Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. desember 2017 13:53 Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Vísir/Eyþór Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórum einstaklingum hefur verið ráðinn bani á árinu. Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við í miðbæ Reykjavíkur var á 21. aldursári. Atvikið átti sér stað á fimmta tímanum, aðfaranótt sunndagsins 3. desember. Maðurinn sem lést hét Klevis Sula. Hann var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið honum að bana. Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland í gærkvöldi. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir Klevis hafa verið frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað.Fjórða manndrápsmálið Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani um miðjan janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í júní. Þá var Sanitu Brauna, 44 ára konu frá Lettlandi, ráðinn bani á heimili sínu í september. Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það hafi að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Stundum eru ár þar sem ekkert manndráp er framið. Svo koma önnur ár þar sem þau hafa farið alveg upp í fimm á einu ári. Að jafnaði eru þau í kringum tvö á ári.“ Rannveig segir að málin séu óvenju mörg í ár. „Það er í hærri kantinum, sannarlega.“ Hún segir að þó megi ekki draga of miklar ályktanir af fjölda málanna. „Það held ég að við getum ekki gert með svona stutt tímabil og sérstaklega þar sem við höfum séð svona sveiflur áður,“ segir Rannveig. Tengdar fréttir Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórum einstaklingum hefur verið ráðinn bani á árinu. Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við í miðbæ Reykjavíkur var á 21. aldursári. Atvikið átti sér stað á fimmta tímanum, aðfaranótt sunndagsins 3. desember. Maðurinn sem lést hét Klevis Sula. Hann var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið honum að bana. Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland í gærkvöldi. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir Klevis hafa verið frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað.Fjórða manndrápsmálið Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani um miðjan janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í júní. Þá var Sanitu Brauna, 44 ára konu frá Lettlandi, ráðinn bani á heimili sínu í september. Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það hafi að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Stundum eru ár þar sem ekkert manndráp er framið. Svo koma önnur ár þar sem þau hafa farið alveg upp í fimm á einu ári. Að jafnaði eru þau í kringum tvö á ári.“ Rannveig segir að málin séu óvenju mörg í ár. „Það er í hærri kantinum, sannarlega.“ Hún segir að þó megi ekki draga of miklar ályktanir af fjölda málanna. „Það held ég að við getum ekki gert með svona stutt tímabil og sérstaklega þar sem við höfum séð svona sveiflur áður,“ segir Rannveig.
Tengdar fréttir Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29