Hafnað að fjarlægja tíkina Rökkvu af heimili sínu þrátt fyrir bit Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Rökkva er af tegundinni Alaskan Malamute. Það skal tekið fram að hundurinn á myndinni er ekki Rökkva heldur er þetta þýskur hundur af sömu tegund. vísir/getty Hundurinn Rökkva verður ekki fjarlægður af heimili sínu að Álfhólsvegi 145. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum (ÚUA). Álfhólsvegur 145 er tvíbýli og býr Rökkva, sem er af tegundinni Alaskan Malamute, á neðri hæð hjá eigendum og þremur öðrum hundum. Á efri hæðinni er tvo hunda að finna en þeir eru í eigu Semu Erlu Serdar. Atvik málsins eru þau að í mars á þessu ári var annar hunda Semu úti í garði ásamt Rökkvu. Niðurstaðan varð sú að Rökkva beit hundinn og Semu. Sex mánuðum síðar beit Rökkva hinn hund Semu. „[Sema] þori ekki inn á lóðina nema hún viti að enginn sé heima á neðri hæðinni þar sem íbúar þar hafi haldið áfram að hleypa hundunum eftirlitslausum út, einnig hundinum sem hafi bitið kæranda,“ segir meðal annars í rökstuðningi Semu fyrir nefndinni. Í athugasemdum eigenda Rökkvu segir að henni standi ógn af öðrum hundum og hún bregðist við þeim á árásargjarnan hátt. Í bæði skiptin sem óhöpp hafi orðið hafi íbúi efri hæðarinnar sett hunda sína út á meðan þeirra hundar voru úti. Niðurstaða heilbrigðisnefndar, sem kærð var til ÚUA, fól í sér að Rökkva væri send í atferlismat. Ekki þótti ástæða til að fjarlægja hana. Þá sagði nefndin að auðveldlega mætti koma í veg fyrir rimmur af þessu tagi. „Ég er búin að grípa til ráðstafana svo við lendum ekki oftar í þessum hundi. Ég er auðvitað ekki sátt við úrskurðinn,“ segir Sema Erla en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hundurinn Rökkva verður ekki fjarlægður af heimili sínu að Álfhólsvegi 145. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum (ÚUA). Álfhólsvegur 145 er tvíbýli og býr Rökkva, sem er af tegundinni Alaskan Malamute, á neðri hæð hjá eigendum og þremur öðrum hundum. Á efri hæðinni er tvo hunda að finna en þeir eru í eigu Semu Erlu Serdar. Atvik málsins eru þau að í mars á þessu ári var annar hunda Semu úti í garði ásamt Rökkvu. Niðurstaðan varð sú að Rökkva beit hundinn og Semu. Sex mánuðum síðar beit Rökkva hinn hund Semu. „[Sema] þori ekki inn á lóðina nema hún viti að enginn sé heima á neðri hæðinni þar sem íbúar þar hafi haldið áfram að hleypa hundunum eftirlitslausum út, einnig hundinum sem hafi bitið kæranda,“ segir meðal annars í rökstuðningi Semu fyrir nefndinni. Í athugasemdum eigenda Rökkvu segir að henni standi ógn af öðrum hundum og hún bregðist við þeim á árásargjarnan hátt. Í bæði skiptin sem óhöpp hafi orðið hafi íbúi efri hæðarinnar sett hunda sína út á meðan þeirra hundar voru úti. Niðurstaða heilbrigðisnefndar, sem kærð var til ÚUA, fól í sér að Rökkva væri send í atferlismat. Ekki þótti ástæða til að fjarlægja hana. Þá sagði nefndin að auðveldlega mætti koma í veg fyrir rimmur af þessu tagi. „Ég er búin að grípa til ráðstafana svo við lendum ekki oftar í þessum hundi. Ég er auðvitað ekki sátt við úrskurðinn,“ segir Sema Erla en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira