Notkun Facebook Kids vart heimil hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. desember 2017 23:28 Facebook opnaði í gær sérstakt spjallsvæði barna, Messenger Kids, þar sem börn yngri en þrettán ára geta talað saman og sent myndir og myndbönd sín á milli. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segist efast um að að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd heimili notkun forritsins hér á landi. Facebook kynnti forritið til leiks í gær en það er sniðið að börnum yngri en þrettán ára. Um er að ræða spjallforrit sem líkist Facebook Messenger og virkar það þannig að börn geta talað saman sín á milli. Foreldrar þurfa að samþykkja aðgang barna sinna og geta þannig haft eftirlit með samtölum þeirra. Börnin geta svo spjallað saman, skipst á myndböndum og myndum. Forritið var gefið út þar sem um tuttugu milljónir barna undir þrettán ára aldri nota Facebook að staðaldri, þrátt fyrir að slíkt sé bannað. Forritið á að auðvelda foreldrum að fylgjast með, en í dag má aðeins nálgast forritið í Bandaríkjunum. Að öllum líkindum verður þó hægt að ná í það hér á landi á næstunni.Stenst vart Evrópulöggjöf Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segist efast um það að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd, sem tekur gildi á næsta ári, heimili notkun forritsins hér á landi þar sem Facebook safni miklum upplýsingum um notendur og nýtir í markaðstilgangi. Hún segir það siðferðislegt álitamál hversu miklu við deilum um börn og hvað upplýsingar um börn séu nýttar í. Facebook hefur þó gefið út að upplýsingar um notendur verði ekki notaðar í markaðslegum tilgangi. „Síðan er það þetta með þroska barna. Hversu vel eru þau í stakk búin til að nota samskiptamiðla? Þessi aldursviðmið eru þarna af ástæðu. Ástæðan er sú að það er talið að börn sem eru yngri en þetta hafi ekki þroska,“ segir Hrefna. Í ár hafa starfsmenn Heimilis og skóla farið inn í sjöttu bekki í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Hrefna að stór hluti ellefu ára barna noti samfélagsmiðla. „Þau eru að nota þetta til að senda eitthvað sín á milli og eiga samskipti, oftast uppbyggileg, en þau eru hins vegar mjög ung þegar þau eru að fara þangað inn og þá eru meiri líkur á að þau misstígi sig.“ Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Facebook opnaði í gær sérstakt spjallsvæði barna, Messenger Kids, þar sem börn yngri en þrettán ára geta talað saman og sent myndir og myndbönd sín á milli. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segist efast um að að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd heimili notkun forritsins hér á landi. Facebook kynnti forritið til leiks í gær en það er sniðið að börnum yngri en þrettán ára. Um er að ræða spjallforrit sem líkist Facebook Messenger og virkar það þannig að börn geta talað saman sín á milli. Foreldrar þurfa að samþykkja aðgang barna sinna og geta þannig haft eftirlit með samtölum þeirra. Börnin geta svo spjallað saman, skipst á myndböndum og myndum. Forritið var gefið út þar sem um tuttugu milljónir barna undir þrettán ára aldri nota Facebook að staðaldri, þrátt fyrir að slíkt sé bannað. Forritið á að auðvelda foreldrum að fylgjast með, en í dag má aðeins nálgast forritið í Bandaríkjunum. Að öllum líkindum verður þó hægt að ná í það hér á landi á næstunni.Stenst vart Evrópulöggjöf Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segist efast um það að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd, sem tekur gildi á næsta ári, heimili notkun forritsins hér á landi þar sem Facebook safni miklum upplýsingum um notendur og nýtir í markaðstilgangi. Hún segir það siðferðislegt álitamál hversu miklu við deilum um börn og hvað upplýsingar um börn séu nýttar í. Facebook hefur þó gefið út að upplýsingar um notendur verði ekki notaðar í markaðslegum tilgangi. „Síðan er það þetta með þroska barna. Hversu vel eru þau í stakk búin til að nota samskiptamiðla? Þessi aldursviðmið eru þarna af ástæðu. Ástæðan er sú að það er talið að börn sem eru yngri en þetta hafi ekki þroska,“ segir Hrefna. Í ár hafa starfsmenn Heimilis og skóla farið inn í sjöttu bekki í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Hrefna að stór hluti ellefu ára barna noti samfélagsmiðla. „Þau eru að nota þetta til að senda eitthvað sín á milli og eiga samskipti, oftast uppbyggileg, en þau eru hins vegar mjög ung þegar þau eru að fara þangað inn og þá eru meiri líkur á að þau misstígi sig.“
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira