Færi með þrjá markverði á EM en Aron Rafn er ekki einn af þeim Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2017 11:00 Aron Rafn Eðvarðsson hefur ekki farið vel af stað með ÍBV. vísir/anton brink Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, segir of lítið aðhald hafa verið að markvörðum íslenska landsliðsins undanfarin ár, en hann færi með þrjá markverði til Króatíu á EM í janúar. Baráttan um farseðilinn með aðalmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni er hörð en bæði Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, og Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu og silfurdrengur, eru að spila mjög vel í Olís-deildinni. Töluvert betur en núverandi landsliðsmarkvörðuronn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með ÍBV. „Ég hef alveg gríðarlega trú á Björgvini Páli. Hann er okkar besti markvörður og mér fannst hann byrja Íslandsmótið alveg stórkostlega. Hann er örlítið að dala núna enda nóg að gera í lífinu hjá honum á öllum vígstöðvum. Kannski of mörgum vígstöðum, ég veit það ekki,“ segir Sebastian en hann ræddi 28 manna landsliðshóp Íslands í Akraborginni í gær.Ágúst Elí hefur átt gott tímabili í marki FH.vísir/stefánÞarf að vera pressa „Hitt er annað mál að ég myndi taka þrjá markverði. Ég myndi hafa Ágúst Elí með úti og henda honum inn um leið og það þyrfti. Það þarf að vera smá aðhald. Undanfarin ár hefur verið of lítið um heilbrigt aðhald að markvörðunum.“ „Björgvin Páll spilar bara nema þegar að Aron Rafn hefur verið með honum. Þegar Aron er ekki hefur öðrum kollegum Björgvins ekki verið treyst. Það þarf að vera smá pressa og eitthvað sem ýtir þeim öllum saman og til árangurs fyrir íslenska landsliðið,“ segir Sebastian. Aron Rafn hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðan árið 2012. Hann kom heim úr atvinnumennsku en hefur átt erfitt uppdráttar í Vestmannaeyjum. Aron er ekki á topp tíu á „Power Ranking“-lista HB Statz, en tölfræðilega er hann tólfti besti markvörður Olís-deildarinnar. Björgvin Páll er sá besti í deildinni samkvæmt tölfræði HB Statz en hann er með 39 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali og markvarðareinkunn upp á 8,55.Hreiðar Levý er 37 ára en einn af þeim bestu í deildinni hér heima.vísir/eyþórHreiðar frekar en Aron Ágúst Elí er búin að verja 37 prósent skota sinna og er með 8 í einkunn en Hreiðar Levý Guðmundsson er með 34% markvörslu í deildinni í vetur og einkunn upp á 8,08. Aron Rafn er aðeins með 27 prósent hlutfallsmarkvörslu auk þess sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann er í tólfta sæti yfir markverði í deildinni með markvarðaeinkunn upp á 6,70. „Mín persónulega skoðun er að ég myndi taka Hreiðar [frekar en Aron Rafn]. Mér finnst hann í betra standi eins og er. Aron Rafn er klárlega ekki búinn að segja sitt síðasta sem landsliðsmaður en akkurat í augnablikinu hefur hann gott af því að núllstilla sig og koma sterkari til baka,“ segir Sebastian. „Hreiðar er með miklu meiri reynslu heldur en fólk gerir sér grein fyrir og er í góðu standi eins og er. Aron Rafn þarf bara smá tíma til þess að koma til baka. Hann þarf líka smá frið til þess. Það eru alveg nógu margir að setja út á hann, þar með talinn ég. Hann þarf bara að ná vopnum sínum aftur,“ segir Sebastian Alexandersson. Alla umræðuna má heyra hér að neðan. EM 2018 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, segir of lítið aðhald hafa verið að markvörðum íslenska landsliðsins undanfarin ár, en hann færi með þrjá markverði til Króatíu á EM í janúar. Baráttan um farseðilinn með aðalmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni er hörð en bæði Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, og Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu og silfurdrengur, eru að spila mjög vel í Olís-deildinni. Töluvert betur en núverandi landsliðsmarkvörðuronn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með ÍBV. „Ég hef alveg gríðarlega trú á Björgvini Páli. Hann er okkar besti markvörður og mér fannst hann byrja Íslandsmótið alveg stórkostlega. Hann er örlítið að dala núna enda nóg að gera í lífinu hjá honum á öllum vígstöðvum. Kannski of mörgum vígstöðum, ég veit það ekki,“ segir Sebastian en hann ræddi 28 manna landsliðshóp Íslands í Akraborginni í gær.Ágúst Elí hefur átt gott tímabili í marki FH.vísir/stefánÞarf að vera pressa „Hitt er annað mál að ég myndi taka þrjá markverði. Ég myndi hafa Ágúst Elí með úti og henda honum inn um leið og það þyrfti. Það þarf að vera smá aðhald. Undanfarin ár hefur verið of lítið um heilbrigt aðhald að markvörðunum.“ „Björgvin Páll spilar bara nema þegar að Aron Rafn hefur verið með honum. Þegar Aron er ekki hefur öðrum kollegum Björgvins ekki verið treyst. Það þarf að vera smá pressa og eitthvað sem ýtir þeim öllum saman og til árangurs fyrir íslenska landsliðið,“ segir Sebastian. Aron Rafn hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðan árið 2012. Hann kom heim úr atvinnumennsku en hefur átt erfitt uppdráttar í Vestmannaeyjum. Aron er ekki á topp tíu á „Power Ranking“-lista HB Statz, en tölfræðilega er hann tólfti besti markvörður Olís-deildarinnar. Björgvin Páll er sá besti í deildinni samkvæmt tölfræði HB Statz en hann er með 39 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali og markvarðareinkunn upp á 8,55.Hreiðar Levý er 37 ára en einn af þeim bestu í deildinni hér heima.vísir/eyþórHreiðar frekar en Aron Ágúst Elí er búin að verja 37 prósent skota sinna og er með 8 í einkunn en Hreiðar Levý Guðmundsson er með 34% markvörslu í deildinni í vetur og einkunn upp á 8,08. Aron Rafn er aðeins með 27 prósent hlutfallsmarkvörslu auk þess sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann er í tólfta sæti yfir markverði í deildinni með markvarðaeinkunn upp á 6,70. „Mín persónulega skoðun er að ég myndi taka Hreiðar [frekar en Aron Rafn]. Mér finnst hann í betra standi eins og er. Aron Rafn er klárlega ekki búinn að segja sitt síðasta sem landsliðsmaður en akkurat í augnablikinu hefur hann gott af því að núllstilla sig og koma sterkari til baka,“ segir Sebastian. „Hreiðar er með miklu meiri reynslu heldur en fólk gerir sér grein fyrir og er í góðu standi eins og er. Aron Rafn þarf bara smá tíma til þess að koma til baka. Hann þarf líka smá frið til þess. Það eru alveg nógu margir að setja út á hann, þar með talinn ég. Hann þarf bara að ná vopnum sínum aftur,“ segir Sebastian Alexandersson. Alla umræðuna má heyra hér að neðan.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira