Mikið álag á fíkniefnaleitarhundinum Krafti í desember Anton Egilsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. desember 2017 23:18 Það er í nógu að snúast hjá fíkniefnaleitarhundinum Krafti en hans helsta verkefni er að leita að fíkniefnum í pökkum hjá Póstinum en þeir eru aldrei fleiri en í desember. Labradorhundurinn Kraftur er fíkniefnaleitarhundur tollgæslunnar og hefur hann starfað sem slíkur í rúm sex ár. Verkefnin þessa dagana snúa aðallega að því að leita í tugum póstsendinga hjá Póstmiðstöðinni en í desember er ansi mikið að gera hjá þeim Krafti og Stefáni Geir Sigurbjörnssyni, þjálfara hans. „Þetta er mjög mikið álag hjá Krafti núna. Margfalt póstmagn sem kemur og lítil pása,“ sagði Stefán í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stefán segir að vikulega finni Kraftur fíkniefni en vill af öryggisástæðum ekki gefa það nákvæmara upp. Helstu efnin sem hann er þjálfaður á eru amfetamín, kókaín, alsæla, hass og marijúana. Það er augljóst að Kraftur er starfi sínu vaxinn en í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar hann finnur 10 grömm af kókaíni sem einhver reyndi að smygla til landsins en efnið var vel falið í einum pakkanum. Stefán verðlaunar Kraft svo fyrir fíkniefnafundinn með því að leyfa honum að leika sér með bolta. Segir hann að Kraftur sé ákveðinn en afar ljúfur og góður. „Hann fær oftast sínu framgengt og það er kannski líka einn af þeim þáttum fyrir þá hunda sem veljast í þetta starf að það er að hafa háa veiðihvöt og að geta unnið alveg sleitulaust.“ Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor Sjá meira
Það er í nógu að snúast hjá fíkniefnaleitarhundinum Krafti en hans helsta verkefni er að leita að fíkniefnum í pökkum hjá Póstinum en þeir eru aldrei fleiri en í desember. Labradorhundurinn Kraftur er fíkniefnaleitarhundur tollgæslunnar og hefur hann starfað sem slíkur í rúm sex ár. Verkefnin þessa dagana snúa aðallega að því að leita í tugum póstsendinga hjá Póstmiðstöðinni en í desember er ansi mikið að gera hjá þeim Krafti og Stefáni Geir Sigurbjörnssyni, þjálfara hans. „Þetta er mjög mikið álag hjá Krafti núna. Margfalt póstmagn sem kemur og lítil pása,“ sagði Stefán í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stefán segir að vikulega finni Kraftur fíkniefni en vill af öryggisástæðum ekki gefa það nákvæmara upp. Helstu efnin sem hann er þjálfaður á eru amfetamín, kókaín, alsæla, hass og marijúana. Það er augljóst að Kraftur er starfi sínu vaxinn en í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar hann finnur 10 grömm af kókaíni sem einhver reyndi að smygla til landsins en efnið var vel falið í einum pakkanum. Stefán verðlaunar Kraft svo fyrir fíkniefnafundinn með því að leyfa honum að leika sér með bolta. Segir hann að Kraftur sé ákveðinn en afar ljúfur og góður. „Hann fær oftast sínu framgengt og það er kannski líka einn af þeim þáttum fyrir þá hunda sem veljast í þetta starf að það er að hafa háa veiðihvöt og að geta unnið alveg sleitulaust.“
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor Sjá meira