Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2017 23:02 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/stefán Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis valda áhyggjum og ákveðnum vonbrigðum. Þetta sagði utanríkisráðherra í fréttum RÚV fyrr í kvöld. Hann segir að þetta sé skref sem að Bandaríkjaforseti hafi ítrekað verið hvattur til að hverfa frá þessari fyrirætlan. Guðlaugur Þór segir á Twitter-síðu sinni fyrr í kvöld að staða Jerúsalem sé grundvallaratriði í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Málið verði ekki leyst með því að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem, en Bandaríkjaforseti tilkynnti jafnframt frá því að hann hafi beint því til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að hefja undirbúning flutnings sendiráðsins.Status of #Jerusalem is an essential part of #Israel #Palestine peace process, it will not be resolved by moving #JerusalemEmbassy.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) December 6, 2017 Í samtali við RÚV segir Guðlaugur að ákvörðun Trump kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarviðræðurnar sem nauðsynlegt sé að blása nýju lífi í. Sömuleiðis sé hætta á að upp úr sjóði í heimshlutanum. Trump greindi jafnframt frá því að Bandaríkin myndu styðja tveggja ríkja lausn í deilunni, ef bæði Ísraelar og Palestínumenn væru henni samþykk. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði fyrr í kvöld að Bandaríkin gætu ekki lengur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilu Palestínumanna og Ísraela, en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði daginn hins vegar sögulegan og kvaðst vera þakklátur Trump forseta. Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í Sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980. Ekkert sendiráð er nú staðsett í Jerúsalem en alls má finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis valda áhyggjum og ákveðnum vonbrigðum. Þetta sagði utanríkisráðherra í fréttum RÚV fyrr í kvöld. Hann segir að þetta sé skref sem að Bandaríkjaforseti hafi ítrekað verið hvattur til að hverfa frá þessari fyrirætlan. Guðlaugur Þór segir á Twitter-síðu sinni fyrr í kvöld að staða Jerúsalem sé grundvallaratriði í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Málið verði ekki leyst með því að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem, en Bandaríkjaforseti tilkynnti jafnframt frá því að hann hafi beint því til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að hefja undirbúning flutnings sendiráðsins.Status of #Jerusalem is an essential part of #Israel #Palestine peace process, it will not be resolved by moving #JerusalemEmbassy.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) December 6, 2017 Í samtali við RÚV segir Guðlaugur að ákvörðun Trump kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarviðræðurnar sem nauðsynlegt sé að blása nýju lífi í. Sömuleiðis sé hætta á að upp úr sjóði í heimshlutanum. Trump greindi jafnframt frá því að Bandaríkin myndu styðja tveggja ríkja lausn í deilunni, ef bæði Ísraelar og Palestínumenn væru henni samþykk. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði fyrr í kvöld að Bandaríkin gætu ekki lengur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilu Palestínumanna og Ísraela, en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði daginn hins vegar sögulegan og kvaðst vera þakklátur Trump forseta. Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í Sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980. Ekkert sendiráð er nú staðsett í Jerúsalem en alls má finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði