Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 10:45 Marta Lovísa Noregsprinsessa og Ari Behn í brúðkaupi Karls Filippusar Svíaprins og Sofíu í Stokkhólmi árið 2015. Vísir/AFP Ari Behn, fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, segir að bandaríski leikarinn Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. Behn sagði frá reynslu sinni af Spacey í útvarpsviðtali á norsku stöðinni P4 fyrr í vikunni. Þeir hafi hist þegar Spacey var, ásamt Umu Thurman, kynnir tónleika sem haldnir voru í tengslum við afhendingu Friðarverðlaunanna árið 2007. Fjöldi fólks hefur á síðustu vikum sakað Spacey um að hafa áreitt sig kynferðislega og hefur hann meðal annars verið rekinn frá Netflix, framleiðanda þáttanna House of Cards, þar sem hann hefur farið með aðalhlutverk. Setti höndina undir borðið og í klof Behn „Við áttum gott samtal, hann sat við hliðina á mér,“ sagði Behn. „Eftir fimm mínútur sagði hann: „Hey, förum út og fáum okkur sígarettu“, og svo setti hann hönd sína undir borðið og á eistun mín,“ segir Behn. Behn sagðist hafa verið brugðið og svaraði „ehh, kannski síðar“. „Hárið mitt var svart á þessum tíma, ég var tíu árum yngri og féll greinilega vel að smekk hans,“ sagði Behn í viðtalinu. Behn og Marta Lovísa skildu á síðasta ári eftir fjórtán ára hjónaband og eiga þau saman þrjú börn. Marta Lovísa er elsta barn Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Hún mun þó ekki erfa krúnuna þar sem fram til ársins 1990 gátu karlmenn einungis erft norsku krúnuna. Yngri bróðir Mörtu, Hákon, mun því verða konungur Noregs eftir lát föður síns. Kóngafólk Mál Kevin Spacey Nóbelsverðlaun Noregur MeToo Hollywood Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Ari Behn, fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, segir að bandaríski leikarinn Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. Behn sagði frá reynslu sinni af Spacey í útvarpsviðtali á norsku stöðinni P4 fyrr í vikunni. Þeir hafi hist þegar Spacey var, ásamt Umu Thurman, kynnir tónleika sem haldnir voru í tengslum við afhendingu Friðarverðlaunanna árið 2007. Fjöldi fólks hefur á síðustu vikum sakað Spacey um að hafa áreitt sig kynferðislega og hefur hann meðal annars verið rekinn frá Netflix, framleiðanda þáttanna House of Cards, þar sem hann hefur farið með aðalhlutverk. Setti höndina undir borðið og í klof Behn „Við áttum gott samtal, hann sat við hliðina á mér,“ sagði Behn. „Eftir fimm mínútur sagði hann: „Hey, förum út og fáum okkur sígarettu“, og svo setti hann hönd sína undir borðið og á eistun mín,“ segir Behn. Behn sagðist hafa verið brugðið og svaraði „ehh, kannski síðar“. „Hárið mitt var svart á þessum tíma, ég var tíu árum yngri og féll greinilega vel að smekk hans,“ sagði Behn í viðtalinu. Behn og Marta Lovísa skildu á síðasta ári eftir fjórtán ára hjónaband og eiga þau saman þrjú börn. Marta Lovísa er elsta barn Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Hún mun þó ekki erfa krúnuna þar sem fram til ársins 1990 gátu karlmenn einungis erft norsku krúnuna. Yngri bróðir Mörtu, Hákon, mun því verða konungur Noregs eftir lát föður síns.
Kóngafólk Mál Kevin Spacey Nóbelsverðlaun Noregur MeToo Hollywood Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15