29 óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. desember 2017 20:45 Tuttugu og níu óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár vegna þess að ekki er pláss í fangelsum. „Út í hött,“ segir fangelsismálastjóri sem vill að brugðist sé við en að baki dómunum eru umferðarlagarbrot, fíkniefnabrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot. Biðlistar eftir því að hefja afplánun í fangelsi hafa lengst mikið undanfarin ár en eins og staðan er í dag bíða um 580 manns eftir því að hefja afplánun. Þetta leiðir til þess að dómar fyrnast án þess að dómþolar þurfi að sitja þá af sér. Í ár hafa 29 dómar fyrnst. Í fyrra voru þeir 34, 31 árið 2015 og 33 árið 2014. Fyrningartími dóma er mislangur eftir því hversu löng refsingin er. Refsingar að baki þeim 29 dómum sem fyrndust í ár eru mislangar en það er einungis um að ræða óskilorðsbundna dóma. Að baki tveimur þeirra er refsing undir mánuði, í þrettán er refsing einn mánuðir, í þremur er refsing tveir mánuðir, í sjö þeirra er refsing 3 til 6 mánuðir, í þremur 7-10 mánuðir og í einum þeirra er 6 ára fangelsisrefsing en dómþoli í því máli fór af landi brott og fannst ekki. Að baki þessum refsingum eru nítján umferðarlagabrot, fimm fíkniefnabrot, þrjú auðgunarbrot og tvö ofbeldisbrot. „Það er auðvitað bara slæmt mál fyrir réttarríkið í heild sinni. Það er grundvallaratriði að refsingar séu fullnustaðar í beinu framhaldi að því að þær eru dæmdar en það höfum við ekki getað. Þetta er vandamál sem er búið að vaxa síðustu tólf, fjórtán árin“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Hann segir að verið sé að bregðast við. „Annars vegar höfum við verið að fjölga fangarýmum, við höfum fjölgað þeim töluvert á síðustu árum með opnun Hólmsheiðarfangelsis. Hitt sem er ekki síður mikilvægara er að við höfum verið að taka upp önnur fullnustuúrræði.“ Hefur það til dæmis verið gert með rafrænu eftirliti og rýmkun á samfélagsþjónustu. Páll segir að fyrst og fremst sé það fjármagn sem skorti. „Nú þurfum við bara að reka smiðshöggið á þetta með því að koma nýja fangelsinu í fullan rekstur en til þess þurfum við fleira starfsfólk. „ Í dag afpláni til að mynda 30 fangar á Hólmsheiði en ekki 56 eins og pláss er fyrir. Páll er mjög gagnrýnin á stöðuna. „Það er auðvitað út í hött og það má ekki vera svoleiðis. Það þarf að bregðast við því og menn þurfa að hafa þetta í huga þegar þeir velta fyrir sér að þyngja refsingar í einhverjum málaflokkum, hvort sem það er umferðarlagabrot eða annað. Það verður að hugsa þetta alla leið, það er ekki nóg að setja pening í lögregluna, að verður líka að setja pening í afurðina sem kemur út úr bættri vinnu og aukinni vinnu lögreglu.“ Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Tuttugu og níu óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár vegna þess að ekki er pláss í fangelsum. „Út í hött,“ segir fangelsismálastjóri sem vill að brugðist sé við en að baki dómunum eru umferðarlagarbrot, fíkniefnabrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot. Biðlistar eftir því að hefja afplánun í fangelsi hafa lengst mikið undanfarin ár en eins og staðan er í dag bíða um 580 manns eftir því að hefja afplánun. Þetta leiðir til þess að dómar fyrnast án þess að dómþolar þurfi að sitja þá af sér. Í ár hafa 29 dómar fyrnst. Í fyrra voru þeir 34, 31 árið 2015 og 33 árið 2014. Fyrningartími dóma er mislangur eftir því hversu löng refsingin er. Refsingar að baki þeim 29 dómum sem fyrndust í ár eru mislangar en það er einungis um að ræða óskilorðsbundna dóma. Að baki tveimur þeirra er refsing undir mánuði, í þrettán er refsing einn mánuðir, í þremur er refsing tveir mánuðir, í sjö þeirra er refsing 3 til 6 mánuðir, í þremur 7-10 mánuðir og í einum þeirra er 6 ára fangelsisrefsing en dómþoli í því máli fór af landi brott og fannst ekki. Að baki þessum refsingum eru nítján umferðarlagabrot, fimm fíkniefnabrot, þrjú auðgunarbrot og tvö ofbeldisbrot. „Það er auðvitað bara slæmt mál fyrir réttarríkið í heild sinni. Það er grundvallaratriði að refsingar séu fullnustaðar í beinu framhaldi að því að þær eru dæmdar en það höfum við ekki getað. Þetta er vandamál sem er búið að vaxa síðustu tólf, fjórtán árin“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Hann segir að verið sé að bregðast við. „Annars vegar höfum við verið að fjölga fangarýmum, við höfum fjölgað þeim töluvert á síðustu árum með opnun Hólmsheiðarfangelsis. Hitt sem er ekki síður mikilvægara er að við höfum verið að taka upp önnur fullnustuúrræði.“ Hefur það til dæmis verið gert með rafrænu eftirliti og rýmkun á samfélagsþjónustu. Páll segir að fyrst og fremst sé það fjármagn sem skorti. „Nú þurfum við bara að reka smiðshöggið á þetta með því að koma nýja fangelsinu í fullan rekstur en til þess þurfum við fleira starfsfólk. „ Í dag afpláni til að mynda 30 fangar á Hólmsheiði en ekki 56 eins og pláss er fyrir. Páll er mjög gagnrýnin á stöðuna. „Það er auðvitað út í hött og það má ekki vera svoleiðis. Það þarf að bregðast við því og menn þurfa að hafa þetta í huga þegar þeir velta fyrir sér að þyngja refsingar í einhverjum málaflokkum, hvort sem það er umferðarlagabrot eða annað. Það verður að hugsa þetta alla leið, það er ekki nóg að setja pening í lögregluna, að verður líka að setja pening í afurðina sem kemur út úr bættri vinnu og aukinni vinnu lögreglu.“
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira