlitið og í samræmi við almenn samkeppnislög. Viðhald sérreglna til nánast eins fyrirtækis á ekki lengur við í íslensku samfélagi. Þetta eiga allir að sjá sem hafa fylgt sér utan um hugsjónir um frjálst og opið markaðssamfélag. Það hefur verið sannkallaður heiður að vera landbúnaðarráðherra það sem af er ári. Það er auðvitað ekkert launungarmál að ég hef nálgast starfið með öðrum hætti en forverar mínir og eflaust hefði ég mátt vanda mig betur í ýmsum samskiptum. Eftir stendur sú staðreynd að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands starfa í þágu allra landsmanna ekki einungis ákveðinna hópa eftir því hvaða ráðuneyti á í hlut. Þetta er sérlega mikilvægt þegar kemur að ráðuneytum sem útdeila háum fjárhæðum úr okkar sameiginlegu sjóðum eða fara með stjórn á auðlindum þjóðarinnar. Með þessa sýn að leiðarljósi hafði ég lagt drög að því að breyta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í matvælaráðuneytið. Var það liður í að klippa enn frekar á strengi hagsmunaafla sem of lengi hafa haft of greiðan aðgang að pólitískum ákvörðunartökum ráðuneytisins en ekki síður var það liður til að undirbúa þessar mikilvægu atvinnugreinar til frekari sóknar inn í framtíðina. Því tækifærin eru sannarlega gríðarleg. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það var sérlega ánægjulegt að lesa fréttina af sauðfjárbændunum í Árdal í Kelduhverfi á dögunum sem ákváðu að vinna allt sitt kjöt sjálf í haust og taka sölumálin í sínar eigin hendur. Þannig tókst þeim að selja alla sína lambakjötsframleiðslu á aðeins tveim dögum, alls 130 skrokka, og að sögn bændanna fengu þau meira en 100% hærra verð fyrir hvert kíló af dilkakjötinu miðað við verðskrá sinnar afurðastöðvar, að frádregnum öllum tilkostnaði. Þó að þessi leið sé eflaust ekki öllum bændum fær í núverandi árferði þá er þetta lítið dæmi um hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi og stjórnmálamenn eru ekki að þvælast fyrir að óþörfu. Það sama mætti segja um afurðastöðvarnar en umhverfi þeirra þarfnast endurskoðunar þannig að þær styðji betur við bæði bændur og neytendur. Fleiri dæmi væri hægt að nefna um ýmis úrræði sauðfjárbænda síðustu vikur eftir að bændaforystan hafnaði aðstoð stjórnvalda vegna alvarlegrar stöðu greinarinnar. Umræðan, sem upphaflega snerist að mestu um mögulegt inngrip hins opinbera og harða gagnrýni á undirritaða færðist á endanum yfir í afar uppbyggilega umræðu um hvað greinin gæti gert sjálf til að bæta meðal annars vöruþróun og markaðssetningu. Vonandi tekst komandi ríkisstjórn að byggja á því samtali og bæta þannig starfsumhverfi greinarinnar til framtíðar þannig að nauðsynlegur stuðningur við greinina nýtist bændum og neytendum sem best. Tækifærin eru sannarlega til staðar en á þessu sviði eins og fleirum þarf að ráðast að rót vandans og hætta að setja kíkinn fyrir blinda augað. Hið sama gildir um mjólkuriðnaðinn á Íslandi sem stendur traustum fótum og er í miklum sóknarhug samanber viðtal við forstjóra MS og formann atvinnuveganefndar hins markaðssinnaða Sjálfstæðisflokks þar sem hann lýsir metnaðarfullum útrásardraumum fyrirtækisins. Fyrirtæki, sem nýtur einokunaraðstöðu innanlands og hefur burði í slíkar fyrirætlanir hlýtur að teljast tilbúið til að losa sig við hjálpardekkin sem reyndust nauðsynleg fyrir greinina til að hagræða sem skyldi á sínum tíma. Með því á ég auðvitað við að rétt sé að færa greinina undir almenn samkeppnislög og tryggja þannig að allir sitji við sama borð. Það er ekki þar með sagt að greinin geti ekki nýtt sér undanþáguákvæði, líkt og gert er á fjarskiptamarkaði og víðar en í þeim efnum þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig í samstarfi við Samkeppniseftirlitið og í samræmi við almenn samkeppnislög. Viðhald sérreglna til nánast eins fyrirtækis á ekki lengur við í íslensku samfélagi. Þetta eiga allir að sjá sem hafa fylgt sér utan um hugsjónir um frjálst og opið markaðssamfélag. Það hefur verið sannkallaður heiður að vera landbúnaðarráðherra það sem af er ári. Það er auðvitað ekkert launungarmál að ég hef nálgast starfið með öðrum hætti en forverar mínir og eflaust hefði ég mátt vanda mig betur í ýmsum samskiptum. Eftir stendur sú staðreynd að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands starfa í þágu allra landsmanna ekki einungis ákveðinna hópa eftir því hvaða ráðuneyti á í hlut. Þetta er sérlega mikilvægt þegar kemur að ráðuneytum sem útdeila háum fjárhæðum úr okkar sameiginlegu sjóðum eða fara með stjórn á auðlindum þjóðarinnar. Með þessa sýn að leiðarljósi hafði ég lagt drög að því að breyta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í matvælaráðuneytið. Var það liður í að klippa enn frekar á strengi hagsmunaafla sem of lengi hafa haft of greiðan aðgang að pólitískum ákvörðunartökum ráðuneytisins en ekki síður var það liður til að undirbúa þessar mikilvægu atvinnugreinar til frekari sóknar inn í framtíðina. Því tækifærin eru sannarlega gríðarleg. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar