Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 10:45 Marta Lovísa Noregsprinsessa og Ari Behn í brúðkaupi Karls Filippusar Svíaprins og Sofíu í Stokkhólmi árið 2015. Vísir/AFP Ari Behn, fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, segir að bandaríski leikarinn Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. Behn sagði frá reynslu sinni af Spacey í útvarpsviðtali á norsku stöðinni P4 fyrr í vikunni. Þeir hafi hist þegar Spacey var, ásamt Umu Thurman, kynnir tónleika sem haldnir voru í tengslum við afhendingu Friðarverðlaunanna árið 2007. Fjöldi fólks hefur á síðustu vikum sakað Spacey um að hafa áreitt sig kynferðislega og hefur hann meðal annars verið rekinn frá Netflix, framleiðanda þáttanna House of Cards, þar sem hann hefur farið með aðalhlutverk. Setti höndina undir borðið og í klof Behn „Við áttum gott samtal, hann sat við hliðina á mér,“ sagði Behn. „Eftir fimm mínútur sagði hann: „Hey, förum út og fáum okkur sígarettu“, og svo setti hann hönd sína undir borðið og á eistun mín,“ segir Behn. Behn sagðist hafa verið brugðið og svaraði „ehh, kannski síðar“. „Hárið mitt var svart á þessum tíma, ég var tíu árum yngri og féll greinilega vel að smekk hans,“ sagði Behn í viðtalinu. Behn og Marta Lovísa skildu á síðasta ári eftir fjórtán ára hjónaband og eiga þau saman þrjú börn. Marta Lovísa er elsta barn Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Hún mun þó ekki erfa krúnuna þar sem fram til ársins 1990 gátu karlmenn einungis erft norsku krúnuna. Yngri bróðir Mörtu, Hákon, mun því verða konungur Noregs eftir lát föður síns. Kóngafólk Mál Kevin Spacey Nóbelsverðlaun Noregur MeToo Hollywood Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira
Ari Behn, fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, segir að bandaríski leikarinn Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. Behn sagði frá reynslu sinni af Spacey í útvarpsviðtali á norsku stöðinni P4 fyrr í vikunni. Þeir hafi hist þegar Spacey var, ásamt Umu Thurman, kynnir tónleika sem haldnir voru í tengslum við afhendingu Friðarverðlaunanna árið 2007. Fjöldi fólks hefur á síðustu vikum sakað Spacey um að hafa áreitt sig kynferðislega og hefur hann meðal annars verið rekinn frá Netflix, framleiðanda þáttanna House of Cards, þar sem hann hefur farið með aðalhlutverk. Setti höndina undir borðið og í klof Behn „Við áttum gott samtal, hann sat við hliðina á mér,“ sagði Behn. „Eftir fimm mínútur sagði hann: „Hey, förum út og fáum okkur sígarettu“, og svo setti hann hönd sína undir borðið og á eistun mín,“ segir Behn. Behn sagðist hafa verið brugðið og svaraði „ehh, kannski síðar“. „Hárið mitt var svart á þessum tíma, ég var tíu árum yngri og féll greinilega vel að smekk hans,“ sagði Behn í viðtalinu. Behn og Marta Lovísa skildu á síðasta ári eftir fjórtán ára hjónaband og eiga þau saman þrjú börn. Marta Lovísa er elsta barn Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Hún mun þó ekki erfa krúnuna þar sem fram til ársins 1990 gátu karlmenn einungis erft norsku krúnuna. Yngri bróðir Mörtu, Hákon, mun því verða konungur Noregs eftir lát föður síns.
Kóngafólk Mál Kevin Spacey Nóbelsverðlaun Noregur MeToo Hollywood Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira
Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15