Áreitni og launamunur kynjanna eru nátengd fyrirbæri Drífa Snædal skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Við höfum lengi talið öryggismál á vinnustöðum fjalla um að vera í öryggisbelti, hafa hjálm á höfði, fara í slysavarnaskóla og girða fyrir fallhættu. Við þurfum að hugsa upp á nýtt. Öryggismál snúa líka að því að starfsumhverfið sé laust við áreitni og ofbeldi af hendi viðskiptavina, vinnufélaga, birgja og yfirmanna. Það er það svo sannarlega ekki í dag. Um helmingur kvenna í þjónustustörfum verður fyrir kynferðislegri áreitni í störfum sínum og um fjórðungur karla. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir ungar stúlkur sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum? Um þriðjungur kvenna, sem hafa orðið fyrir áreitni, segir það hafa áhrif á öryggistilfinningu sína en karlar upplifa þetta ekki sem skert öryggi. Hvað gera konur þegar þær upplifa sig ekki öruggar á vinnustað? Þær hætta í vinnunni, reyna að forðast óöryggi, hafa sig hægar til að draga úr líkunum á áreitni, skrá sig veikar o.s.frv. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á framgang í starfi, sjálfsöryggi og stöðu á vinnumarkaði. Kona sem verður fyrir áreitni af hendi yfirmanns er ekkert sérstaklega líkleg til að standa upp í hárinu á honum og krefjast launahækkunar. Karl í yfirmannastöðu sem áreitir undirmenn sína er ekkert sérstaklega líklegur til að virða jafnrétti í stöðuveitingum og launaákvörðunum.Ábyrgð vinnustaða Það hversu áreitni er útbreidd hér á landi og annars staðar segir okkur að það sé hluti af menningunni og er leyft að viðgangast. #metoo byltingin hefur opnað augu okkar og gert það að verkum að það er ekki lengur hægt að stinga höfðinu í sandinn. Afleiðingarnar eru líka hluti af menningunni. Konur eru frekar líklegar til að verða öryrkjar, síður líklegar til að ná framgangi á vinnumarkaði og launamunur kynjanna hér á landi er 16%. Allt er þetta hluti af menningu okkar og allt er þetta nátengt. Baráttan fyrir öryggi á vinnustöðum er því baráttan fyrir bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði og útrýmingu launamunar kynjanna. Það er langt í land en við getum gert ýmislegt til að ná landi. Við getum tekið mark á því þegar þolendur segja frá. Við getum gert athugasemdir þegar við verðum vitni að áreitni. Við getum krafist þess að vinnustaðir setji sér áætlanir um forvarnir og aðgerðir (sem þeir eiga reyndar að gera lögum samkvæmt) og við getum menntað og frætt fólk um hvernig eigi að bregðast við, hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Það er á ábyrgð vinnustaða að tryggja öryggi starfsfólks hvort sem það lýtur að umgengni við hættuleg efni, fallhættu, slysahættu eða ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Svo einfalt er það! Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Drífa Snædal Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Við höfum lengi talið öryggismál á vinnustöðum fjalla um að vera í öryggisbelti, hafa hjálm á höfði, fara í slysavarnaskóla og girða fyrir fallhættu. Við þurfum að hugsa upp á nýtt. Öryggismál snúa líka að því að starfsumhverfið sé laust við áreitni og ofbeldi af hendi viðskiptavina, vinnufélaga, birgja og yfirmanna. Það er það svo sannarlega ekki í dag. Um helmingur kvenna í þjónustustörfum verður fyrir kynferðislegri áreitni í störfum sínum og um fjórðungur karla. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir ungar stúlkur sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum? Um þriðjungur kvenna, sem hafa orðið fyrir áreitni, segir það hafa áhrif á öryggistilfinningu sína en karlar upplifa þetta ekki sem skert öryggi. Hvað gera konur þegar þær upplifa sig ekki öruggar á vinnustað? Þær hætta í vinnunni, reyna að forðast óöryggi, hafa sig hægar til að draga úr líkunum á áreitni, skrá sig veikar o.s.frv. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á framgang í starfi, sjálfsöryggi og stöðu á vinnumarkaði. Kona sem verður fyrir áreitni af hendi yfirmanns er ekkert sérstaklega líkleg til að standa upp í hárinu á honum og krefjast launahækkunar. Karl í yfirmannastöðu sem áreitir undirmenn sína er ekkert sérstaklega líklegur til að virða jafnrétti í stöðuveitingum og launaákvörðunum.Ábyrgð vinnustaða Það hversu áreitni er útbreidd hér á landi og annars staðar segir okkur að það sé hluti af menningunni og er leyft að viðgangast. #metoo byltingin hefur opnað augu okkar og gert það að verkum að það er ekki lengur hægt að stinga höfðinu í sandinn. Afleiðingarnar eru líka hluti af menningunni. Konur eru frekar líklegar til að verða öryrkjar, síður líklegar til að ná framgangi á vinnumarkaði og launamunur kynjanna hér á landi er 16%. Allt er þetta hluti af menningu okkar og allt er þetta nátengt. Baráttan fyrir öryggi á vinnustöðum er því baráttan fyrir bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði og útrýmingu launamunar kynjanna. Það er langt í land en við getum gert ýmislegt til að ná landi. Við getum tekið mark á því þegar þolendur segja frá. Við getum gert athugasemdir þegar við verðum vitni að áreitni. Við getum krafist þess að vinnustaðir setji sér áætlanir um forvarnir og aðgerðir (sem þeir eiga reyndar að gera lögum samkvæmt) og við getum menntað og frætt fólk um hvernig eigi að bregðast við, hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Það er á ábyrgð vinnustaða að tryggja öryggi starfsfólks hvort sem það lýtur að umgengni við hættuleg efni, fallhættu, slysahættu eða ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Svo einfalt er það! Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar